miðvikudagur, september 28, 2011

Heimadagur í dag

Red by Sólargeislinn
Red, a photo by Sólargeislinn on Flickr.

Sonurinn er lasinn. Ekkert óhress, hann er með 1 stig og hæsi greyið. Reyndi að herða stofninn í gær, en hreinlega gat ekki horft framhjá því í dag.

þannig í dag liggur fyrir rólegur og notalegur dagur. Með smá dash af Bjargi í kvöld.

Sat í gær og las og las um myndavélina, myndatöku og uppsetningu mynda og samsetningu mynda. hrikalega skemmtileg lesning á mörgum síðum á netinu. Í gær var svo fallegur dagur. Mig langaði hreinlega bara til að vera úti með myndavélina. það er það mest afslappandi sem ég veit...

knús á ykkur - eigið góðan dag elskurnar !

mánudagur, september 26, 2011

Haustlitir

Haustlitir  by Sólargeislinn
Haustlitir , a photo by Sólargeislinn on Flickr.

mér finnst bara svo gaman að taka myndir. Sat í skóginum í gær, bæði í regni og sól. Með og án varga. Ein með sjálfri mér. Og ég bíð þess að geta það aftur. þetta eru svo snilldar stundir, bara úti í náttúunni með myndavélina.

Mér hefur alltaf þótt gaman að taka myndir, af hverju hef ég ekki leyft þessu að þróast fyrr; þe fengið mér almennilega myndavél og farið út í ljósmyndun ?

Svo þegar haustlitirnir eru farnir, þá kemur veturinn með snjóinn og alveg nýja ásýnd ! og nýtt myndefni ! vá - í fyrsta skipti í langan tíma - held ég bara í fyrsta skipti alveg - hlakka ég pínu til að fá snjóinn...

sunnudagur, september 25, 2011

Rólegur sunnudagur

átti dásamlegan sunnudag.  Fór í sveitina mína sem skartar sínum fegurstu litum núna.  Labbaði um Belgjarskóg með myndavélina mína. Algjör snilld.  Kyrrðin og fegurðin. Fuglarnir og flugurnar.  Reynar fékk ég alveg að heyra það frá nokkrum rjúpum sem voru sko alls ekkert hressar með þetta uppátæki mitt.  En ef mann vantar að fara og kúpla sig alveg úr amstri dagsins þá er þetta það sem ég mæli með. 

Annars er voða skrýtið að hafa ekkert til að stressa sig yfir.  Allt er eins og það á að vera.  Þannig vonandi get ég tekið fleiri svona daga eins og í dag.

nikon

miðvikudagur, september 21, 2011

Stund á milli ....

Stund..  by Sólargeislinn
Stund.. , a photo by Sólargeislinn on Flickr.
vikan byrjaði ekki vel hjá mér. Mánudagurinn var dagur allra mánudaga, og ósköpin enduðu ekki fyrr en á miðnætti, en það hvellsprakk pera í svefnherberginu mínu korterí tólf... svo ég mátti taka fram ryksugu og þrífa nánast allt herbergið því glerbrotin flugu um allt. Heppni að hvernig ég lá í rúminu snéri frá gusunni..

í dag fórum við sonur og áttum smá stund á milli stríða. Sótti hann í skólann og við út í Kjarna. Hann að vaða og ég með myndavélina.

Alltaf afskaplega gott að komast út fyrir bæinn, þó það sé ekki lengra en í Kjarna. Með myndavélina á nefinu, bara að gleyma mér i eigin hugsunum að reyna að fanga eitthvað myndefni... stundum verða þau bara til stundum ekki..

þar til síðar elskurnar :)

föstudagur, september 16, 2011

langar í alvöru kaffi!

Published with Blogger-droid v1.7.4

sumarið mitt...

drowning flower..  by Sólargeislinn
drowning flower.. , a photo by Sólargeislinn on Flickr.

búin að eiga snilldar sumar ! en er bara ekki alveg reiðubúin fyrir veturinn strax. Sonurinn byrjaði í öðrum bekk og er afar sæll með þetta.

Helstu fréttir sumars eru þær að ég keypti íbúðina mína í Hjallalundinum. Stór ákvörðun, en góð. Mikið leið mér vel eftir að ég ákvað að taka stóra skrefið og verða fullorðin. Sá mig heldur ekki vera að fara neitt næstu árin á meðan sonurinn er svona ungur. Honum líður svo vel, ánægður í skólanum, góð regla á helgum með pabba hans og ferðirnar okkar í sveitina. Ég er ánægð í vinnunni, svo hvað annað þarf til ? Kostirnir eru miklu fleiri en gallarnir.

vona að þið eigið góða helgi sem enn kíkið hér inn reglulega. kannski ég ætti nú að bretta upp ermar og nota þetta blogg mitt aðeins meira ?