miðvikudagur, maí 27, 2009

Sumarfrí

jámm það nálgast fríið.  Eftir vinnu 19 júni þá hefst fríið… og hvað ég ætla að gera er alveg óvitað.  Sonur fer á undan í frí- hann fer til föður síns 12 júni þannig ég verð ein heima síðustu viku fyrir frí. 

Útilegur eru held ég málið núna í sumar.  Á nýtt tjald og skottstóran bíl.  Hlakka mikið til að fara með syninum í útilegu.  Þarf ekki að fara langt (spara bensín) samveran, útiveran skiptir máli :o)

Anna vinkona var að kaupa sér far til Amsterdam til Dóunnar okkar.  Þær ætla að skella sér á U2 tónleika.  Gott hjá þeim.  Vonandi skemmta þær sér vel elskurnar.  Mig langar auðvitað – en það mælir allt á móti- verð miðans, verð flugsins og svo aðal atriðið – dagsetningin.  Tónleikarnir eru akkúrat þegar ég er að koma úr fríi…

Flugið til Amsterdam kostar helmingi meira en í fyrra.  Annars hefði ég verið búina ð kaupa mér miða sjálf út.  74 þúsund kostar fram og til baka núna – á meðan ég í fyrra borgaði 36 þúsund!!! Mér finnst þetta hrikalegt!

Ég er að sannfæra sjálfa mig að ég geti alveg slappað af á landinu eitt árið.  Búin að ferðast svo vel sl ár. – Spánn 2000 - London 2004, Budapest 2007, Amsterdam 2008. Kannski ekki margar ferðir en allar alveg snilld.  Ég get alveg slappað af eitt ár !! tala nú ekki um þegar fjandans evran og pundið kosta dauða og djöful!

svo ég get þetta alveg núna !!!

þriðjudagur, maí 26, 2009

Seinheppin …

SE_naomiég missti niður ilmvatnið mitt í bílnum.. á mig, á peysuna mína yfir allt… og núna angar allt af ilmvatninu mínu…

verst að glasið kostar hrikalega mikið…

 

mánudagur, maí 25, 2009

kalt í dag

mér er kalt. Með stíbblaðan nebba. 

Aftur kominn mánudagur.  Tjaldið mitt kom á föstudaginn – hrikalega ánægð ég með þetta – en gat svo ekki tjaldað því um helgina því einhvern veginn þá gleymdi sumarið að fara til Mývatnssveitar. 

En við sonur áttum frábæra viku með flugsafnsferð og snilldar helgi í sveitinni.  Búin að skrifa fullt á síðu sonarins.  Myndir komnar inn. 

Voða andlaus í dag.  Kaldur mánudagur. 

þriðjudagur, maí 19, 2009

Tjaldkaup

jahá… fyrir nokkrum árum þá heyrðist reglulega sagt “ég hata að sofa í tjaldi, þoli ekki að vakna einhverstaðar, í spreng að míga og komast ekki í sturtu strax “

Núna er sko öldin önnur (já sennilega var þetta sagt fyrir aldamót… nei ég skrökva því, ég sagði þetta líka fyrstu árin á þessari öld..

í dag keypti ég mér tjald! Ég byrjaði á því að fara í útilegu 2007 með Hafdísi vinkonu og hennar syni og mínum syni. Og þá skemmti ég mér konunglega og hugsaði með mér að auðvitað myndi ég nú gera þetta fyrir son minn að fara með hann í tjald.  Og viti menn drengurinn dýrkaði útileguna.  Að geta bara vaknað, og út að leika var eitthvað við hans hæfi!

Í fyrra þá var Hafdís upptekin við barneignir svo ekki komst hún með svo ég fór í tvær útilegur – fjölskylduútilega EJS og við Gabriél skemmtum okkur vel í henni.  Svo fórum við í eina bara tvö í Ásbyrgi.  Og hún er nú bara sú besta hingað til.  Hann hefur ákveðnar hugmyndir.  Td að nota kaffisett/matarsett töskuna sem afi hans á.  - ég man eftir þessari tösku síðan ég fór lítil í útilegu! 

Og ég er alveg að fíla þetta! Svo í ár þá ákvað ég að kaupa mér sjálf tjald.  Svo leiðinlegt að þurfa alltaf að fá lánað. Sonur minn er löngu farinn að planleggja útilegur.  Hann er búinn að tjalda út um alla íbúð með teppum og heima hjá afa sínum og ömmu út um allt hús þar líka.  Honum finnst þetta svo skemmtilegt! Og það er alltaf rætt um útilegur hér og útilegur þar.

Hlakka bara mikið til að komast í útilegur með syni mínum í sumar !!!

tjaldið mitt

mánudagur, maí 18, 2009

júróbuffs lesið þetta

http://www.guardian.co.uk/media/organgrinder/2009/may/16/eurovision-bbc

Eurovision blogg frá Heidi Stephens með kommentum og söng, kjóla og sitthvað fleira hehe

- er reyndar á ensku – en snilldar lesning engu að síður :)

Mánudagur…

og það er ekkert skemmtilegt veður.  Kalt og drungalegt.  Sólin mín stakk af suður, en kannski leyfa Reykvíkingum að fá smá sól.  Ég er með rauðan/brúan nebba og freknuklasa á enninu eftir helgina. 

Helgin var að sjálfsögðu alveg frábær.  Átti yndislegt kvöld í Fellshlíð.  Mikið borðað og drukkið.  Og vegna þess hve mörg lönd gáfu okkur stig þá voru glösin alltaf á fleygiferð :)

Sakna Gabríels.. Hlakka til að hitta hann á eftir!

föstudagur, maí 15, 2009

Júróhelgi og Vikudagur

Það er föstudagur í dag og allan dag og sólin skín og einstaklega gaman að vera til í dag. 

Mamma og pabbi komu áðan og buðu mér í hádegismat.  Alltaf jafn notalegt að eiga smá stund með þeim. 

Er farin að hlakka mikið til að hitta Önnu mína á morgun og alla sem verða þar að gleðjast saman með Eurovison sem afsökun á óhóflegu mataræði og drykkju :o)

Svo í sólinni í dag kom þessi mynd af mér í Vikudegi sem er bæjar blað Akureyrar.  Nemendur Lundaskóla droppuðu hérna inn í vikunni og voru í starfskynningu – spurningin var um úrslit KA og Þórs í dag:

VIkudagur_gkv

nota bene – ég veit varla hvað snýr fram eða aftur á fótboltavelli og skýri þar af leiðandi ekki mál mitt (ha ha ha ha ) !!

Góða helgi og góða skemmtun á Eurovision!

fimmtudagur, maí 14, 2009

Sólríkur dagur

vá hvað ég elska að byrja daginn á að sjá sólina skína inn um gluggann, sjá hitastigið á mælinum og heyra son minn segja “mamma það kemur sól inn til mín!” svaka kátur. 

Að geta farið í quart buxur, hlýrabol og smá létta peysu utanyfir og berfætt í opna skó… dásamlegt.  

sett í sig linsur því pottþétt þarf að notast við sólgleraugu í dag…

Sonur vandar valið á hvaða stuttermaboli hann ætli nú í – það er mikilvæg ákvörðurn þar sem hann hlakkar svo til að geta farið út bara á bolnum, engin peysa þörf.  - vildi líka fara í stuttbuxum en ég náði að sannfæra hann að síðbuxur væri betri kostur þar sem meiddi á hnjám væru algeng þegar menn léku sér bara á stuttubuxunum í skólanum. 

Sólardýrkandinn ég iða hérna inni á skrifstofunni og stari út um gluggana..

flowers

miðvikudagur, maí 13, 2009

Sumarfrí eftir 37 daga…

…. en hver er að telja …?

ég er ekkert búin að plana neitt í þessu fríi mínu, nema bar slappa af og fara í útilegur með syni mínum.  Ég tek 3 vikur sjálf, á ekki meira – á ekki einu sinni 3 vikur.  Ætla að njóta þeirra með syni mínum.  hann fer auðvitað eitthvað til pabba hans, við erum eitthvað búin að reyna að möndla tímann en ekkert orðið ákveðið þannig. 

Það er allavega ljóst að ekki eru peningar fyrir Hollandsferð þetta árið.  Ég lét mig dreyma í fyrra að fara í ferð til US og vera viðstödd brúðkaup Jeannie sem er í September. En sé ekki frammá að það gerist heldur.  Enda var sá draumur skotinn niður í október 2008 þegar allt fór fjandans til og gengið fór uppúr öllu og allt varð dýrt hérna  heima.  En eins og alltaf þakkar maður fyrir að eiga fyrir reikningum og eiga pening út mánuðinn, og það mikilvægast af öllu; að hafa vinnu. 

Næsta helgi verður skemmtileg.  Er smá hugsun í gangi að bjórast aðeins með vinkonum mínum hérna á eyrinni á föstudagskvöldinu og svo er það FELLLSHÍÐ á laugardag í mega pjúra hrikalegt EUROVISION PARTYYYY með öllu tilheyrandi!! Mikið hlakka ég til að hitta Önnu mína, Hermann og Blíðu sætasta hund í heimi!

Náttbuxur verða með í för ha ha ha !!!

mánudagur, maí 11, 2009

Snjór og ís

Átti alveg yndislega helgi með syni mínum.  Vorum bara heima.  Enda á föstudagskvöldið var hrikalega vont veður.   Snjókoma á hlið á mikilli ferð.  Mér fannst þetta ekkert sniðugt og var heldur fegin að hafa ákveðið að vera bara heima og þurfa ekkert að þvælast út í þetta.

Fórum að sjá Múmínálfana á laugardaginn.  Hann skemmti sér vel, var samt farinn að iða í sætinu þar sem einhverra hluta vegna er ekki hlé á þessum sérstöku barnamyndum eins og td Múmínálfunum, Skoppu og Skrítlu, Bubba Byggir, svo eitthvað sé nefnt.  Og hann hreinlega getur ekki setið kjurr og notið myndarinnar í 70 mínútur.  Á venjulegri bíómynd (td Disney) þá er hlé miklu fyrr og hann fær að hlaupa um og fá útrás.  Greifapizza á eftir :o)

Fórum í jólahúsið í gær.  Stoppuðum ekki lengi.  Hann fékk að velja sér “óvissupakka”.  Seldir eru jólapakkar innpakkaðir svo enginn veit hvað er í þeim.  Hann valdi sér pakka og var rosalega spenntur.  En kátínan hvarf þegar hann opnaði og hann fór að grenja alveg ógurlega.  Hann fékk rosalega fallega jólakönnu.  Hann vildi fá dót og svo hélt hann áfram að gráta.  “mamma ég elska ekki svona – ég elska dót..” En hann sættist við hana þegar hann fattaði að hann gat borðað ísinn sinn úr henni fyrir utan Brynju. 

kíktum í kaffi til Freydísar vinkonu.  Hann og Júlíus fóru út á trambólínið.  Þar hoppuðu þeir í nærri klukkutíma félagarnir.  Gaman að sjá að þeir eru að ná saman.  Enda sofnaði minn klukkan fimm þegar hann slakaði aðeins á eftir að við komum heim.  Eldaði handa honum slátur og hann var sofnaður aftur klukkan átta :o)

gah_byrnjuis

Setti inn nokkrar myndir á flikkrið okkar.

föstudagur, maí 08, 2009

Ætla að vera heima um helgina:


“Kaffi og Pink”

þegar ég vaknaði í morgun þá var allt hvítt.  Allt.. Tók extra lengri tíma fyrir okkur að koma okkur út úr húsi því ég varð að grafa upp vettlinga, húfur og lokaða skó… þetta náttla bara gengur ekki. 

Pollýana var snögg á fætur og horfir bara á föstudaginn í hjartanu.   Hlustar á Pink í tölvunni, independent girl power tónlist, með fullt af kaffi í Hollensku appelsínugulu belju sumarkönnunni minni með fiðrildum og blómum. 

Og dansa um skrifstofuna í huganum…

fimmtudagur, maí 07, 2009

gamalt efni

var að skoða gamlar bloggfærslur –síðan um 2006 og og yfir tímabilið 2007.  Svo margt sem gerðist þá og hve langt ég hef farið síðan þá.  En auðvitað rak ég augun í þetta –sem ég fékk frá vinkonu minni :

[cane.jpg]

Og vá hvað mér fannst þetta viðeigandi þá – en í dag er þetta svo fjarri öllu.  lífið er bara snilld í dag og fer bara batnandi ef eitthvað er!!

Kalt…

mér er hrikalega kalt eitthvað..  Og sybbin.  Fór í fýlu við tölvurnar mínar í gær, netið og draslið ekki að virka.  Fór að sofa ellefu..  Er samt sybbin. Skar mig í gær, þannig að fjandans lokið á maisdósinni fór inn í miðjan þumalinn, og er ég að þjálfa vinstrihandarþumal í að nota spacebarinn á lyklaborðinu, gengur ekki alveg sem skildi.  En er farin að pikka hraðar núna en kl 8 í morgun. Þrátt fyrir niðursuðudósahrakfarir eldaði ég killer kjúllarétt með mexíkósku ívafi! 

Það er verið að moka Fljótsheiðina… það er mai… ég er ekki kát. Það er spáð snjókomu um helgina og ég er alvarlega að spá í að vera heima þessa helgi, fara í bíó með Gabríel á Múmínálfamyndina, hjóla og dúllast með syni, leira, bíló og kubba, mála jafnvel.  Og hangsa tölvunni (ef tölvukvikindið verður farið að haga sér sem skildi)

…. to be continued

mánudagur, maí 04, 2009

Til hamingju með daginn elsku mamma mín!!

Í dag á hún mamma mín afmæli! Og ég þarf að sjálfsögðu ekki að segja að ég eigi bestu mömmu í heimi.  Til hamingju með daginn elsku mamma mín!!

Annars átti ég góða helgi.  Föstudagurinn byrjaði já á hjólatúr okkar Gabríels. Var rosalega gaman  hjá okkur.  Stígvélaði kötturinn fór ekki eins vel þar sem bilun var í gangi og fengum við miðana endurgreidda.

Við skoðuðum mótorhjólin (úr fjarlægð – sumir vildu ekki fara nær) á torginu sem voru að keyra 1. mai rúntinn sinn. 

Fórum á Bláu Könnuna til að hitta liðið úr tölvuleiknum mínum.  Pabbi hans var einmitt þar og fínt að hittast þar og skiptast á dóti og barni :) Ég var svo bara heima um kvöldið.  Rólegheit og kósí. 

Laugardag hjólaði ég 7km… já það eru 3.5km í vinnuna mína.  Og eina fjandans brekkan á leiðnni er 1km!! Og hana labbaði ég því að hjóla hana uppí móti með allt rokið í fangið var ekki mín aðferð eða hugmynd að góðum hjólatúr.  En samt sem áður var ég 12 mín til vinnu og um 35 mín úr vinnu (með þessu 1 km labbi upp brekku með rokið á móti mér) Svo þetta er sko alveg gerlegt hjá mér.   Bara hætta þessum aumingjaskap og hella mér í þetta á morgun (ég er svolítið stressuð) – jafnvel finn ég stundum fyrir að ég sé að guggna á þessu “hjóla í vinnuna” dæmi…  (- þetta er hint um  pepp people!! )

Fór í snilldarmat til Gunna félaga og konu hans Maríu.  Gunni er guðfaðir Gabríels ef einhverjir vita ekki hver hann er.  Mexíkóskur kjúlli bakað í ofni innvafinn í tortilla kökur að synda í osti… jédúddamína hvað þetta var gott – María er snilldarkokkur!!

Og djamm um kvöldið.  Elísa vinkona á afmæli í dag (knús knús) og hún bauð í smá heimboð á laugardagskv.  Singstar og guitarhero, killer brauðréttur og ostar.  Mikið gaman og mikið fjör.  Ég hins vegar lét singstar eiga sig – vil ekki hræða fólk við svona fyrstu kynni – en næst þá verður tekið á því ha ha ha ..

Í gær saknaði ég Gabriels alveg hrikalega..  var eitthvað svo tómt heima og hljóðlátt.  Endaði með að ég lagði mig um sex og steinsofnaði og svaf til að verða átta..

DSC00860

föstudagur, maí 01, 2009

Ég á hjól!!!

og er hrikalega sæl með það.  Er reyndar ekki búin að skíra það eins og Dóa mín skírir sitt hjól, en ég er allavega mjög ánægð með það.  Fórum í morgun út að hjóla við sonur og vorum komin út um níu ! Og hjóluðum til ellefu. Æfðum okkur að hjóla í leikskólann.  Stoppuðum í bakaríi og sumir fengu kókómjólk og kleinuhring.  Og það var rosalega gaman hjá okkur :o)

Í dag er planað að fara í bíó, á Stígvélaða köttinn.  Svo ætlar sonur til pabba síns og vera þar um helgina. 

Mér er boðið í afmælisteiti annað kvöld og það verður örugglega mikið gaman. 

Eigið góða helgi!!

DSC00858

- ef vel er gáð má sjá soninn renna sér í rennibraut í bakgrunninum :o)