sunnudagur, apríl 29, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Sonur minn er yndislegur...
átti stórkostlegan morgun með honum í morgun. Málið er að sumir morgnar eru erfiðari en aðrir, og þessi gæti jafnvel talist einn af þeim. En það veltur alltaf á því hvernig litið er á málið. Í mínum augum var hann hrein snilld, sem sýnir hvað sonur minn er alltaf að verða sjálfstæður í hugsun, hvað hann getur verið skemmtilegur og uppátækjasamur. Og þegar maður hugsar um það þá eru flestir morgnar svipaðir þessum, nema hann finnur alltaf upp á einhverju nýju... ótrúlegur!
mánudagur, apríl 23, 2007
rugluð... kannski
sko ég fékk þá flugu að fara aftur í skóla. Og það sem heillar mig mest er lögfræðideildin á Bifröst... Og þá er náttla komið upp hjá manni.. "hvað er maður að spá..? " ég kæmist aldrei þar inn, og ef maður svo ótrúlega vildi til kæmist inn þar sem einhver í inntökudeildinni hafi verið í snilldargóðu skapi, hvað ætli maður eigi erindi í þessum geira? hefur maður gáfur til að klára svona pakka?? Nú er ótrúlegasta fólk að taka sálfræði (nei ekki þú dóa - þú ert snillingur) fólk sem maður hefði haldið að væri ekki í meðallagi gáfað. Svo maður fær smá örvandi púst með að maður gæti nú klórað sig í gegnum þetta - hef alltaf átt auðvelt með að læra.
Nú í bjartsýniskasti sótti ég um. Þæglegt aðgengi þar. Hugsaði sem svo að þetta væri kúl lausn á bráðabirgðartíndílausulofti stöðunni sem ég er í. Vinnan mín er ekki að virka, húsnæðið mitt er of dýrt, ég er sennilegast að fá magasár af stressi, svefn er eitthvað sem ég man ekki hvað er, og að borða holt (að borða yfir höfuð) er lúxus sem ég man eftir í blörrí minningu. (ekki misskilja - sonur er í góðu yfirlæti - ég passa það) Þessu öllu sópa ég undir teppi þegar ég hitti son minn sem er allt of sjaldan, spukulera í að hengja á hann mynd af mér til að minna hann á hvernig ég líti út. (það er partur af "vinnan er ekki að virka")
Þarna er skóli, húsnæði, leikskóli og ég ekki að vinna 24 tíma frá syni minum á daginn.
- er ég rugluð.... ?
laugardagur, apríl 21, 2007
í góðu yfirlæti
oki.. er búin að vera crappy undanfarið í skrifum. En vona að myndir hafi komið í staðinn :) Erum í sveitinni. Var að vinna í dag. Ekkert að gera.l
Búið að ganga upp og niður. Sumir dagar eru frábærir, aðrir crappy. Ég hata peninga, meira en allt annað. Þeir gera ekkert annað en að draga úr manni. Og maður er ekkert afskaplega í bloggstuði þegar maður hefur ekkert gott að segja. Þess vegna setur maður bara inn fallegar myndir af syninum sem er sólargeislinn í lífinu þegar maður hefur fátt annað. Og við eigum góðar stundir, eins og td á sumardaginn fyrsta, rosa gaman að fá sér ís, og hann mundi sko alveg hvernig það hafði verið að fá sér ís! Við hlógum mikið. Hann er það besta.