mánudagur, maí 29, 2006

3ja hæðin tekin í gagnið :o)


Halló halló - yndisleg helgi. Við fluttum tölvurnar upp á 3ju hæðina - sem er alveg ofboðslega flott! Er meeega þreytt í fótunum eftir flutningana, ekkert smá að flytja dótið upp 2 hæðir... he he vorum að gera grín að því að við værum ekki lengur í flutningsæfingu :o)
En þetta er alveg rooosalega flott hæð hjá honum Hjölla mínum!!

Svo klippti ég gaurinn minn, notaði svona rakvél, svo hann er með hálfsnoðaðan kollinn, sumarklippingin í ár :o) hann er algjör rúsína svoleiðis. Hann er rosalega ánægður með þessar breytingar á húsinu, það er nefnilega svo miklu meira af opnu rými og hann getur hlaupið miklu meira um allt þarna uppi.
Eins og sést á myndinni eru genin á réttum stað í litla prinsinum mínum :o)

hafið góðan dag, Guðrún K. "stolt móðir"


mánudagur, maí 22, 2006

Dóa snillingur!!

Hún Dóa mín, snillingurinn, heilinn, námshesturinn, besta manneskja í heimi,
kláraði BA verkefnið sitt á föstudaginn!!!!
Gefum henni gott klapp á bakið!!!!

TIL HAMINGJU!!!!

Hvaða dagur er í dag?


og hvað mætir manni þennann mánudagsmorgun?? Þetta er nóg til að gera mánudaginn þokkalega erfiðari en vant er... og mánudagar eru sko ekki mínur uppáhalds dagar eins og mörg ykkar sko vita....

föstudagur, maí 19, 2006

Tímamót.



Fyrsta listaverk sonarins litið dagsins ljós. Málverk frá leikskólanum Kærabæ. Það er full vinna að vera stolt mamma, og ég er ekkert að spara montið. Þetta er svo ótrúleg tilfinning, og brosið sem maður fær þegar maður sækir litla mann á leikskólann er það dýrmætasta sem ég hef átt um ævina. Allir dagar verða sérstakir þegar maður fær svoleiðið bros.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Góðan daginn


ég vaknaði við kvakið í syni mínum í morgun kl 7. merkilegt nokk þokkalega útsofin barasta! Oki, ég ákvað að prufa að nota sprey, þeas hrotusprey, og viti menn, allir sofa betur í húsinu. Hmmm... og ég er ekki lengur marin á hnénu eftir barsmíðar mannsisn míns um miðjar nætur. Versta er að ég vakna núna við hans hrotur. Reyna að fá hann til að nota þetta líka.
En Gabríel er orðinn hress og kátur. Sefur núna allar nætur, og ekkert vesen.
Hjölli er búinn að lakka allt uppi, og nú getum við farið að ferja dót upp á 3 hæð og taka hana í gagnið. Hér má sjá smá sýnishorn af þessari hæð : Sunnuhvoll 3 hæð. Ég fæ stórt herbergi undir mitt dót, semst tölvuna og allt föndrið mitt. Auk þess sem ég kem sófanum leikandi fyrir. Hlakka mikið til. Stór gluggi, útsýni til austurs og yfir fjörðinn.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Ótrúlegt en satt...



Í gærkveldi gerðust þau stórmerki að ég sofnaði við tölvuna mína. Já, ég sofnaði framan á lyklaborðið, í miðjum leik, WoW, á teamspeak með yfir 20 manns spjallandi í eyrun á mér, og plottandi hvernig væri best að ná Hakkar í ZG niður einungis með einum warrior.

Já þessi ælupest sonarins er farin að taka sinn toll á okkur. Ekki heill nætursvefn í heila viku, 4-6 þvottavélar á dag af gubbudóti, grátur og gnístandi tennur. Og að horfa á soninn missa undirhökuna, bollukinnarnar og bumbuna. Hann er alltaf jafn sætur, en halló - ekki allt á einni viku commmonnn!!

En þetta er held ég bara að verða búið, hann svaf í alla nótt - já ó já það var svo gott að vakna í morgun....
Svo erum við með breyttan opnunar tíma - frá 09:00-16:00 og lokað á laugardögum - þetta er semst sumaropnunnartíminn ég er rosa ánægð!!

miðvikudagur, maí 03, 2006

mæðulegur miðvikudagur



Ég vaknaði í morgun, reyndi eftir fremsta megni að segja sjálfri mér að dagurinn í dag yrði góður dagur, þrátt fyrir svefnlitla nótt, grenjandi rigningu og yfirvofandi blankheit. Gabríel er eitthvað rosalega pirraður, sennilegast illt í gómnum, jafnvel mallanum, með hita. Gallinn er sá að hann getur ekki sagt mér hvar hann finnur til, ég reyni að gera lífið hans bærilegra, en samt er ég ekki að ná að hitta á réttan stað. Endanum lagði ég hann í rúmið aftur og hann sofnaði, aðeins klukkutíma eftir að hann vaknaði. Enda kannski svaf hann álíka lítið og ég í nótt þar sem hann var ástæðan mín fyrir vöku.
Er í vinnunni. Ekkert að gera. Rigning, og skap í fólki eftir því. Kannski virkar hluturinn ekki og þá kemur upp pirringur, og rigningin og rokið hjálpa ekki til. Ég er að reyna að halda sönsum, en eins og sjá má mynd þá er mitt útsýni ekki upp á marga.....

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Sko...

Mér finnst að ráðamenn þessarar þjóðar sem er norðarlega í ballaríshafi ættu að setja á lögbundin frídag fyrsta almennlega sólar/sumardaginn.
Td hérna í dag er BRJÁLÆÐISEGA gott veður, það er GLÆPUR að hanga inni á svona degi,.,.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

SOS SOS

Ef einhver góðhjartaður á leið niður Laugarveginn í dag - vinsamlegast stoppið í sjoppu, kaupið eftirfarandi:
  1. 2l Kók
  2. Hraunbitakassa
  3. súkkulaði ís (ms 2l)
  4. Marssúkkulaði
  5. Kúlusúkkpoka
fara svo með þetta til hennar Dóu, hún er lasin heima.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sól og rólegheit

það er nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni. Ekkert... meira að segja Marínó, eigandinn er ekki ánægður með þennann mánuð. Fermingar komnar og farnar og við fundum ekki svo mjög fyrir þeim, því er nú ver og miður. En samt er ég búin að ná að selja ágætlega að mínu mati, en greinilega ekki nóg. En hvað á maður að gera þegar fólkið kemur ekki inn?
Næsta helgi er undirlögð í ferðalag til Mývó og Akureyrar. Hörður bróðursonur Hjölla er að fermast á laugardaginn. Það er alltaf gaman að hitta fólk, en núna erum við bara að sigla inn í svooo blankt tímabil að við höfum varla séð annað eins í maarga mánuði. Engin Reykjavíkurferð í náinni framtíð.
Hjölli er að verða búinn með hæðina, og hún er bara meeeega flott. Hlakka til að flytja mig upp með tölvurnar mínar, og sitja við stóra flotta gluggann minn og horfa út á fjörðinn. Þarna get ég líka verið með föndrið mitt, í friði inni hjá mér, þar sem það er ekki fyrir neinum, og ég get skilið við það eins og ég vil og gengið að því þegar ég vil. Þetta verður svo mikil snilld!
Hvenær á að kíkka í heimsókn? Gestaherbergið er til - það er við hliðina á nýja tölvuherberginu mínu!!!

laugardagur, apríl 22, 2006

Gaukur í suðri..

er það ekki sælugaukur??
Alveg yndislegt veður úti, en maður þorir ekki að nefna það vegna hættu á að "jinxa" góða veðrið í burtu.
Er í vinnunni, Kítara kom með mér en er í passi núna. Heppin hún, hittum "smiðinn" hans Hjölla í sjoppunni, hann var að fara á hestbak og var sko til í að taka tíkina með sér. Hann kom við áðan, sagði að tíkin væri sofandi í hesthúsunum þar sem hún hafi fengið víðáttubrálæði með alla girðingarstaura sveitarinnar í kjaftinum, og undir lokin þá varð hann að stoppa hrossið til að biða eftir henni. Litla ferfætta hetjan mín.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

löngun...

Dóan mín varð að logga sig út því hún varð að finna pláss fyrir alla gestina sem væru að koma til hennar, ég fann fyrir svona sárri löngun til að fara þangað líka og upplifa gömlu góðu stundirnar sem við áttum í gamla daga...

góðir páskar :o)

fór með soninn til mývó, hótel aLa Mamma og Pabbi. Hjölli varð eftir til að endurbæta efri hæðina og holið niðri. Þetta er orðið svo flott, ég brenn í skinni yfir að fara að nota þetta rými sem við erum að fá í hendurnar! 70 fermetrar auka - það er bara eins go ágætis leiguíbúð í hinni dýru Reykjavík!!
Fékk góðan mat og gott páskaegg. Sonurinn fór að taka upp á því að príla upp á eldhússtóla, sem þýðir að nú er ekkert heilagt neinstaðar. Hann veit að ef hann færir stólinn og prílar upp þá nær hann hærra í hluti sem hann hefur ekki fengið að kanna ennþá. Nýr heimur að opnast fyrir honum blessuðum.
Ég er ein hérna í búðinni. Bókarinn er í fríi, og það er afskaplega rólegt eitthvað yfir öllu. Ætli ég verði svikin einu sinni enn á sumarfílíngnum? Gráar götur, allt autt nema skaflar hér og þar sem eru eftirstöðvar veðurofsans sem gekk hér um. Ég vil að sumarið fari að koma, commonn það er apríl FCOL...

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Lítil prinsessa!!

Í morgun kl 05:30 kom lítil prinsessa í heiminn í Reykjavík, óskýrð Ingu og Káradóttir. Gekk vel og er þetta myndar stelpa 47 cm og 9 merkur, með fullt af dökku hári :o)

Velkomin í heiminn litla prinsessa og til hamingju elsku Kári og Inga Hrund!!!
ástarkveðja
Guðrún, Hjörleifur og Gabríel Alexander

föstudagur, apríl 07, 2006

XXL

ég þoli ekki þegar fólk er dæmt eftir einhverjum stöðluðum útlitsgreinum úr tímaritum, sjónvarpi og hinu daglega lífi auglýsinganna. Og ef maður fellur ekki alveg inn í þá staðla þá á maður, samkvæmt þessum fjölmiðlum, að gera eitthvað í því. Ef þú stundar ekki ræktina og ert XL manneskja þá hlýtur að vera eitthvað að. Núna er því td haldið fram að ég sé ólétt á Fásk þar sem ég fell ekki alveg inn í þessa stöðluðu ímynd... tek það fram ég er ekki ólétt (barnshafandi)

Guðrún K. Valgeirsdóttir

ps. ég ætla að fá mér páskaegg....

mánudagur, apríl 03, 2006

gamla lúkkið

já ég ákvað að setja upp gamla lúkkið aftur. Kunni aldrei við hitt, og ég gruna að fleiri hafa gert svo því innlitum snarfækkaði við það.
Gott veður og vorfílíngur í gangi. Ég fór í klippingu og "litun" sl viku. Það er sossum ekki frásögur færandi nema að klippigellurnar eru að tala um mann sem býr í Jökuldal.
Hann er búinn að vera að stúdera veðurfræði gömludaganna. Þá voru gamlir kallar sem sátu sennilegast í baðstofunum á kvöldi til og spekúleruðu í þessum málum, með hliðsjón til tungla og stjarna. Nema hvað, þessi maður kom með það að í ár yrði mars kaldur, apríl heitur, mai kaldur og sumar kæmi 10. júli. Ok þá höfum við það gott fólk.

föstudagur, mars 31, 2006

ég er stelpa..

já inn kom maður, ég afgreiddi hann með millispjöld í möppur. Þegar hann var að borga kemur inn gamall maður, Fáskrúðsfirðingur. Hann spyr um Ella, hvort hann sé við. Ég svara því neitandi, hann sé í fríi. Þá spyr kall, "nú og hvenær kemur hann aftur?" ég svara honum eins og er að Erlingur sé í barneignafríi og hann sé ekki væntanlegur fyrr en í Júlí. En bæti svo við spurningunni um hvort ég geti ekki eitthvað aðstoðað hann í staðinn. Þá gelur í kalli "nei.... " og í hurðinni kemur aðeins lægra "ég þarf að láta gera við tölvuna mína..." og fór.

fimmtudagur, mars 30, 2006

þjórfé á Kúbu

Kom ein til mín áðan. Hún keypti fullt fullt af pennum, ódýrum en samt góðum pennum, ósköp venjulegum pennum. Yfirstrikunarpennum, rauðum pennum, bláum pennum. Hún var á leið til Kúbu, þar er þetta munaður og fyrsta flokks þjórfé!! Talandi um að vera nægjusamur....

miðvikudagur, mars 29, 2006

brjálað veður

Það er alveg snælduvitlaust veður úti. Komst til vinnu, en hefði alveg viljað vera heima. Verður ekki mikið að gera í dag ef veðrið heldur svona áfram.
Ég er ein, alein, í vinnunni. Elli er farinn í fæðingarorlof og Þórdís er í bjartsýniskasti og ætlar til A-eyrar í dag.
Ferð okkar norður gekk hinsvegar mjög vel. Vorum heppin með veður og færi. Gabríel þessi engill minn var eins og lítið ljós við afa sinn og ömmu á föstudag þegar við Hjölli vorum á jarðarförinni. Það er gott að eiga góða að.
Guð veri með ykkur og ég bið ykkur vel að lifa.