þriðjudagur, mars 30, 2010

Frábær helgi og páskar framundan

átti alveg snilldar helgi í borginni.  Vinkona mín Eygló kom með mér og við skemmtum okkur snilldar vel.  Mikið labbað, kjaftað og verslað.   hjalpar til að tína veskinu sínu á djamminu – þá eyðir maður ekki eins miklu í brennivín, og ekki skemmir að finna veskið í óskilamunum á Broadway svo maður geti verslað almennilega í þynnkunni !

Og núna eru páskarnir.  Sé frammá að vera heima.  Slappa af ein heima.  Sonur fer til pabba síns.  Skutlast í sveitina í steik til mömmu og pabba.  En það er nóg um að vera hérna á Ak. 

Er svo fegin að pabbi Gabríels býr hérna á Ak núna.  Já fyrir nokkrum árum (nánar tiltekið 3) þá hefði það ekki hvarflað að mér.  En þegar ég flaug suður og heim aftur um helgina þá var meginhluti farþeganna börn yngri en 10 ára.  Jafnvel kríli á aldur við son minn.  Merkt í bak og fyrir með hálsböndum og flugfreyjurnar hafa varla undan við að passa krakkana.  Öll áttu þau það þó sameiginlegt að þau voru til fyrirmyndar í vélinni, þæg og flott.  Harður heimur fyrir þessi börn að hitta kannski annað foreldrið sjaldan og þurfa að fljúga landshorna á milli til þess. Gabríel gat hoppað yfir til pabba síns um helgina því ég þurfti úr bænum.  það er ómetanlegt fyrir “skilnaðarbörnin” að geta hitt báða foreldrana án mikillar fyrirhafnar. 

sunnudagur, mars 21, 2010

Þórhalla systir á afmæli í dag !

Til hamingju með afmælið elsku Þórhalla !!

untitled

Knús og kossar frá okkur Gabríel !

fimmtudagur, mars 18, 2010

.. and thanks for all the fish..

Þetta er skuggalega fljótt að líða ! kannski er það bara þessi árlega afmæliskrísa sem læðist upp að manni og “booo” þannig maður flörgrar upp af værum doða.. Á enn eftir tæpa viku í að verða alvöru fullorðin.. samt finnst mér ég ekki degi eldri en þegar ég átti soninn fyrir 5 árum síðan.  Hann stækkar og þroskast en ég bara er ennþá í sömu sporum.. hmm…

mánudagur, mars 01, 2010

Myndskilaboð

Sumir vilja bara vera uti i svona vedri



já já – og febrúar…

ok – það er bara nóg að gera og ekkert fréttnæmt – kannski nota ég facebook líka of mikið gætiverið. 

En við erum hress og hraust og kát .  Ekkert nýtt að frétta bara gaman að vera til :o)

núna er kominn mars semsagt, bjórinn á 21. árs afmæli í dag, nokkur önnur afmæli í mánuðinum, árshátíð í enda mánaðarins og svo páskar í byrjun aprí – þá fer sumarið alveg að koma :D