miðvikudagur, júlí 26, 2006

Heimavinnandi húsmóðir

er rosalega krefjandi starf. En alveg rosalega gaman og maður sofnar þreyttur á kvöldin. Að vera heima með "terrible two's" eins go sagt er um þau sem eru á öðru ári, er hasar vinna. Svo eru sumir extra duglegir sem gerir hlutina aðeins flóknari. En þetta er rosalega gaman. Challenge en gaman.
Hjölli er byrjaður að vinna úti a svæði og líkar vel svona fyrstu dagana. Svo vonandi á það eftir að haldast gaman hjá honum. Hann er að vinna með hressum gaurum svo hann er að kynnast nýju fólki go sjá ný andlit. Og tala nú ekki um eftri að hann fékk bílprófið, ég sá hann varla - ég veit að hann kom heim til að sofa, en hann td fyllti bílinn 3 sinnum á 5 dögum... nokkuð gott segi ég nú bara! En ég uni honum þess, og mér finnst snilld að vera ekki eini bílstjórinn á heimilinu :)
Svo er ég að fá góða gesti í dag. Litla fjölskyldan að sunnan er að koma og gista eina nótt. Inga Hrund, maður hennar Kári og litla nýja prinsessan þeirra Anna Valgeirður (f. 12. apríl 2006) eru væntanleg. Hlakka afskaplega mikið til að sjá þau. Hef td ekki hitt Kára enn, og hlakka til að sjá litlu dúlluna þeirra.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

ekki gott

fékk uppsagnarbréf áðan... hvað gera skuldugir bændur þá?

Komin til vinnu aftur

og í þessu líka flotta veðri.. væri alveg til í að fara og nota nýja flotta sláttuorfið mitt í garðinum í dag. En þessu ræður maður ekki, sérstaklega ekki þegar maður veit ekki hvernig vinnumálin standa. Kemur í ljós.
Hjölli var farinn út kl átta í morgun - og fór 2x í sjoppu í gærkveldi - nýtur bílprófsins - ég líka. Mér finnst þetta bara snilldin ein !!!

Minni á Myndasíðuna af ferðalagi - svona rétt til að sýna hvar við vorum áður en ferðasagan verður sögð hér í góðu tómi og með meiri tíma til að blogga (sonur er með mér hérna)

Sjáumst knúsirnar mínar :o)

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Myndir á ferðalagi

hæ hæ
http://solargeisli.hexia.net/ eru myndirnar mínar sem ég sendi úr gemsanum. Hérna þarf ég ekki að logga mig inn til að pubblissa þær online eins og hérna :o)
Svo á meðan ég er í fríi http://solargeisli.hexia.net/ er staðurinn til að sjá nýjustu gsm myndirnar mínar og okkar og allra :o)
Allt gott að frétta annars, allir hressir gott veður gott að borða go skemmtilegt fólk :o)

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Þreyttur strákur

Sent með símbloggi Hex

mánudagur, júlí 03, 2006

Á greifanum

Erum a GreifanumB-)
Sent með símbloggi Hex