þriðjudagur, október 31, 2006

Happy Halloween

12:42
Það er svo rólegt eitthvað á skrifstofunni, matartíminn kannski veit ekki. Sá til sólar áðan, og var brutally minnt á það að fljótlega þá fæ ég ekki að sjá hana fyrr en aftur í janúar að mig minnir. En hún felur sig á bakvið fjöllin á þessum dimmasta tíma ársins...

Húsasmiðjan á sennilegast til kaffikönnu handa mér en minn heittelskaði sonur braut glerkönnuna um helgina og ekki er hægt að hella upp á kaffi. Sem betur fer drekk ég frekar cappuccino svo ég er ekki í bráðri koffeinleysishættu.

13:00

Og þá er friðurinn úti.. um leið og fólk var búið í mat, hefði actually verið næs að hafa svona kyrrð...

13:37

Mikið svakalega hlakka ég til að fá bílinn – þá get ég td stungið af í hád go komist út aðeins frá vinnunni, brotið upp daginn, er núna td með hausverk af súrefnisskorti, og búin að sitja á sama stað síðan kl 08:17 í morgun... fyrir utan nokkrar klósettferðir og teferðir

Happy Halloween!!!

mánudagur, október 30, 2006

Vel heppnuð helgi

12:20

Var að hefja hádegismatinn minn. Sit með bollasúpu, og sötra hægt, hún er svo heit... Og kók með, yumm. Djö gleymdi nefnilega makkarónuréttinum sem Hjölli eldaði í gær, hefði verið gott að hafa hann með í vinnuna og kjamsa á honum.

Helgin var afskaplega ljúf. Fórum “út að borða” á laugardag, semst hammara í sjoppunni á Reyðarfirði. Syni mínum finnst alltaf svo gaman þar, svo margt að skoða. Vildi óska að ég væri svona eins og hann – þarf svo lítið til að gleðja.

Tengdapabbi kom á fimmtudag og fór laugardagsmorgun. Hann var að selja Hvamm. Skrýtin tilhugsun að Hvammur sé ekki “option” lengur. Ekkert fiskerí þar eða hænur. Og maður á margar góðar minningar þaðan. Vona að nýjir eigendur fari vel með staðinn og hugsi um húsið og sálina sem þar er (draugana).

Sunnudag fórum við í sund á Eskifirði. Sonur minn er svo mikill selur, vatnið hræðir hann sko ekki. Hann vill ekki lengur fara í litlu rennibrautina – sú stóra er sko málið! Og bíllinn, litli leikfangabíllinn sem hann fékk á laugardeginum skildi sko með annars færi hann ekki í laugina!!

Við lékum okkur helling í gær, og hann er alltaf að bæta við í orðaforðann. “mamma le” þá á ég að lesa, “kubakuba” þá á ég að koma og kubba með honum, og núna er “mamma sa” þá á ég að koma og sjá. Svo eru bara fullt fullt af orðum sem hann er farinn að mynda, og hann reynir alltaf að herma. Litla ungbarna talið hans, semst “bullið” er hætt. Og hann er farinn að segja “já” og “nei” á réttum stöðum, þegar púkinn er sofandi... ef púkinn er til staðar þá notar hann “nei” frekar, og hlær ..... yndislegur!

föstudagur, október 27, 2006

Föstudagur

13:07

Rólgegt rólegt rólegt... föstudagur og ekkert um að vera. Sá sem ég vinn eða á að vinna mest fyrir lætur mig ekki fá nein verkefni, svo þegar ekkert er frá innkaupadeildinni þá hef ég ekkert að gera. Var að skoða jólatöfluna, og hef ákveðið að taka frí milli jóla og nýárs. Yfirmaðurinn verður í Ástralíu, svo það verður frekar lítið ef eitthvað fyrir mig að gera..

Og hvar er allt fólkið á msn... að vinna??? Össsss

13:41

Og tíminn líður ekki baun.. fæ ekki einu sinni meil..

14:17

Og tíminn stendur í stað. Var að útbúa “my personal safety plan” sem allir verða að gera og hafa nálægt vinnustöð sinni:

I will be committed to put safety as a priority,

I will not set a bad example for my co-workers ,

I will always think before I take an action and make sure I won’t put my own safety or others at risk,

I will respect speed limit and comply to all local traffic rules,

I will keep my desk organized as well my whole work environment,

I will deliver my best in order to fulfill the expectations of my position.

Þannig lítur það út…. Með dúllum og myndum og þessháttar sem ekki sést hér... Annars sit ég hérna og hugsa um nýja bílinn minn sem kemur með skipi næstu viku. Búin að hugsa allan skalann um hann, og er full tilhlökkunar um að fá þennan grip minn, er næstum búin að finna nafn á bílinn... Auglýsingin um jeppann á skipinu er búin að fljóta nokkrum sinnum í gegnum hugann, og ég hugsa bara “gvööð skildi bíllinn vera ein sjávarselta þegar hann kemur” en auddað ekki ... döööhhhh mar.

Fór á rúntinn í gær, tók bílinn hans Hjölla og fór á rúntinn, hækkaði í hátölurum og hafði það næs.. skildi vera kúl græjur í bílnum sem leyfa mér að hækka?? Já !! það eru það!!!

15:55

Jæja þá fer þetta að styttast. Og enn ekkert að gera. Samt einhvern veginn búin að vera að dunda, lengja verkefnin um helming.. er bara ekki vön að vinna svona hægt. Maðurinn minn þessi elska búinn að vera svooo duglegur í þessari viku, búinn að flísaleggja þvottahúsið okkar! Mega magnað skal ég segja ykkur! Og svo keypti þessi elska mp3 spilara handa mér, þar sem ég má ekki “streama” útvarpið og má helst ekki adda tónlist á vélina hérna. Málið er að þó ég mætti stríma og adda tónlist þá er ég bara ekki viss um að þessi vélarelska myndi ráða við það...

Leikskólar... já ég er búin að fylgjast með 2 sona móður í Reykjavíkinni fara ílla úr þeim málunum. Hélt að það myndi ekki vera svona úti á landi.. Það var þá blekkinging.. Núna þegar ég er í vinnu þá vil ég hafa málin þannig að ég geti sótt son minn á réttum tíma. Fékk td að breyta vinnutímanum svo ég geti farið með hann og sótt hann – nema þá þarf Gabríel að vera skráður frá kl 07:45 til 17:15 á leikskólaum, ég er alltaf 20 mín að keyra á milli. Nema hvað, við fyllum út svona tímabreytingamiða, og ekkert mál fyrr en leikskólastýran ullar því út úr sér að þetta taki ekki breytingum fyrr en 1. des...!!! ég hélt mér hefði misheyrst .. nei – 1. des er það heillin – þar sem við breyttum ekki fyrir 20 þessa mánaðar!!! Omg – heill mánuður í breytingu!!! Hvað er málið???

fimmtudagur, október 26, 2006

úr vinnunni

Hérna er ég í nýju vinnunni minni. Ekki mikið um að vera í þessu starfi. Vona að ég nái samt að læra það fljótt sem þarf að læra en það er mest megnis aftreitt á mánudögum og þriðjudögum…

Og ekki mikið hefur breyst – reykingapásum hefur ekki fækkað á þessum bæ hjá fyrrum samstarfsmönnum mínum. Sem betur fer er ég ekki í sama hóp og þau svo ég finn ekki fyrir því lengur þegar þau fóru svona oft út. En ég man bara hvað það fór rosalega í taugarnar á mér. Og ég taldi skiptin og reiknaði tímann og það nam um 2 klst sem fóru bara í smók... mér fannst það nokkuð mikið, því svo bættist við matartíminn sem er um 30 mín.

Ég er búin að leggja inn pöntun á nýjum Polo J mega gleði! Og auddað er hann svartur og sætur, vildi ekki gráan þó hann sé oggó praktískur, né grænan.. svartur varð fyrir valinu

En til að hryggja mínar elskur í Reykjavíkinni þá fæ ég hann með skipi. Ég kem ekki suður til að ná í hann. Ég ætla bara að koma ein aftur einhverja helgina til að versla í flottu búðinni okkar!!

En ég hlakka svo til að fá minn litla stelpu bíl, nýjan, glansandi með nýtt og glansandi lakk, nýrri lykt að innan og nýtt áklæði og og og ......

þriðjudagur, október 24, 2006

smá breytingar

ég átti yndislega helgi. Fór suður til að vera við útskrift Dóu elskunnar. Þó svo hún mátti bara taka 2 með sér á athöfnina sjálfa þá samt er þetta stór dagur og gaman að fá að taka þátt í þessu líka!
Flaug suður á föst morgunn, átti góða stund með Röggu minni, sem er alveg mögnuð manneskja. Við átum á okkur gat á brilliat pizza stað - og slúðruðum mikið :o)

Föstudagseftirmiddagurinn fór í dekur og leti hjá Dóu og Önnu. Anna er svo mikill snyrtisnillingur að ég er með nýplokkaðar og litaðar augnBRÚNIR og gaman að fá að fylgjast með henni að störfum , ss vaxmeðferðum og þessháttar... ég á myndir en þær eru ekki ætlaðar viðkvæmum sálum.

Laugardag var startað í rólegheitum, Dóa gerir sig klára fyrir athöfn og fer í glæsilegan upphlut sem er í eign ömmu hennar. Sjálf verður hún hin glæsilegasta og stoltir foreldrar fylgja henni til útskriftar. Við Anna Kringluðumst á meðan þar sem ég fékk að misnota vísað hennar í brilliant búð Evans. Kaffihús með yndislegu kaffi og himneskri köku...

það sem var möst í Reykjavík var pizza og kaffihús, Ragga reddaði því strax á föstudeginum, en alltaf má endurtaka góða hluti :o)

Við Anna elduðum okkur læri, og hún farðaði okkur, svo flott hjá henni! Hún er bara snillingur stelpan!!
Héldum út á lífið, afskaplega hressandi, en þar sem ég átti snemma flug og var ekki að drekka (þar sem ég drekk ekki) þá fór ég snemma heim, þær stöllur voru á tjúttinu frameftir.

Gott að sjá þá feðga taka á móti mér á vellinum. Litla mömmuhjartað barðist ótt þegar hún sá littla gullmolann sinn, og knúsaði hann og fékk líka sovoooo stórt knús til baka að ekkert þá meina ég ekkert getur komið í stað þess eða verið í líkingu við það.

Talandi um gullmola.. þá er hann á þeim aldri, að hann finnur dót, sem honum þykir spennandi, og fer með það. Ok. ég fann hringinn minn, en ég get ekki sett símann minn í hleðslu þar sem millistykkið á hleðslutækið vantar, svo ýmislegt fleira sem maður er að finna á hinum ýmsu stöðum og aðrir hlutir sem maður finnur bara alls ekki.... maður þarf að hugsa alveg frá grunni , hvenær var sá tími sem hann hafði aðgang að þessu, hver var hans næsta hreyfing og hvert.... og svo fikra sig eftir því... getur verið nokkuð snúið...

Ok.. já ég er byrjuð að vinna - næstum því í gamla jobbinu hjá Bechtel, en ekki alveg - fínt barasta.

fimmtudagur, október 19, 2006

Loksins loksins

ég er að fara suður trallallaaaaa!!!! Dóa mín er að útskrifast og Hjölli fann pening til að senda mig suður, far soldið fljótur að finna hann, datt barasta í hug að hann væri dulítið feginn að losna smá við mig. ha ha ha
en ég fer ein suður, sonur og maður heima í kósíheitum.
Hlakka svo til !
2 sem ég þarf að gera, kaffihús og pizza..

sunnudagur, október 08, 2006

Ótrúlegt....

Fékk þetta sent í e-maili frá Röggu vinkonu, og svo ótrúlega vill til þá er hún ekki sú eina sem kannast við þetta... :

Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp : Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".

sunnudagur, október 01, 2006

bloggleti

Fann þetta á Pöddulíf....

You are


sko... ég er að kafna úr bloggleti..