“á morgun á morgun” er það eina sem kemst að hjá mér núna. Ég fer í frí á morgun. Ég er gjörsamlega komin með upp í kok og algjörlega búin með alla orku sem ég á til. Er búin að njóta þess að vera ein í vinnunni, hlusta á tónlistina mína og hafa það fínt. Líka heima, búin að njóta þess en ég er farin að sakna guttans heldur mikið núna og hlakka óskaplega til að fá hann heim á morgun.
Síðustu helgi sátum við vinkonurnar úti á svölum með hvítt og sushi. Afskaplega notalegt, dönsuðum smá á Pósthúsinu á eftir.
Ættarmót á Reynisstað á laugardeginum, gaman að hitta alla þar, grillað, spjallað og hlegið. Mjög gaman :o)
Svaf út á sunnudag. OMG hvað það var mikil snilld !
En á morgun – á morgun eftir vinnu er ég komin í sumarfrí. Litla mömmu hjartað mitt er samt smá stressað yfir því að sonurinn er að fara í skóla í haust. Ætla að fara með hann á morgun og leyfa honum að velja sér skólatösku, og kaupa svo liti og dótið ofaní hana :) – töskurnar eru sko á tilboði núna í Eymundsson, þessar góðu með bakstuðningnum og smellunni yfir brjóstkassann, auk þess eru þær með nestisboxi og brúsa. Minn maður verður ekkert smá stoltur þegar hann fær að velja sér tösku, hann er svo spenntur fyrir skólanum :)