þriðjudagur, júlí 31, 2007

Snilldar helgi að baki :)

Jamm - fékk alveg frábæra heimsókn frá Svíþjóð :) Áttum rólega og góða daga þó stutt heimsókn væri. Gabríel var hjá mömmu og pabba á föstudag og fórum við uppeftir að sækja hann á laugardaginn. Öllum kom vel saman og hefði ég alveg viljað hafa hann lengur í heimsókn. Svona skyndihugdettur eru alltaf bestar - ánægjulegt því ég átti ekki von á honum fyrr en í september - en hann kemur bara aftur þá ;)
Svo núna er ég byrjuð að vinna - var bara fínt að koma aftur og Gabríel ánægður með að fara í skólann.

laugardagur, júlí 28, 2007

Myndirnar okkar Gabríels

jámm ég sko flutti þær af yahoo yfir á flickr þar sem yahoo lokar sínu dóti og er semst að breytast í flickr. en ég er allt of löt við að laga linkana á bloggum okkar Gabríels svo ég pósta síðuna hérna svo þið getið allavega fundið myndirnar :)

föstudagur, júlí 27, 2007

ánægjulegar uppákomur :)

jamm - sit heima og bíð eftir að klukkan verði 18:50 :) Gabríel er farinn í sveitina og ég er að farast úr spenningi. Þegar hlutir gerast svo snögglega - já þá meina ég ánægjulegir hlutir þá getur maður varla sofið af spennu :)

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Two best friends


Hekúles and Gabríel

sunnudagur, júlí 22, 2007

föstudagur, júlí 20, 2007

Mývatnssveit


Where my parents live

fimmtudagur, júlí 19, 2007

sumar og sól í sveitinni


og ég er enn í fríi, að gera nákvæmlega ekki neitt. Fórum á rúntinn í dag á Húsavík, þórhalla systir og mamma komu með. Geggjað gott veður. Gáfum öndunum brauð, fengum okkur snæðing á bryggjuveitingahúsi sem ég er ekki alveg klár á nafninu. Skoðuðum í tuskubúðir, gengum um, og nutum veðurblíðunnar. Gabríel alveg yndislegur eins og venjulega. Þótti gaman að væflast í kringum endurnar.

Sætastur!



laugardagur, júlí 14, 2007

Sumarfrí - sweeeet !!!

jahá það er sko búið að vera notalegt í fríinu. Við mæðgin erum búin að liggja í leti nær allt fríið. Útilegan í Vaglaskógi var náttla bara snilldar byrjun á góðu fríi !! Og þar sem ég er í letikasti svo ógurlegu þá hafa myndir þaðan ekki ratað inn á netið enn.
Við Gabríel erum búin að vera mest á flakki á milli Akureyrar og Mývó.
Snilldarveður sumar og sól... Hrikalega skotin, lífið skemmtilegt og gaman að vera til :)

Awesome day



Life is sweet



fimmtudagur, júlí 12, 2007



sunnudagur, júlí 01, 2007

Finally asleep


First night in a tent