mánudagur, ágúst 31, 2009

loks á meðal lifenda..

úff þetta er eitthvað sem ég vil ekki fá á næstunni aftur en þvílíka ógeðispest sem þetta var.  Lá rúmliggjandi alla sl viku! Heppin að eiga góða að en þær elskulegu Sylvía og Áslaug hjálpuðu mér með að sækja og sendast með Gabríel.  Ég get með sanni sagt að á föstudag var ég komin með ógéð á rúminu mínu.  Reyndar svo eftir að koma heim í gær – búin á því eftir réttir þá var rúmið mitt best í heimi !

En helgin var góð.  Á föstudag fann ég orku til að keyra í sveitina.  Skólinn hans Gabríels var lokaður vegna starfsdags svo við fórum bara snemma.  Fínt því mér leið alltaf best nývaknaðri.  Og ég fór ekkert úr húsi fyrr en á sunnudag (nema með nammidagsferð í búðina á laugardag auðvitað)

Réttir gengu vel, gott fólk að draga með okkur.  Gaman að hitta þær mæðgur Snjólaugu, Sunnefu og Eik :o) Sylvía og Áslaug voru eins og færibönd með kindurnar enda gekk þetta vel hjá okkur :o)

Fór svo í bíó með soninn í gær og við sáum myndina Upp en hún féll ekki alveg í kramið hjá þeim stutta.  Hann skildi hana ekki og var orðinn pirraður í lokin.  Kannski bara þreyta líka – langur dagur.  Honum fannst gott að koma heim blessuðum :o)

Réttarmyndir á flikkrinu : Reykjahliðarréttir

aslaug_gah_rettir

mánudagur, ágúst 17, 2009

smá sól !

þegar við vorum að fara út í bíl í morgun þá upplifði ég smá haust í loftinu… svona fyrsti morguninn sem ég finn fyrir þessu.  Semst sumarið er búið…

Átti snilldar helgi.  Rima vinkona kom í heimsókn í mývó á laugardag með börnin sín tvö.  Ég hafði td aldrei hitt litlu prinsessuna hennar hana Unnu Dís.  Þvílíka skvísan sú litla. Og Hartmann orðinn svo stór og flottur ! Við Rima þurftum mikið að tala og sem betur fer þá náðu guttarnir okkar vel saman og gátu leikið sér.

Ég er svo stolt af henni Rimu.  Hún er svo dugleg og ég vona að allt gangi upp hjá henni, því ef einhver á það skilið þá er það hún ! Það er margt sem við höfum gengið í gegnum. Og það er alltaf spurningin um hvernig við vinnum úr þeim hlutum, aðstæðum og tækifærum sem við fáum uppí hendurnarnar.  Ég er td afar ánægð með hvernig hlutirnir þróuðust hjá mér og er ánægð og sátt með hvernig lífið er í dag.  Er á minni hornhillu og bíð eftir fyrsta tækifæri að taka stökkið :o)  - þá er það efnahagsástandið sem stoppar helling.. en það er bara að brosa og þakka fyrir það sem maður hefur :o) og ég hef það gott !

knús

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

og jólin nálgast :o)

sumarið er búið, já ég er ekkert að fegra hlutina.  Það kom sumar í 3 vikur, heppin ég – það voru akkúrat þessar 3 vikur sem ég var í sumarfríi.  En síðan ég kom úr fríi er búið að vera rigning og súld hérna á Akureyri.  Mér er löngu hætt að finnast þetta sniðugt. 

Annars er bara gott að frétta af okkur mæðginum.  Lífið er komið í fastar skorður og jafnvel maður segi “sem betur fer”.  Eins og ég elska frí, sumarfrí, dútl og leti; þá á ég það til að verða þreytt í rótleysi og rútínuleysi. Sonur er líka kominn á sitt ról; dettur út af 20:11 nákvæmlega on the dot, og springur úr rúminu 06:56 á morgnana..

Og núna getur maður bara farið að huga að jólagjöfum, kortagerð (haha einmitt) og afmælisveislu.  Ég er sko byrjuð að huga að afmæli sonarins, ætla að halda honum alvöru barnaafmæli helgina fyrir jól :O) – já hver hefði trúað því fyrir ca 10 árum að ég ætti eftir að halda barnaafmæli… með dúkum, glösum, kertum, kökum (sem ég auðvitað baka sjálf – er miklu duglegri þar en í kortagerð) pökkum og söng… kaffi fyrir foreldra (aðallega mæðurnar sem við hittumst alltaf í veislum barna okkar – engin samskipti utan þeirra ha ha )

Ég er alveg hrikalega ligeglad þessa dagana.  Er bara ekkert að stressa mig á hlutunum, og þarf ekki einu sinni á Polly að halda lengur.  Hlutir eru svona status quo, sonur hraustur, vinnan skemmtileg, peningar duga, súbbi gengur, og ég kát :o)

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Allir að kjósa Halldóru

Halldóra litla frænka mín er að læra skóhönnun og er að gera virkilega flotta hluti.  Núna þarf hún okkar aðstoð með að kjósa hana áfram í verkefni VivaLaDiva sem gæti komið henni talsvert áfram á braut tækifæranna !

hún er þegar komin í 10 manna úrslit og þarf núna að fá aðstoð okkar.  Endilega smellið á slóðina : http://www.vivaladiva.com/shop/page?pageId=3027&cm_sp=vldfreeformat-_-Cordwainers-_-Halldora

og svo kjósa !!! 

VLD_logo

mánudagur, júlí 27, 2009

bloggleti…

já allt of mikil bloggleti í mér þessa dagana.  Meira að segja bara tölvuleti.  Ég kem úr vinnunni og ég td sleppi alveg WoW þessa dagana.  Er meira með bókina á nefinu, alveg dottin ofaní lestur. 

En sl vika var fín. Sonur var heldur þreyttur þar sem það tekur á að byrja aftur í skólanum.  En gekk vél.  Vikan var heldur tíðindalaus.   þannig engar fréttir góðar fréttir.  Er bara ekkert að gúddera þetta veður.  Mér finnst bara ekkert í lagi að 3 vikur séu það eina sem við fáum af sumarveðri.  Ég var heppin að vera í fríi akkúrat þá. 

Við fórum í Fellshlíð á föstudag.  Loksins fékk sonur að fara í Fellshlíð. Harpan var þar líka go var afskaplega gott að sjá hana.  Svo langt síðan ég hef fengið Hörpuknús ! Svo við áttum gott kvöld; mikið talað og mikið hlegið!

Sonur fékk svo að fara á Hálfvitatónleika á laugardagskvöld.  Hann skemmti sér vel blessaður; fannst þetta allt afar spennó – vaka lengur, tralla og horfa á fólkið og fá að borða úti fisk og franskar :o) Við Anna skemmtum okkur vel líka ! 

Ég er alveg andlaus…. (enda mánudagur)

gah_husavik

mánudagur, júlí 20, 2009

Nikulásarmót

Sonur minn kominn heim.  Mér leið afskaplega vel þegar ég var að fara að sofa í gær; allt eins og það á að vera ! Það síðasta sem ég geri áður en ég fer sjálf að sofa er að fara inn til hans og breiða betur yfir hann, ath hvort allt sé ekki örugglega allt í lagi og jafnvel taka dót sem tekur upp allt plássið í rúminu hans :o)

Við fórum á Nikulásarmótið á Ólafsfirði.  Rosalega gaman ! Vorum í tjaldbúðum Mývetninga og horfðum á fótbolta.  Gabríel var áhugasamur á laugardeginum en var heldur þreyttari á sunnudeginum :o) Þetta var mjög gaman og Hjörtur Smári og liðið hans urðu í 2. sæti í hans flokki! Rosalega duglegir krakkar þarna á ferð!

Afskaplega gott að koma heim í gær.  Gabríel var fljótur að tæta til allt dótið sitt og leika sér með allt.  Ég meira að segja fann fyrir smá spennufalli; sumarfrí búið, allt að komast í fastar skorður aftur.  Mér finnst ég gæti sofið í heila öld samt.  Skrýtið.  Það eru kannski bara eftirstöðvar að hafa sofið í tjaldi um helgina.  Hvíldist ekkert of vel.  Kannski ég fari bara fyrr að sofa í kvöld.  Sonurinn fékk spennufall í gær klárlega.  Hann var ekkert búinn að vera heima í tvær vikur og var kominn  með söknuð í dótið sitt.  Þegar hann var búinn að ath hvert einasta dót í herberginu þá spyr hann um hálf átta : “mamma má ég fara að sofa núna” og við burstum og ég les hálfa bók (disney sögustund) og hann er sofnaður klukkan átta.  Alveg búinn.   

Búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Nikulásarmót Ólafsfirði 18-19 júlí

gah_hjortur_sylvia_aslaug

föstudagur, júlí 17, 2009

Fyrsta vinnuvika eftir frí

er liðin :) eða næstum því – á klukkutíma og tuttugu mínútur eftir.  Búin að vera ein heima þessa vikuna.  Og bara búin að vinna, lesa, sofa og horfa á Chuck þegar allt annað bregst.  Sems búin að slappa 150% af!! Ekkert kvöld né næturbrölt á minni !

Fór á Harry Potter í gær með Þórhöllu systur og Hirti Smára. Mikið var ég ánægð með myndina – fannst hún snilld.  Bæði hló og táraðist. 

Núna er bíllinn kjaftfullur af dóti því við ætlum í útilegu á morgun.  Fer uppí sveit núna og gisti þar.  Svo förum við sonur á Ólafsfjörð í útilegu ! hlakka mikið til !

Eigið góða helgi. 

gah_goggi

mánudagur, júlí 13, 2009

fyrsti dagur í vinnu

jámm og ég er ekki frá því að ég hafi verið svolítið mygluð í morgun (og kannski er reyndar smá enn).  En auðvitað er maður kátur í dag! ég er svo ánægð með þessar 3 vikur sem ég fékk í frí.  Endurnærð og úthvld að ég get ekki nöldrað yfir að fríið sé búið.  Fékk mikið af sól, og mikið af hita.  Las mikið og fór oft í sund með syninum, sparkaði bolta með honum og rúntuðuðm.  Reyndi að vera eins mikið og ég gat úti við.  Sólarvörnin notuð mikið :o)

Strákurinn minn er núna hjá afa sínum og ömmu í sveitinni.  Við fórum þangað á laugardaginn.  Hann var hjá pabba sínum sl viku og ég fékk nokkra daga útaf fyrir mig.  þar á meðal fór ég í algjöra aflsöppun í Fellshlíð.  Naut svo veðurblíðunnar hérna heima á Ak.

gah_hoppikastali

föstudagur, júlí 03, 2009

Sumarfrí !

hæ hæ

Viuð erum búin að vera í fríi ! afskaplega gaman hjá okkur.  2 vikur búnar af 3 hjá mér.  Núna í dag fer sonur svo til pabba síns í viku.  Planið er að fara í Fellshlið, sveitina og sitt hvað í vikunni, bara gera ekki neitt.  En við erum allavega búin að hafa það afskaplega gott !!

Ég er ný búin að setja inn myndir:

Myndir teknar héðan og þaðan í sumarfríinu : Sumar 2009

Ásbyrgi í útilegu 21-22 júní: Ásbyrgi

Og svo fórum við í fjölskylduferð til Presthóla.  Fórum í fjöruferð, skoðuðum þar sem Músakot hafði staðið og kíktum á Jónas afabróður minn í kaffi  : Presthólaferð

Fórum á rúnt í nærliggjandi sveitir.  Kíktum í Laxárdal, ég hafði aldrei komið í kirkjugarðinn þar.  Fórum á Grenjaðarstað og skoðuðum safnið þar.  Einnig fórum við í Hvalasafnið á Húsavík.  Menningarferð.

DSC06407Svo komum við heim í gær. Anna  kom í heimsókn og við fórum á Ísöldina 3.  Við Gabríel bökuðum vöfflur handa okkur – varla að ég næði að baka nógu hratt því Gabríel settist að með diskinn sinn og mjólkina við vöfflujárnið og borðaði jafn óðum og þær komu – mikið agalega eru vöfflur góðar!!

fimmtudagur, júní 18, 2009

Sumarfrí

ég er algjörlega andlaus og komin í sumarfrí í huganum.  Sakna Gabríels. Er samt búin að eiga góða viku.  Kaffihús og dekur. 

Byrja í fríi á morgun eftir vinnu.  Sæki son minn þegar búin að vinna.  Áætlað er að fara og horfa á bílaspyrnuna á laugardaginn.  Og svo jafnvel í sveitina þá um kvöldið.  Mig langar afskaplega í útilegu á sunnudag í Ásbyrgi eða Hljóðakletta.  Og ef veður helst sem spáð er þá ætla ég að drífa mig. 

Fellshlíð svo til Önnu og Hermanns.  Gabríel er farinn að tala mikið um að fara þangað.  Hann veit að ég er búin að vera svolítið þar núna og hann er held ég barasta abbó :o) svo ég get ekki annað en farið með hann.

Ætli maður haldi svo ekki í sveitina eftir það.  Á bara 3 vikur og þær verða nú fljótar að líða. 

Átti alveg frábæra helgi síðast.  Hittumst vinkonurnar í Fellshlíð.  Mikið spjallað og hlegið.  Góðir tónleikar á laugardagskvöldinu með Hálfvitunum.  Og svo pjúra leti á sunnudag.  Var í náttfötunum allan daginn og skammast mín ekkert fyrir það :o)

fimmtudagur, júní 11, 2009

á morgun!!

á morgun er dagurinn sem ég og 2 aðrar erum búnar að bíða eftir í þónokkurn langan tíma.  En á morgun þá hittumst við vinkonurnar og ætlum að gera okkur glaðan dag ! Mikið hlakka ég til að knúsa Amsterdambúann og Fellshlíðarfrúna. 

þessi vika er búin að vera skemmtileg, en hrikalega löng að líða.  kvíði líka morgundeginum því á morgun fer sonur minn til pabba síns og verður hjá honum í viku.  Mér finnst þetta svo langur tími.  En óskaplega held ég að við höfum gott af þessu.  Og hann á eftir að skemmta sér vel. 

Við erum búin að fara 2x í Kjarnaskóg í vikunni.  Á þriðjudag þá endaði hann heldur mikið í læknum svo við fórum fljótlega heim. Í gær þá fórum við í góða veðrinu í sund á Þelamörk og skemmtum okkur vel.  Splæstum á okkur hammara á eftir :)

vorum bæði heldur sybbin í morgun.  Finn alveg að hann er farinn að þurfa að komast í frí.   Honum finnst alltaf skemmtilegt í skólanum, en  hann er orðinn þreyttur þessi elska.  Mikið hlakka ég til að komast sjálf í frí og njóta daganna með syni mínum :o)

En fyrst er það þessi frábæra helgi sem er framundan !

þriðjudagur, júní 09, 2009

ZZzzzzz……

af hverju asnast ég ekki í rúmið á skikkanlegum tíma..?? kannski næ ég að fara fyrr að sofa í dag – er búin með alla Castle þættina mína.  Og núna hlusta ég á Ljótu Hálfvitana, sem eru btw titlaðir sem barnatónlist hjá Skífunni.. ha ha – reyndar syngur sonur með hástöfum mér reyndar finnst heldur skrýtið að heyra hann syngja suma textana ….  hehe en margir hverjir textana eru nú ekki þeir barnvænustu..  En maður kemst alltaf í gott skap við að hlusta á þessar elskur.

fórum í Kjarna í gær.  Með jarðaber og kókómjólk.  Sonur alveg grútskítugur á eftir og hamingjusamaur.  Er vopnuð teppi og bók fyrir daginn í dag.  Leiðin liggur út í skóg aftur eftir vinnu :o)

Dóan mín komin til Dalvíkur.  Gott að vita af henni þarna handan við hæðina :o) og stutt símtal í burtu.

DSC00972 Sonur minn með ræðustúf…

mánudagur, júní 08, 2009

rigning.. á mánudegi..??

Dóan mín er komin til landsins.   Mikið var gott að heyra í henni bara hinum megin á landinu en ekki með allt Atlantshafið á milli okkar ! og hún kemur norður í kvöld !

Við kellur ætlum að hittast á föstudaginn í Fellshlíð.  Mæting á Snyrtipinnann klukkan 17:00 á föstudag.  Annan okkar ætlar að gera okkur sætari en við erum – erfitt, við erum svo sætar  - en kannski gerlegt..? Anna er náttla svoddan snillingur !!  Mun hætta kl 15:00 til að vera örugg um að ná tímanlega :o)

Helgin var ljómandi.  Hitti Fellshíðarhjónin á föstudag.  Annan átti afmæli og áttum við góða stund með góðum mat um kvöldið.  Vöfflur í kvöldkaffi.  Gisti samt ekki, mamman í mér gat ekki sleppt því að vakna með drengnum um morgunin í sveitinni.  Finnst hann bara aldrei heima þessa dagana.  Eftirstöðvar vegna langar helgar.  Og svo fer hann í viku á föstudaginn…

Það er bara gaman að vera til :o)

Gabriel

föstudagur, júní 05, 2009

Til hamingju með afmælin !!!

í gær átti mín yndislega vinkona Ragga afmæli ! Sendi stórt knús til þín mín kæra út til Rotterdam.  Fergal og Svava mega fá smá af því líka !! knús knús – vonandi áttirðu góðan dag og var dekrað við þig allan daginn !!

ragga_svava

Í dag á Anna mín afmæli! Til hamingju með daginn elsku vinkona !! hlakka til að sjá þig í dag og knúsa þig !!!

DSC00953

Til hamingju með afmælin ykkar elsku Ragga og Anna !! 

Annars er helgin framundan.  Margt planað og mikið að gera.  Erum að fara í sveitina við Gabríel.  Ætlum að taka tjaldið með og æfa okkur í að tjalda því.  Annars erum við klár í útilegur.  Planið er að hafa þetta bara reddí í bílnum þá er hægt að fara í útilegu hvenær sem er þegar veður er gott :o)

Sonur er alltaf jafn kátur !

þriðjudagur, júní 02, 2009

sól sól skín á mig…

gott og gaman að vakna á svona dögum.  Eina var að sonur minn var ekki heima.  Hef ekki séð hann síðan á föstudag í hádeginu.  Mikið held ég að hann hafi skemmt sér vel blessaður um helgina.  Það var grill í skólanum  hans á föstudaginn og mættum við bæði með honum foreldrarnir.  Mér finnst skipta máli að hann hafi okkur bæði saman hjá sér.   Enda átti ég hamingjusamasta dreng í skólanum og þó víða væri leitað.  Og ekki skemmdi það fyrir að pabbi hans gat tekið hann með sér úr skólanum í hádeginu.  Ég held að það séu allt of mörg börn sem lenda í því að hafa foreldra sína aldrei saman með sér.  Sum börn sjá foreldra sína aldrei talast við einu sinni.  Sem mér finnst vera sorglegt.  Þetta er þeim svo mikilvægt, sá það alveg á mínum syni hve mikið hann naut þess að hafa okkur bæði hjá sér.

Allavega var helgin alveg afksaplega notaleg.  Var bara róleg á föstudagskvöldið.  Fór í gott partý á laugardag og út að dansa í kjölfarið, heldur rykug er ég vaknaði á sunnudag. 

Grillveisla í Mývatnssveit í foreldrahúsum.  Þar vorum við samankomin; mamma og pabbi, Þórhalla systir og allri fylgifiskar og afi og amma.  Afskaplega notalegt að fá okkur að borða saman og spjalla.

Mánudagur bjartur og fagur og latur.  Gerði ekki handtak.  Spilaði WoW og söng með góðri tónlist. 

Og þessi yndislega helgi endaði með góðri bíómynd með Önnu.  Fórum að sjá Angels and Demons og hún skemmir sko ekki bókina.  Ég naut myndarinnar og fannst hún vel þess virði að sjá hana í bíó.  Á eftir fengum við okkur að borða á Greifanum ásamt Hermanni en hann kom ekki með okkur í bíó. 

Og núna skín sólin, hlakka til að sækja soninn klukkan 4 í dag og fá mömmuknúsið mitt. 

Eigið góðan dag :o)

miðvikudagur, maí 27, 2009

Sumarfrí

jámm það nálgast fríið.  Eftir vinnu 19 júni þá hefst fríið… og hvað ég ætla að gera er alveg óvitað.  Sonur fer á undan í frí- hann fer til föður síns 12 júni þannig ég verð ein heima síðustu viku fyrir frí. 

Útilegur eru held ég málið núna í sumar.  Á nýtt tjald og skottstóran bíl.  Hlakka mikið til að fara með syninum í útilegu.  Þarf ekki að fara langt (spara bensín) samveran, útiveran skiptir máli :o)

Anna vinkona var að kaupa sér far til Amsterdam til Dóunnar okkar.  Þær ætla að skella sér á U2 tónleika.  Gott hjá þeim.  Vonandi skemmta þær sér vel elskurnar.  Mig langar auðvitað – en það mælir allt á móti- verð miðans, verð flugsins og svo aðal atriðið – dagsetningin.  Tónleikarnir eru akkúrat þegar ég er að koma úr fríi…

Flugið til Amsterdam kostar helmingi meira en í fyrra.  Annars hefði ég verið búina ð kaupa mér miða sjálf út.  74 þúsund kostar fram og til baka núna – á meðan ég í fyrra borgaði 36 þúsund!!! Mér finnst þetta hrikalegt!

Ég er að sannfæra sjálfa mig að ég geti alveg slappað af á landinu eitt árið.  Búin að ferðast svo vel sl ár. – Spánn 2000 - London 2004, Budapest 2007, Amsterdam 2008. Kannski ekki margar ferðir en allar alveg snilld.  Ég get alveg slappað af eitt ár !! tala nú ekki um þegar fjandans evran og pundið kosta dauða og djöful!

svo ég get þetta alveg núna !!!

þriðjudagur, maí 26, 2009

Seinheppin …

SE_naomiég missti niður ilmvatnið mitt í bílnum.. á mig, á peysuna mína yfir allt… og núna angar allt af ilmvatninu mínu…

verst að glasið kostar hrikalega mikið…

 

mánudagur, maí 25, 2009

kalt í dag

mér er kalt. Með stíbblaðan nebba. 

Aftur kominn mánudagur.  Tjaldið mitt kom á föstudaginn – hrikalega ánægð ég með þetta – en gat svo ekki tjaldað því um helgina því einhvern veginn þá gleymdi sumarið að fara til Mývatnssveitar. 

En við sonur áttum frábæra viku með flugsafnsferð og snilldar helgi í sveitinni.  Búin að skrifa fullt á síðu sonarins.  Myndir komnar inn. 

Voða andlaus í dag.  Kaldur mánudagur. 

þriðjudagur, maí 19, 2009

Tjaldkaup

jahá… fyrir nokkrum árum þá heyrðist reglulega sagt “ég hata að sofa í tjaldi, þoli ekki að vakna einhverstaðar, í spreng að míga og komast ekki í sturtu strax “

Núna er sko öldin önnur (já sennilega var þetta sagt fyrir aldamót… nei ég skrökva því, ég sagði þetta líka fyrstu árin á þessari öld..

í dag keypti ég mér tjald! Ég byrjaði á því að fara í útilegu 2007 með Hafdísi vinkonu og hennar syni og mínum syni. Og þá skemmti ég mér konunglega og hugsaði með mér að auðvitað myndi ég nú gera þetta fyrir son minn að fara með hann í tjald.  Og viti menn drengurinn dýrkaði útileguna.  Að geta bara vaknað, og út að leika var eitthvað við hans hæfi!

Í fyrra þá var Hafdís upptekin við barneignir svo ekki komst hún með svo ég fór í tvær útilegur – fjölskylduútilega EJS og við Gabriél skemmtum okkur vel í henni.  Svo fórum við í eina bara tvö í Ásbyrgi.  Og hún er nú bara sú besta hingað til.  Hann hefur ákveðnar hugmyndir.  Td að nota kaffisett/matarsett töskuna sem afi hans á.  - ég man eftir þessari tösku síðan ég fór lítil í útilegu! 

Og ég er alveg að fíla þetta! Svo í ár þá ákvað ég að kaupa mér sjálf tjald.  Svo leiðinlegt að þurfa alltaf að fá lánað. Sonur minn er löngu farinn að planleggja útilegur.  Hann er búinn að tjalda út um alla íbúð með teppum og heima hjá afa sínum og ömmu út um allt hús þar líka.  Honum finnst þetta svo skemmtilegt! Og það er alltaf rætt um útilegur hér og útilegur þar.

Hlakka bara mikið til að komast í útilegur með syni mínum í sumar !!!

tjaldið mitt

mánudagur, maí 18, 2009

júróbuffs lesið þetta

http://www.guardian.co.uk/media/organgrinder/2009/may/16/eurovision-bbc

Eurovision blogg frá Heidi Stephens með kommentum og söng, kjóla og sitthvað fleira hehe

- er reyndar á ensku – en snilldar lesning engu að síður :)