miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Magni bara snilld
og ég held að meginn þorri þjóðarinnar hafi kosið manninn, hafi vakað eða látið vekja sig til að senda nokkur sms, ég sendi örugglega um 25 stk
sorry
hvað ég er löt að skrifa. Ekki mikið um að vera, enn atvinnulaus, Gabríel á leikskólanum, Hjölli að vinna, svo highligts mánaðarins var að við fórum suður 1 dag í brúðkaup systur Hjölla, Vilborg vinkona gisti hjá okkur í 2 nætur, fórum norður sl helgi á réttir, Sylvía Ósk komin á drullumallara og mamma go pabbi kíktu í heimsókn.
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
bara bilun
en ég er í skapi til að horfa á Clueless myndina.... kannski er það Pollyanna sem rekur mig til þessa en ég er alveg jafn hissa og þið. En stundum þá bara rekur hið daglega amstur og þankagangar til þess að loka sig út úr öllum normal hugsunum og vera heiladauður í smá tíma.
Og hvað er þá betra en að horfa á þessa blessuðu mynd.
Nema ég á hana ekki - ein af þessum stundum sem ég vildi að ég ætti hana. Og ég veit að þegar ég er búin að fá hana "lánaða" þá er ég dottin úr þessum gír.
Ætti ég kannski að kaupa hana á dvd svo ég lendi ekki í þessu dilemma aftur í framtíðinni?
Og hvað er þá betra en að horfa á þessa blessuðu mynd.
Nema ég á hana ekki - ein af þessum stundum sem ég vildi að ég ætti hana. Og ég veit að þegar ég er búin að fá hana "lánaða" þá er ég dottin úr þessum gír.
Ætti ég kannski að kaupa hana á dvd svo ég lendi ekki í þessu dilemma aftur í framtíðinni?
laugardagur, ágúst 05, 2006
Ekki mikið að gerast
Ég er búin að vera frekar down eftir að ég frétti að Kíttið mitt hafi orðið undir bíl sl mánuð og ekki lifað slysið af. Þetta frétti ég sl föstudag (fyrir viku síðan) og var ég ekki í miklu hátíðarstuði frönsku helgina út af því. Hjölli var að vinna alla helgina og vorum við Gabríel bara heima í ró og næði þar sem ég gat fengið að gráta í friði yfir þessum örlögum knúsustelpunnar minnar. Ég auðvitað kenni sjálfri mér um, hefði aldrei átt að láta hana frá mér, en það bara þýðir ekki. Ég átti ekki um annað að velja þegar sú staða kom upp. Hún allavega fílaði sig vel á bænum go bóndinn var svakalega ánægður með hana og sá mikið eftir henni. Sem er huggun fyrir mig - henni leið vel þar.
Njótið helgarinnar :o)
- Annars er það að frétta að við fjárfestum í nýjum (úr kassanum) Ford Ranger pickup, mega fallegur bíll sem á eftir að nýtast okkur vel.
- Hjölli vinnur og vinnur.
- Við stoppum ekki lengi í R-vík næstu helgi, sennilegast fljúgum við um morgun og svo heim aftur um kvöldið. Ég fæ bara að koma seinna ein þegar hann er í fríi.
- Enn atvinnulaus
- Nóg aðgera sem "full time mom"
Njótið helgarinnar :o)