miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Fallegur dagur

á Akureyri er slabb, rigning, slydda, dimmt og já frekar hráslagarlegt úti. 

Við sonur vorum á leið í leikskólann, rúðuþurrkur á milljón, og slabbið gusaðist út um allt í kringum okkur. 

þá heyrist úr aftursætinu “mamma í dag er fallegur dagur úti!”

- já svona er sonur minn alltaf jafn hamingjusamur og sér fallegu hlutina í öllu :o)

föstudagur, nóvember 20, 2009

föstudagur og kaffið komið í blóðið

vikan fljót að líða. 

Fór í klippingu á föstudaginn og vá vá – það er geggjað ! Hann vissi alveg hvað ég var að leita eftir. Ég er semst með stutt hár – alveg stutt!

Fór á We Will Rock You sýningu VMA.  Ágæt, gaman að sjá hana, nokkrir góðir söngvarar.  Flottir búningar :o) Fór með Elísu vinkonu og við skelltum okkur aðeins á trúbbakvöld á Kaffi Ak eftir sýningu, en vorum svo bara rólegar og fórum snemma heim.

Þetta var semst róleg og notaleg helgi. 

fer upp í sveit í dag.  Gabríel er búin að hlakka svo til´.  Sönglaði út í bíl í morgun “fer til afa og ömmu í dag” Voða kátur.  Hraustur og hress.

Ég fór í flensusprautu, við svínó, og mér líður bara vel.  Pantaði tíma handa Gabríel líka. 

Hlakka til jóla.  34 dagar til jóla.  Hlakka til að fá Dóu heim, hlakka til að fá kannski að sjá framan í Röggu í næstu viku, og fá að hitta litla gullmolann hennar hana Svövu.  En þær mæðgur eru að koma í viku heimsókn á skerið.  Vona bara svo innilega að þær nái að kíkja norður. 

Mig reyndar langar líka agalega suður. …..

fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Lífið er gott

já þessa dagana er lífið bara gott.  Við sonur erum bæði hraust og kát.  Var spurð að því um daginn “hvernig er  það – veikist sonur þinn aldrei??”  ég fór þá og flétti upp á blogginu hans og fyrir utan hlaupabólu í janúar og fótbrot í febrúar þá hefur hann ekki fengið pest síðan í desember – akkúrat dagana sem ég var í starfsviðtali vegna Orkusölunnar :o) – svo með sanni má segja að sonur minn sé þokkalega hraustur.  Þrátt fyrir nokkrar hornasir og hósta stundum þá er hann aldrei lasinn með hita og slen.

Súbbinn okkar þurfti smá viðgerð hjá pabba um helgina.  Þar sem pabbi minn er einn duglegasti maður sem ég þekki þá var hann ekkert að bíða með þetta og súbbinn var klár á þriðjudag :o) – og aldrei betri ! Takk elsku pabbi minn :o)

og Inspiron lappinn minn fór í viðgerð á mánudaginn 2 nóv, vegna móðurborðsins, eina ferðina enn… Og þessar elskur í EJS skiptu henni út fyrir mig, er núna með litla xps 1330 vél  - sem er algjör draumur í dós !

Ég er nokkuð orðin klár á jólagjöfum og er jafnvel að spá í að klára dæmið bara um helgina – væri það nú ekki dásamtlegt að vera búin með jólagjafakaupin um miðjan nóvember…??

- já og btw – fer í klippingu á föstudag –stutttttt !!!!

Knús á línuna !

mánudagur, nóvember 09, 2009

átti snilldar helgi

Sonur kátur á fótboltaæfingu.  Við áttum góða helgi í sveitinni.  Róleg og notaleg.  Var jú tölvulaus, en ég var með Lisbeth Salander í staðin. 

Áttum svo notalegan sunnudag saman við mæðgin. 

miðvikudagur, nóvember 04, 2009

miðvikudagur…

hafið þið tekið eftir því að það er alltaf miðvikudagur ? mér finnst alltaf vera miðvikudagur.  Íris vinkona benti mér á þetta eitt sinn í EJS og hún hafði rétt fyrir sér – maður tekur eftir miðvikudögunum. 

Hjónaball var bara snilldin ein.  Maturinn virkilega gómsætur, enda var ekki við öðru að búast þegar  Hermann var í nefnd.  Skemmtiatriði fín, ekki of mörg svo maður náði að spjalla og hlæja með borðfélögum sínum og taka fyndar myndir – sem eru enn undir ritskoðun :o)

Ég er bara kát.  50 dagar til jóla.  Sonur kátur.  Ætlum í sveitina næstu helgi.  Vona að lappinn minn verði kominn úr viðgerð þá… Honum datt í hug að hætta bara að virka á sunnudagseftirmiddegi – búin að vera þægur og fínn í háhraðanetinu í Fellshlíð.