Jamm - fékk alveg frábæra heimsókn frá Svíþjóð :) Áttum rólega og góða daga þó stutt heimsókn væri. Gabríel var hjá mömmu og pabba á föstudag og fórum við uppeftir að sækja hann á laugardaginn. Öllum kom vel saman og hefði ég alveg viljað hafa hann lengur í heimsókn. Svona skyndihugdettur eru alltaf bestar - ánægjulegt því ég átti ekki von á honum fyrr en í september - en hann kemur bara aftur þá ;)
Svo núna er ég byrjuð að vinna - var bara fínt að koma aftur og Gabríel ánægður með að fara í skólann.