miðvikudagur, apríl 29, 2009

Sólin, blessuð sólin

það var yndislegt að vakna í morgun og sjá glampann úti og þegar ég kíkti á hitamælinn þá stækkaði brosið! Sonur fór út á stuttermabolnum – himinsæll með þetta..

Notaði hluta úr hádeginu mínu og sat úti í sólinni, heyrði smá í Amsterdambúanum.  Naut sólarinnar. 

Á morgun verður reiðhjól keypt. 

þriðjudagur, apríl 28, 2009

þarf að segja eitthvað..?

pirateDM2505_468x456

sumarið komið

já ég ætla bara að leyfa mér að hugsa að sumarið sé komið.  Ef það kemur slydda þá ignora ég hana og hún verður ekki til!

Ég kaus, og útkoman var eins og maður bjóst við.  Nú er bara að sjá hvað gerist. 

Mig langar til Amsterdam  Anna og Dóa eru svo heppnar að komast á U2 í júlí, en það er akkúrat dagur sem er ekki fræðilegur fyrir mig að komast; 20 júli og mánudagur í þokkabót.. fyrsti dagur eftir sumarfrí hjá mér.. Það tók nú ekkert lítið á að komast að niðurstöðu með sumarfríið því sú sem ég vinn með og maðurinn hennar eru líka bundin af vinnufélaga hans og opnun verslunnar.. En ég væri samt bara ánægð ef ég kæmist til Dóu, þarf ekkert að fara á tónleika.  Svo ef einhver dettur um ódýra miða, gefins miða eða vill vera ógurlega góður við mig og gefa/lána mér miða til Amsterdam þá endilega commenta hérna með símanúmeri. 

Tala nú ekki um að vinkona mín í Rotterdam, hún Ragga elskuleg átti sitt fyrsta barn 10 apríl… og sú stutta fékk hið fallega nafn Svava.  Og ég er með hugann þar alla daga og skoða myndir látlaust (nema í vinnunin því ég get ekki opnað þær hérna – skrýtið) Og mig langar svo að fara þangað og knúsa litlu dúlluna..

þriðjudagur, apríl 21, 2009

á toppnum!

Mér finnst þessi mynd alveg hreint frábær: 

DSC00842

Þórhalla systir á toppi Kaldbaks!

mánudagur, apríl 20, 2009

Kaldbaksferð

Alveg snilldar helgi að baki.  Sonur fór til pabba síns á föstudaginn.  Gabríel er alltaf jafn hress og kátur þessi elska. Það var skipulögð Kaldbaksferð á vegum starfsmannafélagsins hjá Rarik og Orkusölunni hérna á norðurlandi.  Ég bauð systur minni að koma.  Gabríel varð heldur fúll þegar ég sagði honum að við ætluðum að fara saman á laugardag.  Hann vildi sko fara með.  Var ekki alveg að skilja að ég geri hluti án hans þegar hann er ekki heima.  Honum allavega fannst þetta ekkert sniðugt að Þórhalla frænka hans kæmi í heimsókn og hann myndi missa af því. 

En allavega – Kaldbaksferðin var alveg hreint frábær.  Fengum yndislegt veður.  Frábært útsýni.  Fórum upp með troðaranum.  Skrifuðum í gestabókina á toppnum.  Tók fullt fullt af myndum.  Þórhalla skíðaði svo niður með hinu skíðafólkinu.  Ég fór niður bröttustu efstu brekkuna með troðaranum en fór svo fyrri helming (að kaffipásustaðinum) á þoturassi.    Nema hvað að þoturassinn vildi bara ekki vera undir mínum rassi þannig að góðan hluta leiðarinnar var ég bara á rassinum, gólandi , veifandi rauðum þoturassi og gat hreinlega ekki stoppað mig – hrikalega gaman. 

Þórhalla systir sýndi snilldar takta á skíðunum og fór 7km á skíðum niður Kaldbak! Reyndar var færið neðst orðið heldur erfitt og skíðafólkið orðið lúið en allir voru brosandi !

En ég tók troðarann niður seinni helming fjallsins. Ég er búin að setja inn myndir : Kaldbakur 18.04.09.

Svo var farið út að borða um kvöldið á Bellunni.  Maturinn var ljúffengur.  Og skemmtilegt að spjalla við nýju vinnufélagana mína undir öðrum kringumstæðum en í vinnunni.  Gaman að kynnast fólkinu. 

DSC05534

þriðjudagur, apríl 14, 2009

Snilldar páskafrí

Jámm átti alveg yndislegt frí i sveitinni.  Lék við soninn, grét og dansaði af gleði við fréttir af frumburði vinkonu minnar, las bók, borðaði súkkulaði, fór í fjárhús, fór á tónleika, sonur fór á skíði, var inni i snjókomu, gaf litlu fuglunum, fór í lónið … svo eitthvað sé nefnt.

í dag er enn snjókoma, er ekkert kát með það.

á morgun fer ég til Reykjavíkur í einn dag.  Hlakka til að brjóta aðeins upp tilveruna.  Flýg suður í fyrramálið, flýg heim aftur um 18 á morgun.  Sonur verður hjá pabba sínum á meðan. 

Hérna eru þeir Gabríel og afi hans að opna eggið sem Gabríel gaf afa sínum því egg afa hans var brotið og þeim stutta fannst það ekkert smá sorglegt að egg afa hans hafi brotnað:

gah_afi
Páskamyndir má finna hérna: Páskar 2009

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Páskafrí !

Ekki alveg enn – en eftir smá stund! Hlakka bara til að komast í páskafrí! Og eiga fullt fullt af dögum með syni mínum!

Ég átti samt alveg frábæra helgi. Var heima á föstudagskvöldinu og var sofnuð fyrir framan sjónvarpið heldur snemma því ég vaknaði og staulaðist inn í rúm og hélt að klukkan væri vel yfir miðnætti.. nei hún var 23:09… og ég svaf á mínu græna til 7 daginn eftir :) Lá bara í bælinu og horfði á vídeó (flakkarann) gerði heldur lítið þennan dag.  Nema um kvöldið fékk ég tvær hressar í heimsókn, og fór svo með þeim út á lífið! Mikið gaman- hló mikið þetta kvöld. 

Sunnudagur fór líka í pjúra leti.  Var smá rykug en ekkert til að tala um.  Lá í bælinu, horfði á flakkarann, spilaði smá wow, gerði heldur lítið! Var farin að finna aðeins fyrir því að sonur væri ekki heima og já þónokkuð af söknuði farið að brjótast fram.  Mánudagur, stutt vinnuvika.  Og sonur á leiðinni heim.  En þar sem hann yrði svo seint á ferðinni þá ákváðum við pabbi hans að best væri að pabbi hans myndi hafa hann yfir þá nótt líka og fara með hann í skólann á þriðjudag. Og ég fékk svo músina mína í gær. Sótti hann í skólann.  Og þrátt fyrir bara 5 daga aðskilnað þá fannst mér hann hafa stækkað. 

Einu tók ég eftir um helgina.  Nágrannar mínir fluttu út.  Þau bjuggu við hliðina á mér.  Og í meira en ár hef ég vaknað við öskur, grát eða læti.  Alla daga vaknar yngsta þeirra grátandi.  Og ég þá um leið.  Þetta mömmu gen í mér ég veit ég veit. En núna í fyrsta skipti um helgina í ég veit ekki hvað langan tíma vaknaði ég bara af því að ég var búin að sofa nóg.  Ekkert ungabarn vakti mig (sem er reyndar orðið vel tveggja ára núna) En hvílíkur munur !!

En við sonur förum á morgun upp í sveit.  Ætlum að eiga þar dásemdarpáska með öllu tilheyrandi!

clip_image001

Gleðilega páska elskunar mínar nær og fjær. 
Njótið þess að borða súkkulaði og eigið góða daga!

föstudagur, apríl 03, 2009

ein í koti

jámm sonur fór til pabba síns í gær.  Kom heim eftir vinnu og slakaði mér alveg niður.  Fór og hitti svo tvær hressar á kaffihúsi sem endaði á trúbbakvöldi á kaffi akureyri.  Það var bara hin besta skemmtun og var ég að koma heim um hálf tvö í nótt.  Var á mínum súbba og drakk mitt te og söng með góðri tónlist :o)

Helgin framundan.  Ætla að taka því rólega í kvöld.  Kannski wow’ast smá, njóta þess að vera til, fá mér kannski snakk og horfa á góða ræmu.. sofa út á morgun.  Liggja í bælinu og horfa á nýja efnið á flakkaranum (despó og NCIS) Svo koma tvær hressar í bauka á laugardagskvöldið og við á dansiball :o) Það er bara gaman að vera til þessa dagana! 

miðvikudagur, apríl 01, 2009

11 dagar til páska…

það er strax kominn miðvikudagur.  Áður en ég veit af þá er kominn fimmtudagur og sonur minn fer til pabba síns á morgun.  Hann er að fara með þeím í fermingu Atla Freys, bróður Gabríels.  Þetta á eftri að vera virkilega gaman fyrir hann og erum við td á eftir að fara og finna heyrnatól á mp3 spilarann sem við grófum upp saman í gær.  Hann getur hlustað á Disney sögurnar sínar þá á leiðinni og í flugvélinni ef honum finnst of mikill hávaði :o) Ég er að stressa mig aðeins, veður og færð.  En það þýðir ekkert ég veit ég veit.  Hann er voða spenntur, bara gaman að því og ég vona að hann njóti þess að eiga svona spes helgi með pabba sínum.

En hérna norðan heiða er vetrarríki algjört! Og það snjóar stanslaust! Mér finnst  þetta orðið alveg ágætt! En þó samt sér maður kostina eins og td að það er alltaf nóg af aðkomufólki hérna sem sækir í fjallið sem þýðir að það er eitthvað að gera hjá veitinga og þjónustuaðilum hérna og það er alltaf kostur.  Auk þess sem það verður hægt að fara á sleða um páskana, og jafnvel leigi ég skíði handa okkur Gabríel til að renna okkur á yfir páska :) Og Andrésar Andar leikarnir verða örugglega á sínum stað!

DSC00799 Sumir sybbnir eftir daginn og sofna reglulega bara á þeirri stuttu ferð frá skólanum og heim:)