sunnudagur, september 30, 2007

helgin búin.


já og hún var nú frekar tíðindasnauð. Plön breytast - getur alltaf komið fyrir. En allavega var ég að vinna á laugardaginn og Gabríel var hjá pabba sínum á meðan. Gekk held ég bara ágætlega nema sonur vildi ekki sofa. Hann var því þreyttur og í "nei" skapi þegar hann kom heim. Það var nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni á laugardaginn.

Í dag vorum við vöknuð um átta og komin á ról. Hann naut þess að vera heima go horfa á Pingu.. Þar sem Tinkívinkí, Itchy, Lala og Pó eru ekki á rúv eða skjánum þá lætur hann sér nægja Pingu.

Fengum okkur bæði blund eftir hádegið. Vaknaði nokkrum sinnum í nótt við skemmtileg sms, svo var dulítið sybbin.

Fengum okkur rúnt í Jólahúsið eftir blundinn okkar. Ég nýt þess svo að fara þangað. Gabríel elskar staðinn, jólabarnið í okkur báðum ;) - hvern skyldi gruna það haha !! Hann meira að segja kyssir einn snjókallinn bless í kveðjuskyni þessi yndislegi strákur minn.

Svo er íbúðarmálum reddað í bili.. Pabbi þekkir mann sem er að missa leigjanda út núna mánaðarmót okt nóv :) og ég mun taka við þeirri íbúð :) hún er hér í lundunum líka sem betur fer - enda íbúð sem þýðir stærri en á sömu kjörum !! ég er svo sæl með þetta ! Ætla að skrá mig í Búseta á mánudaginn (morgun) en það gæti alveg eins verið löng bið á íbúð frá þeim. Svo ég tek enga sénsa með þessa hér.

Þannig helgin stutt en góð.

laugardagur, september 29, 2007

laugardagar til leti ...??

ó nei ekki á mínu heimili. Sonur vaknaður á sínum venjulega tíma - milli sjö og átta. Samt merkielga rólegur á því, naut þess að hafa mömmsuna sína heima og kúra í mömmubóli, horfa á barnaefnið þar inni. Hann var á því að við myndum eyða deginum saman. En svo svo sá hann mig fara í sturtu og gera mig klára eins og á virkum degi. Þá kom í honum "ligggikki skólann" (vil ekki skólann) ég fór að skýra út fyrir honum að ég færi að vinna en hann myndi hitta pabba sinn á meðan. Hann fór þá að tala um að fara í bílinn, fara til afa og ömmu, fara í sund. Hann vildi eiga mig í dag. En þegar ég fór að skýra betur fyrir honum þetta með vinnuna og pabba hans þá varð hann sáttur, og fór að taka til fullt af bílum til að hafa með. Þá byrjaði ballið með að skýra út fyrir honum að hann færi ekki alveg strax.. þyrfti að bíða - en svona litlir menn geta ekki beðið.. Fór ég með hann inn í eldhús og sýndi honum klukkuna. (hann er þegar byrjaður að benda á klukkuna og spyrja "hvað er klukkan mamma" )
Ok ég benti honum á litla vísirinn og sagði honum að þegar hann yrði kominn á töluna 10 og bendi á 10 þá myndum við fara. (klukkan var 9)
Svo kom hann alltaf reglulega og kíkti áklukkuna til að sjá hvar vísirinn væri... mikið gaman að þessum snillingi mínum :)
Allavega hann er með pabba sinum í dag og vona að hann njóti þess.

fimmtudagur, september 27, 2007

í föstum skorðum

sonur kominn heim, hess og kátur að vanda. Sótti hann á þriðjudaginn og fékk að hafa hann inni á miðvikudag í skólaum. Leigusalinn minn er að fara að setja íbúðina á sölu... svo enn og aftur fæ ég að kenna á einhverju sem ég fæ bara ekki ráðið við. Losa mig við bílinn og húsaleigubætur detta niður... losa mig við euroskuld og íbúðin er seld.. mér finnst þetta vera komið gott. takk ekki meir!! "what doesnt kill u only makes u stronger" - hell hvað ég verð orðin sterk kona í restina!! - fæ sennilegast hár á bringuna ef þessu heldur áfram..
Samt er gaman að vera til í dag.
Jákvæðir hlutir gerast hjá þeim sem hugsa jákvætt.

mánudagur, september 24, 2007

Skítaveður...

það er skítaveður úti ...
-varð að deila því með ykkur....

músin mín enn veik

já ég kom ein heim í gær. Knúsin mín er enn lasinn. Er hjá afa sínum og ömmu í góðu yfirlæti. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að vera ein heima án hans. Er eitthvað svo tómlegt.

Hef mikið verið að spukulera í hlutunum. Spá, velta fyrir mér á allan hátt. Alltaf kem ég á sömu niðurstöðu; samband Nei Takk. Vil bara lifa lífinu í augnablikinu og njóta þess að vera til. Njóta þess að vera heima hjá Gabríel.
~

laugardagur, september 22, 2007

í mývó

á laugardagskvöldi og hef það næs. Með kaldan bjór, tölvuna mína, fulla af alls kyns þáttum, er að horfa á Charmed atm..
Gabríel er lasinn. og ég meina LASINN. Ég vona bara að hann verði orðinn góður fyrir mánudag en so far er ég ekki viss um að það náist. Ef hann hefði verið svona lasinn á Cornell helginni þá hefði ég flogið heim til að vera hjá honum. Sat með hann í allan dag. Og greyið var ekki einu sinni að ná að sofa.
En sem betur fer sofnaði hann vel í kvöld og vonandi sefur hann í alla nótt.
eníveis - allt í góðu hér. Vildi ekki vera annarsstaðar tbh... :)
Eigið góða helgi elskurnar mínar...

föstudagur, september 21, 2007

Ný lína...

______________________
og hér með dreg ég nýja línu í mínu lífi....
Ég kláraði að opna fyrir þær tilfinningar og sárindi sem ég hef og hafði byrgt inni síðan í sl desember. Ég sagði mínum fyrrverandi alveg hvernig mér leið, líður og hafði liðið. Hlutir sem ég hafði setið með og setið á alla þessa mánuði.
Ég vona að hann nái að skilja og virða það sem ég hef sagt honum, að hann virði mig, komi á móts við mig svo við getum átt heilbrigð og eðlileg samskipti Gabríels vegna. Ég er búin að hreinsa fyrir mínum dyrum. Og núna er ekkert nema horfa framávið og hlakka til nýrra og spennandi hluta í lífinu!

fimmtudagur, september 20, 2007

Fjör á Fásk

af Vísir.is:
"Mikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði

Mikil lögregluaðgerð stendur nú yfir á Fáskrúðsfirði eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan.
Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst.
Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta.
Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni.
Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni
"
~ náttla þegar maður er fluttur gerist eitthvað...

miðvikudagur, september 19, 2007

Félagslíf....

óska eftir félagslífi.... vinsamlegast hafið samband við mig.

Fann þennann í gömlum pósti...

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það ?"spyr apótekarinn.
"Ég ætla að gefa manninum mínum það því hann er byrjaður að halda fram hjá mér".
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess",segir apótekarinn "jafnvel þó hann sé fari nn að halda fram hjá þér."
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans. "Ó"segir apótekarinn"ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil "!!!!!!!!!!!!
~ klassískur

Hillur..

vinkona mín fann hilluna sína. Ég öfunda hana af því. Ég hélt ég hefði fundið mína hillu, en svo reyndist raunin ekki vera. Henni var stolið all harkalega af mér. Og í þessari stöðu sem ég er í núna er ég ekki viss um að þetta sé hillan mín. Ég sé mig einhvern veginn ekki í anda svona eftir 20 ár. Mér líður eins og þetta sé millibilsástand hjá okkur mæðginum. Ég er ákveðin í að fara í skóla, ég vil kaupa mér íbúð, en málið er vil ég vera á Akureyri í framtíðinni (ekki Reykjavík svo við séum með það á hreinu) eða vil ég búa erlendis?? það er svo margt sem lífið hefur uppá að bjóða og þó svo barn sé í myndinni þá er það ekkert til að stoppa mann!

þriðjudagur, september 18, 2007

sokkabuxur

jamm - í morgun tróð ég litla barninu mínu í sokkabuxur - húfu og alles klar.. stigum út í bíl og vá - á vegg!! 7 stiga hiti úti!
Sit í vinnunni, gott veður, sól smá vindur. Kaffibrennslulyktin læðist inn hjá okkur. Minnir mig svo á þegar maður var lítill og kom í bæjarferð með mömmu og pabba. Man hvað mér fannst frábært að koma hingað og finna lyktina. Spes lykt hérna. Eins og New York er með spes lykt og Washington DC líka
- mér finnst ekki góð lykt í Reykjavík...
Í gamla daga komum við mamma með rútu til Ak fyrir jólin. Verslunnarleiðangur. Dagsferð. Man hvað mér fannst þetta frábærir dagar. Man þegar mamma keypti handa mér bláa dúnúlpu - fékk ekki Millet, en þessi var alveg eins góð. Og í sömu ferð gaf mamma mér Madonnuplötuna "who's that girl" vá ég man hvað ég fannst ég vera heppin.
- hef alltaf átt yndslegustu foreldra í heimi! Vonandi næ ég að skapa sömu eða samskonar minningar hjá syni mínum....

mánudagur, september 17, 2007

"Lambhúshetta"

oki - stafsetningarvilla í póstinum hér að neðan... og þegar ég gúgglaði "lambhúshetta" fæ ég þessa slóð upp : http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5357 "Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?"
Þar td stendur: "Önnur hetta svipuð venjulegu lambhúshettunni er mývatnshettan. Hún er þó að því leyti frábrugðin að hún er með hökustalli og breiðum kraga sem fellur niður á herðar og axlir og er þess vegna miklu skjólbetri. Mývatnshettan var notuð í Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum en lítið annars staðar."
- merkilegt....

eitthvað ....

týpískur mánudagur í fólki í dag. Fólk er frekt, úrillt, því er kallt, og það er blankt. Og þetta á allt við um mig líka. Hristi það af þegar ég hitti soninn eftir vinnu. Maður er barasta ekki sáttu á að það sé kominn vetur. Ekki haust, við fáum ekki haust hérna fyrir norðan, við sleppum haustinu, regninu, og fáum bara snjó, rok, frost og snjó. Meira að segja sonur fór í skóna sína í morgun sem hann hefur ekki viljað fara í; loðfóðraðir skór, nýjir sem afi hans gaf honum. En þegar kuldaboli bítur í bossann þá er sko ekki málið að fara í skóna, og það sem meira er - setja upp lambúshettan sett upp - sem hann vildi ekki fyrir sitt litla líf setja upp um daginn..

miðvikudagur, september 12, 2007

snjór...

það er snjór í fjallinu...

sunnudagur, september 09, 2007

Chris Cornell


og þá eru tónleikarnir búnir, og þvílík snilld þeir voru! Cornellinn er bara snilld, og þeir sem spila með honum eru snillingar. Þetta var ógleymanleg stund, sem var þess virði að bíða eftir. Þökk sé símatækni þá gat maður tekið myndir, vídeó, og horft á heima á eftir og upplifað tónleikana aftur. Þessa mynd tók ég. Einnig var ég með Dóuna mína í símanum á góðum stundum, þar sem hún var fjarri öllu gamni í Amsterdam. Anna var með Elvu í símanum líka - þar sem hún er í Danaveldinu.
~

Já alveg snilldarstund sem við áttum þarna og lifi á þessu lengi.

laugardagur, september 08, 2007

To Gabríel, thanks


Chris Cornell

Chris Cornell ~ Að árita




sápustykki...

ok þar kom að því að ég gerðist sápustykki. Þetta var bara orðið of mikið, of hratt, of snemma. Ég er stelpa ný komin úr sambandi til 10 ára, og er að njóta lífsins með syni mínum. Opnum huga fyrir nýjum vinum en ekki einhverju sem festir mig niður og bindur báða fætur og hendur saman á einn stað. Hann tók of fast um mig og mínar tilfinningar og ég "blúbb" skaust upp í loftið og flaug í burtu...
Er í Reykjavík, er að fara á Chris Cornell, fékk mér öl í gær og er með loðna tungu núna..

miðvikudagur, september 05, 2007

Til hamingju Jóhanna!!

Besta vinkona, til hamingju með þetta allt saman!!!

auðvitað..

er snilldar veður núna þar sem þetta er sennilegast síðasti dagurinn í veikindum. Var að borga reikn sem er aldrei gaman. Skyggði aðeins á sólina.
Helvítis vísakortið er enn með stæla, alveg sama hvað maður borgar af þessu drasli skuldin á því minnkar aldrei.
Reykjavík um helgina, hlakka til. Vona að ég hitti gellurnar í saumó - þær eru svo hressar og skemmtilegar!

þriðjudagur, september 04, 2007

heima í dag..

lasin með lasin son. Ekki gott. Er að stressa mig út af vinnunni, helginni, syninum, Dalvíkinni, tónleikunum, allt of mikið að gera en ég er lasin.. ekki tími til að vera lasin... ekki gott.
Ætlaði að fá frí nk föstudag, er ekki komið í ljós enn og er ekkert kát yfir að vera ekki í vinnu til að vinna upp föstudaginn....
en þetta reddast...