vikan fljót að líða.
Fór í klippingu á föstudaginn og vá vá – það er geggjað ! Hann vissi alveg hvað ég var að leita eftir. Ég er semst með stutt hár – alveg stutt!
Fór á We Will Rock You sýningu VMA. Ágæt, gaman að sjá hana, nokkrir góðir söngvarar. Flottir búningar :o) Fór með Elísu vinkonu og við skelltum okkur aðeins á trúbbakvöld á Kaffi Ak eftir sýningu, en vorum svo bara rólegar og fórum snemma heim.
Þetta var semst róleg og notaleg helgi.
fer upp í sveit í dag. Gabríel er búin að hlakka svo til´. Sönglaði út í bíl í morgun “fer til afa og ömmu í dag” Voða kátur. Hraustur og hress.
Ég fór í flensusprautu, við svínó, og mér líður bara vel. Pantaði tíma handa Gabríel líka.
Hlakka til jóla. 34 dagar til jóla. Hlakka til að fá Dóu heim, hlakka til að fá kannski að sjá framan í Röggu í næstu viku, og fá að hitta litla gullmolann hennar hana Svövu. En þær mæðgur eru að koma í viku heimsókn á skerið. Vona bara svo innilega að þær nái að kíkja norður.
Mig reyndar langar líka agalega suður. …..