þessi helgi var hreint yndisleg í alla staði. Byrjaði á því að fara og hitta Önnu á Pinnanum og þar komu mamma og pabbi og tóku guttann minn með sér heim í sveitina. Anna gisti hjá mér og við skelltum okkur á Dúndurfréttir á þeim Græna ásamt Toddu, og auðvitað klikkuðu þeir ekki. Þetta átti að vera Zeppelin kvöld en þeir stálust til að taka þessi þrjú sem maður eiginlega kemur til að heyra; July Morning, Comfortably Numb og Child in Time. Og alltaf fær maður jafn mikla gæsahúð við að heyra þetta.
Á laugardag var svo farið á sjóstöng í boði Rarik/Orkusölunnar. Hermann mætti með okkur Önnu og það var snilldar gaman! Mikið veitt og mikið hlegið ! Anna fór á kostum við veiðarnar og sló öll met þegar hún veiddi á 3 öngla á meðan hún var að slaka línunni niður ! Dagurinn hefði ekki getað farið betur og veðrið var snilldin ein.
Og svo tók minn yndislegasti sonur á móti mér þegar ég kom uppeftir seinnipart laugardags. Og átti þar góðan rólegan sólarhring hjá pabba og mömmu; slappaði af, prjónaði og knúsaði drenginn minn.
Myndir frá sjóstöng eru hérna í slideshow formi: Sjóstöng.
í normal formi ef tenging er hæg: Sjóstöng