og það eru bara 8 dagar þangað til ! Dásamlegt alveg
Er að verða búin með jólagjafir, þe ég er búin að kaupa og gera allt, bara eftir að pakka. Sendi eina suður og er að vona að ég meiki að koma henni á póstinn á morgun, þá er þetta allt í höfn.
Við höldum upp á afmælið hans Gabríels í dag – bjóðum nokkrum strákum úr bekknum hans, verður eflaust mjög mikið stuð.
Annars reyni ég að láta dimmuna og kuldan ekki hafa áhrif á mig í desember. Nóvember var nógu erfiður; langur, dimmur og kaldur. Núna er aðventan með jólaljósum og jólalögum og piparkökum og kertum. Dagarnir fara að lengjast aftur – eftir bara 5 daga !
Þar til næst – látið fara vel um ykkur og ekki stressast of mikið; jólin koma þó það sé smá ryk í hornum!