jólin eru að koma! Er smá stress í mér, kvíði fyrir að vera ekki með soninn. En við eigum virkilega góða daga núna, njótum aðventunar, jólumst heima og úti.
Er búin að vera með verki í puttunum á að fara út að mynda, sl vika var svo fallegt veður, frost og stilla. En alltaf er komið myrkur þegar ég hætti að vinna.
Stoppaði við Mývatn á leiðinni heim, stillti upp þrífætinum og skeltli vélinni á standinn. Fraus nokkuð við að standa þarna, en einhvern veginn finn ég ekki fyrir því, ekki fyrr en ég hætti og er komin í bílinn aftur. Sonurinn alveg rólegur í bílnum, hann er orðinn nokkuð vanur mömmu sinni og hennar dyntum þegar vélin er nærri.
Þetta ætla ég að gera þegar sonurinn er hjá pabba sínum, fyrir jólin. Og um jólin. Ætla að vera úti með vélina, í myrkrinu, að æfa mig. Lærði helling bara á að taka þessa mynd í myrkri :)