mánudagur, maí 31, 2010

Myndir úr brúðkaupi komnar inn :)

Ég tók nokkrar myndir í brúðkaupi þeirra Jóhönnu og Jóa.  Þetta var alveg hreint frábær stund. 

Brúðkaup Jóhönnu og Jóa 29.05.2010

DSC07959

Dásemdar helgi

átti yndislega helgi.  Fór suður á laugardag og var viðstödd giftinu góðrar vinkonu.  Athöfn og veisla alveg snilldin ein!   Er svo gaman að taka þátt í svona stórum dögum hjá þeim sem manni þykir vænt um.  Var frábært veður og dagurinn alveg meiriháttar :o)

Fór svo upp í sveit þegar ég lenti á Akureyri í hádeginu í gær.  Hjálpaði pabba að marka það sem var borið og allt sett út í góða veðrið. 

Var lúin þegar ég kom heim í gær, pantaði mér pizzu og setti lappir upp í loft í Lazy boy og horfði á TV.

Mikið hlakka ég til að fá mömmu knúsið mitt á eftir :o)

fimmtudagur, maí 27, 2010

Hvítasunnuhelgin

var fín, vorum í sauðburði.  Kíkti til AK á smá djamm með skvísunum og kom aftur í sveita sæluna á sunnudag.   Gabríel með hjólið sitt, og það tók upp mestan áhugann hjá honum.  Það var ekki fyrr en síðasta frídaginn (þriðjudaginn) sem hann vildi bara vera í afslappinu og horfa á barnaefnið.  Annars var hann farinn út að hjóla eða með okkur upp í hús , svaka duglegur :o)

Tók Orlofsdaga þrið og mið til að aðstoða heima, bara fínt :o)