fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Til umhugsunar...
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Ætla að kaupa jólamandarínukassa á morgun..
Sko... ég er í vinnunni, klukkan er bara 09:25, og ég sit og les blogg, les moggann,.. fæ mér te og less blogg. Langar ekki kaffi, er frekar áhyggjufull vegna þess, ekki líkt mér að vilja ekki kaffi. En gæti verið kvefið að tala.
Er búin að heyra í nokkrum yndislegum manneskjum í morgun, aðallega á msn, en þær eru heppnar og eru bissí að vinna. Mér finnst þetta ekki sniðugt lengur.
Annars er allt hið besta að frétta. Áætlað er að fara í Mývó helgina 8-10 des í laufabrauðsgerð. Þá ætla ég að klára jólagjafastússið, hitta fólk og njóta jólafílingsins. Það er ekkert planað að fara um jólin eitt eða neitt. Langar helst að slappa af heima hjá mér. Ég þarf að sitja á mér að byrja ekki að spila jólatónlistina. Og er í startholunum með seríurnar. Vika til stefnu...
mánudagur, nóvember 20, 2006
Enn einn mánudagurinn....
Góðan daginn og “gleðilegan” mándudag
Ég er mætt,.. aftur .... í vinnuna mína þar sem ég upplifi mig sem þann ónýttasta starfskraft veraldar í augnablikinu. Komin klukkan 08:20.. og fæ mér kaffi, les moggann á netinu, les blogg, athuga póstinn, les meiri blogg, fasteignaauglýsingar og atvinnuauglýsingar. Og klukkan er bara 09:20... klukkutími liðinn. Blehh.. . This will be a very long day. Bólar ekkert á yfirmanni mínum. Já einn dag sl viku mæti ég of seint og þá var hann hérna, “Gudrun I missed u this morning” - en hinir dagarnir, sem ég er hérna , er ég algjörlega atvinnulaus.
Annars mætti ég ekki í 2 daga sl viku vegna veðurs, go ég skammast mín ekkert fyrir það. Nema ég varð hálf hvummsa þegar ég heyrði að það væru rútuferðir á milli Fásk og vinnunnar. Hafði ekki hugmynd um það. En litli bíllinn minn er ekki glaður í svona færð. Þetta er jeppafærð og ég nappaði Fordinum í morgun, mega gella á jeppa :o)
Helgin var ljúf eins og alltaf. Sonur glaður og kátur. Ætluðum að versla á laugardaginn en Gabríel svaf frá hálf eitt til hálf fimm. Þá var orðið of seint að brenna til Egs að versla, fórum í gær í staðinn. Sonur vill sofa svona vel regluelga. Við höfðum vaknað snemma um morguninn, fórum og hömuðumst í íþróttahúsinu. Þá var minn bara búinn og steinsofnaði eftir pastadiskinn sem hann fékk í hádeginu. Það besta er að þetta hefur engin áhrif á hans 12 tíma nætursvefn. Gott að hann getur sofið þessi elska.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Blehhhh
Og þetta vaknar maður upp við:
Ætla sko að fara í hádeginu eitthvað út. Fór ekkert í gær, ætlaði að spara peninga og bensín, en þess í stað, var dagurinn helmingi lengur að líða, ég helmingi pirraðri, og þá er bara spurningin um hvort það sé virkilega þess virði, að spara peninga og bensín??
mánudagur, nóvember 13, 2006
Mánudagur til myglu #2
Ok nú er ég komn með dúbíus plott “hvernig get ég stungið af úr vinnu án þess að bossinn fatti” þá verð ég no 1. að bíða þar til hann fer á fund.. no 2. RUN FOR IT!!!!
Seriously... klukkan er 15;42 og ég er ekki búin að gera HANDTAK síðan 11 í morgun. Þetta er náttla bara ekki sniðugt. Sit og bora í nefið, laumast á netið, sem ég má eiginlega ekki gera. Ég SAKNA Tæknivals, og þeirra hlunninda sem þar voru, eða Netx sem ég var minn eiginn herra. Omg omg omg ég meika ekki marga daga af þessu....
mánudagur til myglu
“Viðvörun: Búist er við stormi” er ég orðin leið á þessum orðum... þokkalega. Eina sem maður hefur heyrt í 3 daga .. “veðurhorfur næstu daga, viðvörun búist er við stormi.....” Og svo brestur allt á, húsið mitt færist til um 5 cm í hverri hviðu, ég fljótlega get sagst eiga heima á Hamarsgötu í stað Skólavegs, (Hamarsgatan er gatan fyrir neðan mig) Og oft um helgina var ég viss um að ég og mínir myndu enda úti á firði. Mér leiðist vetur. Snjór og allt sem honum fylgir. Kuldi, gustur og bleyta. Klakabrynjur og hor.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
föstudagur, nóvember 03, 2006
jibbí skibbí
Jámm ég á nýjan lítin svartan bíl bíl !!!
Var að koma aftur frá Heklu á nýja bílnum mínum – geggjað! Lítill Póló, alveg nægilegur fyrir mig og mínar þarfir. Meira pláss aftur í honum en í impnum, svo kannski hætti ég að slá hausnum á barninu mínu í bílinn núna þegar ég set hann í aftursætið. Svo þegar átti að fara að kvitta þá kom það í ljós að Hjölli var skráður fyrir impnum svo hann varð að kvitta – sem betur fer hafði ég lokkað hann með mér á bílasöluna!
Núna – aftur við borðið mitt – hugsa ég bara um að komast á rúntinn. Og þar sem það er nákvæmlega ekkert að gera þá hreinlega finn ég til...
Svo ég bara föndra tímaskrýslu í excel, bara að dútla.
Núna þegar pengerne eru komnir á reikn þá get ég borgað það sem ég skulda í dag :D en ég geri það ekki hérna í vinnunni þar sem allir eru með augun á allra skjáum og ég hef engann áhuga á að gera neitt solleis hérna. Auk þess sem ég veit ekkert hvernig þeir monitora netið og hef engann áhuga á að skilja eftir lykilorðs cookie á servernum hérna!. Svo elsku Blíða – takk fyir lánið og biðin er senn á enda legg inn á þig í kvöld :D
15:18
Bleeehhh – ætlaði að borga reikn – glatað þegar dagurinn líður svona nákvæmlega ekki neitt. Og hvað – nema það að heimildin dottin niður – seriously!! Hvað ef ég hefði nú ætla að halda mig við að borga reikn í kvöld?? Ekki gott ekki gott... En þær eru svo yndislegar að redda þessu fyrir mig.. þe heimildinni – ha ha hvað ætli sé langt síðan ég fór yfir núllið HA HA HA HA HA HA
Það fyndna er samt að heimildin og nú bíllinn minn nýji eru einu skuldirnar á kennitölunni minni ! (fyrir utan RÚV skuld dauðans)
15:54
Þá fer þetta að koma – 30 mín eftir.. kannski sting ég af fyrr ef bossinn stendur einhverntímann upp frá tölvunni. Fyndið. Maðurinn sést varla alla vikuna og svo akkúrat núna þá situr hann sem fastast !
16:30
Ok now I am getting nervous... heimild ekki upp enn... ekki gott L Og mig bara langar til að borga reikn og stinga af... á nýja bílnum...
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Á sjó.....
Omg.. er bara ekki í stuði til að vinna. Er of spennt/stressuð vegan nýja bílsins míns. Alltaf þegar ég geri svona fjárfestingar þá fer alltaf í gegnum kollinn “get ég þetta, hef ég efni á þessu” ég er búin að liggja yfir þessu og hugsa fram og aftur, aftur og fram, hægri vinstri snú og alles og kem alltaf að þeirri niðurstöðu “jú ég get þetta alveg” - nú ef eitthvað gerist sem setur strik í reikninginn þá er hægt að selja bílinn aftur ekki satt? – ss atvinnuleysi, hugs hugs... já atvinnuleysi (það eina sem mé dettur í hug sem gæti breytt áætlun minni)
Bíllinn minn er enn á sjó.... grátur grátur, er ekki von á honum í land fyrr en 7 í kvöld... – þá er skipið allavega sólarhring á eftir áætlun....