jæja - enn einn föstudagurinn runninn upp - áður en ég veit af verða jólin komin og farin - þetta er svo fljótt að líða !
En í kvöld er jólahlaðborð EJS - gaman gaman - nokkur singletons ætlum að skemmta okkur :) Soldið skondið að ég skuli ekki hafa djammað með þeim áður - nema í Búdapest.
Sonur fékk að fara með afa sínum og ömmu í sveitina - ógó hamingjusamur með það fyrirkomulag :)
'Eg fer líka uppeftir á morgun - laufabrauðshelgi - löngu ákveðið :)
Svo núna sit ég og sippa Carlsberg - bíð eftir Írisi og ætlum við að skála í rauðvín hjá Önnu áður en haldið er á Kea í hlaðborðið :)
var að tala við dömuna sem er í heimsókn í Danaveldi og lá vel á þeim þar í ölinu á kósi stað sem selur 2 fyrir 1 í allt kvöld - mikið vildi ég að ég væri þar hjá þeim að kjafta :)
Akureyri var eins og í svona snjókristalkúlu í morgun, snjór yfir öllu, frost og hrím. Jólaseríur, dimman og stillt veður.