jámm það nálgast fríið. Eftir vinnu 19 júni þá hefst fríið… og hvað ég ætla að gera er alveg óvitað. Sonur fer á undan í frí- hann fer til föður síns 12 júni þannig ég verð ein heima síðustu viku fyrir frí.
Útilegur eru held ég málið núna í sumar. Á nýtt tjald og skottstóran bíl. Hlakka mikið til að fara með syninum í útilegu. Þarf ekki að fara langt (spara bensín) samveran, útiveran skiptir máli :o)
Anna vinkona var að kaupa sér far til Amsterdam til Dóunnar okkar. Þær ætla að skella sér á U2 tónleika. Gott hjá þeim. Vonandi skemmta þær sér vel elskurnar. Mig langar auðvitað – en það mælir allt á móti- verð miðans, verð flugsins og svo aðal atriðið – dagsetningin. Tónleikarnir eru akkúrat þegar ég er að koma úr fríi…
Flugið til Amsterdam kostar helmingi meira en í fyrra. Annars hefði ég verið búina ð kaupa mér miða sjálf út. 74 þúsund kostar fram og til baka núna – á meðan ég í fyrra borgaði 36 þúsund!!! Mér finnst þetta hrikalegt!
Ég er að sannfæra sjálfa mig að ég geti alveg slappað af á landinu eitt árið. Búin að ferðast svo vel sl ár. – Spánn 2000 - London 2004, Budapest 2007, Amsterdam 2008. Kannski ekki margar ferðir en allar alveg snilld. Ég get alveg slappað af eitt ár !! tala nú ekki um þegar fjandans evran og pundið kosta dauða og djöful!
svo ég get þetta alveg núna !!!