fimmtudagur, júní 18, 2009

Sumarfrí

ég er algjörlega andlaus og komin í sumarfrí í huganum.  Sakna Gabríels. Er samt búin að eiga góða viku.  Kaffihús og dekur. 

Byrja í fríi á morgun eftir vinnu.  Sæki son minn þegar búin að vinna.  Áætlað er að fara og horfa á bílaspyrnuna á laugardaginn.  Og svo jafnvel í sveitina þá um kvöldið.  Mig langar afskaplega í útilegu á sunnudag í Ásbyrgi eða Hljóðakletta.  Og ef veður helst sem spáð er þá ætla ég að drífa mig. 

Fellshlíð svo til Önnu og Hermanns.  Gabríel er farinn að tala mikið um að fara þangað.  Hann veit að ég er búin að vera svolítið þar núna og hann er held ég barasta abbó :o) svo ég get ekki annað en farið með hann.

Ætli maður haldi svo ekki í sveitina eftir það.  Á bara 3 vikur og þær verða nú fljótar að líða. 

Átti alveg frábæra helgi síðast.  Hittumst vinkonurnar í Fellshlíð.  Mikið spjallað og hlegið.  Góðir tónleikar á laugardagskvöldinu með Hálfvitunum.  Og svo pjúra leti á sunnudag.  Var í náttfötunum allan daginn og skammast mín ekkert fyrir það :o)

fimmtudagur, júní 11, 2009

á morgun!!

á morgun er dagurinn sem ég og 2 aðrar erum búnar að bíða eftir í þónokkurn langan tíma.  En á morgun þá hittumst við vinkonurnar og ætlum að gera okkur glaðan dag ! Mikið hlakka ég til að knúsa Amsterdambúann og Fellshlíðarfrúna. 

þessi vika er búin að vera skemmtileg, en hrikalega löng að líða.  kvíði líka morgundeginum því á morgun fer sonur minn til pabba síns og verður hjá honum í viku.  Mér finnst þetta svo langur tími.  En óskaplega held ég að við höfum gott af þessu.  Og hann á eftir að skemmta sér vel. 

Við erum búin að fara 2x í Kjarnaskóg í vikunni.  Á þriðjudag þá endaði hann heldur mikið í læknum svo við fórum fljótlega heim. Í gær þá fórum við í góða veðrinu í sund á Þelamörk og skemmtum okkur vel.  Splæstum á okkur hammara á eftir :)

vorum bæði heldur sybbin í morgun.  Finn alveg að hann er farinn að þurfa að komast í frí.   Honum finnst alltaf skemmtilegt í skólanum, en  hann er orðinn þreyttur þessi elska.  Mikið hlakka ég til að komast sjálf í frí og njóta daganna með syni mínum :o)

En fyrst er það þessi frábæra helgi sem er framundan !

þriðjudagur, júní 09, 2009

ZZzzzzz……

af hverju asnast ég ekki í rúmið á skikkanlegum tíma..?? kannski næ ég að fara fyrr að sofa í dag – er búin með alla Castle þættina mína.  Og núna hlusta ég á Ljótu Hálfvitana, sem eru btw titlaðir sem barnatónlist hjá Skífunni.. ha ha – reyndar syngur sonur með hástöfum mér reyndar finnst heldur skrýtið að heyra hann syngja suma textana ….  hehe en margir hverjir textana eru nú ekki þeir barnvænustu..  En maður kemst alltaf í gott skap við að hlusta á þessar elskur.

fórum í Kjarna í gær.  Með jarðaber og kókómjólk.  Sonur alveg grútskítugur á eftir og hamingjusamaur.  Er vopnuð teppi og bók fyrir daginn í dag.  Leiðin liggur út í skóg aftur eftir vinnu :o)

Dóan mín komin til Dalvíkur.  Gott að vita af henni þarna handan við hæðina :o) og stutt símtal í burtu.

DSC00972 Sonur minn með ræðustúf…

mánudagur, júní 08, 2009

rigning.. á mánudegi..??

Dóan mín er komin til landsins.   Mikið var gott að heyra í henni bara hinum megin á landinu en ekki með allt Atlantshafið á milli okkar ! og hún kemur norður í kvöld !

Við kellur ætlum að hittast á föstudaginn í Fellshlíð.  Mæting á Snyrtipinnann klukkan 17:00 á föstudag.  Annan okkar ætlar að gera okkur sætari en við erum – erfitt, við erum svo sætar  - en kannski gerlegt..? Anna er náttla svoddan snillingur !!  Mun hætta kl 15:00 til að vera örugg um að ná tímanlega :o)

Helgin var ljómandi.  Hitti Fellshíðarhjónin á föstudag.  Annan átti afmæli og áttum við góða stund með góðum mat um kvöldið.  Vöfflur í kvöldkaffi.  Gisti samt ekki, mamman í mér gat ekki sleppt því að vakna með drengnum um morgunin í sveitinni.  Finnst hann bara aldrei heima þessa dagana.  Eftirstöðvar vegna langar helgar.  Og svo fer hann í viku á föstudaginn…

Það er bara gaman að vera til :o)

Gabriel

föstudagur, júní 05, 2009

Til hamingju með afmælin !!!

í gær átti mín yndislega vinkona Ragga afmæli ! Sendi stórt knús til þín mín kæra út til Rotterdam.  Fergal og Svava mega fá smá af því líka !! knús knús – vonandi áttirðu góðan dag og var dekrað við þig allan daginn !!

ragga_svava

Í dag á Anna mín afmæli! Til hamingju með daginn elsku vinkona !! hlakka til að sjá þig í dag og knúsa þig !!!

DSC00953

Til hamingju með afmælin ykkar elsku Ragga og Anna !! 

Annars er helgin framundan.  Margt planað og mikið að gera.  Erum að fara í sveitina við Gabríel.  Ætlum að taka tjaldið með og æfa okkur í að tjalda því.  Annars erum við klár í útilegur.  Planið er að hafa þetta bara reddí í bílnum þá er hægt að fara í útilegu hvenær sem er þegar veður er gott :o)

Sonur er alltaf jafn kátur !

þriðjudagur, júní 02, 2009

sól sól skín á mig…

gott og gaman að vakna á svona dögum.  Eina var að sonur minn var ekki heima.  Hef ekki séð hann síðan á föstudag í hádeginu.  Mikið held ég að hann hafi skemmt sér vel blessaður um helgina.  Það var grill í skólanum  hans á föstudaginn og mættum við bæði með honum foreldrarnir.  Mér finnst skipta máli að hann hafi okkur bæði saman hjá sér.   Enda átti ég hamingjusamasta dreng í skólanum og þó víða væri leitað.  Og ekki skemmdi það fyrir að pabbi hans gat tekið hann með sér úr skólanum í hádeginu.  Ég held að það séu allt of mörg börn sem lenda í því að hafa foreldra sína aldrei saman með sér.  Sum börn sjá foreldra sína aldrei talast við einu sinni.  Sem mér finnst vera sorglegt.  Þetta er þeim svo mikilvægt, sá það alveg á mínum syni hve mikið hann naut þess að hafa okkur bæði hjá sér.

Allavega var helgin alveg afksaplega notaleg.  Var bara róleg á föstudagskvöldið.  Fór í gott partý á laugardag og út að dansa í kjölfarið, heldur rykug er ég vaknaði á sunnudag. 

Grillveisla í Mývatnssveit í foreldrahúsum.  Þar vorum við samankomin; mamma og pabbi, Þórhalla systir og allri fylgifiskar og afi og amma.  Afskaplega notalegt að fá okkur að borða saman og spjalla.

Mánudagur bjartur og fagur og latur.  Gerði ekki handtak.  Spilaði WoW og söng með góðri tónlist. 

Og þessi yndislega helgi endaði með góðri bíómynd með Önnu.  Fórum að sjá Angels and Demons og hún skemmir sko ekki bókina.  Ég naut myndarinnar og fannst hún vel þess virði að sjá hana í bíó.  Á eftir fengum við okkur að borða á Greifanum ásamt Hermanni en hann kom ekki með okkur í bíó. 

Og núna skín sólin, hlakka til að sækja soninn klukkan 4 í dag og fá mömmuknúsið mitt. 

Eigið góðan dag :o)