- og þau voru yndisleg. Sonurinn var hjá pabbanum og hafði það gott, var ánægður með jólin sín þar. Hann kom svo til mín 26. des, og var svo kátur og ánægður með allt. Áttum yndisleg áramót í sveitinni, fullt af "gettum" skotið upp.
Er núna að vinna mig upp í það andlega að taka niður jólaskrautið í dag. Td kveikti ég ekki á seríunum í morgun, svo ég þarf ekki að byrja á að slökkva á þeim í dag. Jólabollinn kominn í skúffu, þarf að finna mér svona könnu heima, gleðilega könnu undir sódavatnið mitt :)
Annars var síðasta vika hell, óheppnin elti mig. Byrjaði á að sjóða þvottinn minn, síðan var kortið mitt hackað, og að lokum dó routerinn minn. Byrjun á nýju ári. Fall er fararheill ?
Allavega, þá byrjar rútínan aftur í dag. Vinna, rækt, og allt að komast í fastar skorður.
Átti já dásamleg jól, áramót, þrettánda og helgin sl var góð.
Myndavélin mín hefur mikið um þetta að segja. Að taka það sem hefur áður kynnt undir þunglyndinu mínu, og koma því á fallegar myndir er ótrúlega gefandi, styrkjandi. Og að fá viðurkenningu vegna þess frá öðrum hjálpar líka til við að styrkja sálartetrið og sjálfsímyndina. Að fara út, standa með vélina, get svo gleymt mér, tímunum saman.