átti góða rólega helgi með syninum. Hittumst í bíói, við Freydís með krakkana og svo hittum við Elísu á kaffihúsi á eftir. Afskaplega notalegt eitthvað. bakaði pizzu, horfði á videó, kubbaði, fór á fótboltaæfingu með tvo 4ára, átak. Straujaði lappann, hann var held ég stútfullur af vírusum, allavega er hann miklu sprækari núna. Skúraði, eldaði hangikjöt.
Vídeókvöldið okkar var yndislegt. Eftir að við snæddum gómsæta heimatilbúna pizzu – sem sonur hjálpaði mér með, sátum við með popp og kók og horfðum á Leiftur McQueen Disney myndina, hún er alveg uppáhalds ennþá hjá mínum manni. Svo þegar þessi elska er að fara að sofa – knúsar hann mig og þakkar mér fyrir vídeókvöldið, mamman þessi fékk smá tár í augun…
jámm bara svona sitt líti af hverju á annars afskaplega afslappaðri, rólegri notalegri helgi :o)