Ekki alveg enn – en eftir smá stund! Hlakka bara til að komast í páskafrí! Og eiga fullt fullt af dögum með syni mínum!
Ég átti samt alveg frábæra helgi. Var heima á föstudagskvöldinu og var sofnuð fyrir framan sjónvarpið heldur snemma því ég vaknaði og staulaðist inn í rúm og hélt að klukkan væri vel yfir miðnætti.. nei hún var 23:09… og ég svaf á mínu græna til 7 daginn eftir :) Lá bara í bælinu og horfði á vídeó (flakkarann) gerði heldur lítið þennan dag. Nema um kvöldið fékk ég tvær hressar í heimsókn, og fór svo með þeim út á lífið! Mikið gaman- hló mikið þetta kvöld.
Sunnudagur fór líka í pjúra leti. Var smá rykug en ekkert til að tala um. Lá í bælinu, horfði á flakkarann, spilaði smá wow, gerði heldur lítið! Var farin að finna aðeins fyrir því að sonur væri ekki heima og já þónokkuð af söknuði farið að brjótast fram. Mánudagur, stutt vinnuvika. Og sonur á leiðinni heim. En þar sem hann yrði svo seint á ferðinni þá ákváðum við pabbi hans að best væri að pabbi hans myndi hafa hann yfir þá nótt líka og fara með hann í skólann á þriðjudag. Og ég fékk svo músina mína í gær. Sótti hann í skólann. Og þrátt fyrir bara 5 daga aðskilnað þá fannst mér hann hafa stækkað.
Einu tók ég eftir um helgina. Nágrannar mínir fluttu út. Þau bjuggu við hliðina á mér. Og í meira en ár hef ég vaknað við öskur, grát eða læti. Alla daga vaknar yngsta þeirra grátandi. Og ég þá um leið. Þetta mömmu gen í mér ég veit ég veit. En núna í fyrsta skipti um helgina í ég veit ekki hvað langan tíma vaknaði ég bara af því að ég var búin að sofa nóg. Ekkert ungabarn vakti mig (sem er reyndar orðið vel tveggja ára núna) En hvílíkur munur !!
En við sonur förum á morgun upp í sveit. Ætlum að eiga þar dásemdarpáska með öllu tilheyrandi!
Gleðilega páska elskunar mínar nær og fjær.
Njótið þess að borða súkkulaði og eigið góða daga!