Alveg snillar helgi að baki! nammi, sof, tölvan, barnaefni, hlátur og skvaldur, máluðum, kubbuðum, spiluðum, alveg quality time helgi hjá okkur.
Fórum í bíó að sjá myndina um Ævintýri Despereaux og hún er alveg æði. Við Gabríel skemmtum okkur konunglega, með poppið okkar, nammið og kókið. Ég skemmti mér alltaf jafn vel á þessum myndum og börnin!
Fórum í jólahúsið í gær, vá hvað ég elska þennan stað. Lyktin, dótið, tónlistin, andrúmsloftið þarna inni. Kveikt upp í arninum. Ég elska jólin, mér líður alltaf svo vel. Nánast eini tíminn á árinu sem maður er bara. Friður sem ríkir hjá manni, og það færist yfir á sálina og í hjartað. Í öllu stressi sem fylgir nútímanum, þegar maður er orðinn fullorðin. Og að fara í jólahúsið finn ég alltaf fyrir þessari góðu tilfinningu sem ég fæ um jólin. Ég gæti setið í stólnum sem er niðri við tréð, undir gauksklukkunni, endalaust og bara látið hugann reika.. reyndar þegar sumir litlir eru með þá er ekki alveg tími til þess. En ég smitast alltaf af hans barnslegu gleði yfir öllu fallega dótinu þarna. Ég kem endurnærð úr ferðum í jólahúsið, þó við stoppum ekki lengi við.
Annars er bara við það sama. Bíllinn minn er stríðinn, fer stundum í gang við fyrsta sviss, og stundum ekki. Og núna erum við búin að komast að því að hann er ekki rafmagnslaus því á föstudaginn þá vildi hann ekki fara strax í gang, og þegar ég var búin að kalla út herliðið til að starta honum (Hallur í EJS) þá var ég eitthvað að jugga lyklinum í svissinum á meðan ég beið eftir Halli og kvikindið fór í gang.. laugardag líka, en í gær og í morgun, eins og hann hefði aldrei gert annað en að fara í gang..
Ég á afmæli eftir viku..34 ár. Finnst ég samt ekki degi eldri en 27 ára.. I wonder… systir mín verður big 4 and 0 .. Veit ekki alveg hvernig ég á að tækla aldurin.
Mér finnst dásamlegt að það er næstum orðið bjart þegar klukkan hringir á morgnana. Og mér fannst yndislegt í morgun þegar ég fór út að heyra fuglana syngja!
Alltaf jafn gaman að mæta í vinnuna. Það er bara eitthvað svo gaman að vera til í dag, jafnvel á mánudegi!!
(284 dagar til jóla 15.03.09)