mánudagur, september 14, 2009

Dúndurfréttir og sjóstöng

þessi helgi var hreint yndisleg í alla staði.  Byrjaði á því að fara og hitta Önnu á Pinnanum og þar komu mamma og pabbi og tóku guttann minn með sér heim í sveitina.  Anna gisti hjá mér og við skelltum okkur á Dúndurfréttir á þeim Græna ásamt Toddu, og auðvitað klikkuðu þeir ekki.  Þetta átti að vera Zeppelin kvöld en þeir stálust til að taka þessi þrjú sem maður eiginlega kemur til að heyra; July Morning, Comfortably Numb og Child in Time.  Og alltaf fær maður jafn mikla gæsahúð við að heyra þetta.

Á laugardag var svo farið á sjóstöng í boði Rarik/Orkusölunnar.  Hermann mætti með okkur Önnu og það var snilldar gaman! Mikið veitt og mikið hlegið ! Anna fór á kostum við veiðarnar og sló öll met þegar hún veiddi á 3 öngla á meðan hún var að slaka línunni niður ! Dagurinn hefði ekki getað farið betur og veðrið var snilldin ein. 

Og svo tók minn yndislegasti sonur á móti mér þegar ég kom uppeftir seinnipart laugardags.   Og átti þar góðan rólegan sólarhring hjá pabba og mömmu; slappaði af, prjónaði og knúsaði drenginn minn.

Myndir frá sjóstöng eru hérna í slideshow formi: Sjóstöng.
í normal formi ef tenging er hæg: Sjóstöng

mánudagur, september 07, 2009

Bústaðarhelgi

það var alveg yndislegt í bústaðnum.  Þvílíkt hress hópur þarna á ferð ! Mikið hlegið og mikið skrafað og vel borðað af þvílíkt heilsusamlegum mat.  Og lærdómsríkt í matargerð.  Jafnvel lærdómsríkt í prjónaskap, en meira að segja ég er að spukulera að fjárfesta í prjón og spotta og byrja að prófa :) – gæti bara verið gaman að prufa að prjóna einn trefil og ath hvort ég flæki mig nokkuð svo mikið í honum he he he !

Potturinn var snilld og tímaskynið ekki neitt.  Að vakna og fara beint út í pott og vakna betur þar gerist ekki betra !

Kom heim með flugi í gær.  Afslöppuð og alsæl með ferðina.  Var sofnuð um ellefu :)

Nokkrar myndir komnar inn á flikkrið : Saumóbústaður

fimmtudagur, september 03, 2009

Linkin Park ft Chris Cornell - Crawling/HHH

Er gjörsamlega að missa mig yfir þessu lagi.. Þeir eru svo flottir saman á sviði...

miðvikudagur, september 02, 2009

Snjór í fjalli

blendnar tilfinningar við að sjá snjóinn. Mér finnst oft gaman þegar veturinn er að koma og nýr snjór kemur.  Þá er líka stutt í jólin, jólabarnið ég.

Veturinn mætti bara vera styttri..

hvitt_fjall_020909