úff þetta er eitthvað sem ég vil ekki fá á næstunni aftur en þvílíka ógeðispest sem þetta var. Lá rúmliggjandi alla sl viku! Heppin að eiga góða að en þær elskulegu Sylvía og Áslaug hjálpuðu mér með að sækja og sendast með Gabríel. Ég get með sanni sagt að á föstudag var ég komin með ógéð á rúminu mínu. Reyndar svo eftir að koma heim í gær – búin á því eftir réttir þá var rúmið mitt best í heimi !
En helgin var góð. Á föstudag fann ég orku til að keyra í sveitina. Skólinn hans Gabríels var lokaður vegna starfsdags svo við fórum bara snemma. Fínt því mér leið alltaf best nývaknaðri. Og ég fór ekkert úr húsi fyrr en á sunnudag (nema með nammidagsferð í búðina á laugardag auðvitað)
Réttir gengu vel, gott fólk að draga með okkur. Gaman að hitta þær mæðgur Snjólaugu, Sunnefu og Eik :o) Sylvía og Áslaug voru eins og færibönd með kindurnar enda gekk þetta vel hjá okkur :o)
Fór svo í bíó með soninn í gær og við sáum myndina Upp en hún féll ekki alveg í kramið hjá þeim stutta. Hann skildi hana ekki og var orðinn pirraður í lokin. Kannski bara þreyta líka – langur dagur. Honum fannst gott að koma heim blessuðum :o)
Réttarmyndir á flikkrinu : Reykjahliðarréttir