föstudagur, október 30, 2009

þjónn í súpunni og hjónaball

jamm fór á þjónn í súpunni á Friðrik V á miðvikudag í boði starfsmannafélagsins og bauð Önnu minni með! Var mikið hlegið ! þetta er snilldar verk hjá þeim !

Svo um helgina er hjónaballið í Reykjadal – já maður þarf víst ekki að vera hjón til að fá að djamma með reykdælum.  Hlakka mikið til !

knús til ykkar og góða helgi !!

fimmtudagur, október 29, 2009

ný gleraugu !

já þar kom að því að ég lét til leiðast eftir nokkra vikna stanslausan hausverk.  Ég kíkti til sjóntækjafræðings sem mældi augun mín og gleraugun og hristi svo bara hausinn og sagðist skilja vel að ég væri með hausverk og horn út um gagnaugun.  Þessi horn er Anna mín búin samviskusamlega nudda og hjálpa mér, og já skipa mér að fara til augnlæknis eða sjóntækjafræðings.  En auðvitað þegar maður er ekki alveg að drepast þá lætur maður þetta liggja á milli hluta. 

Eníveis.  ég er víst með sjónskekkju og búin að vera með lengi.  Svo ég kaupin ný gleraugu með aðstoð pabba og vá – dagur 3 núna án  hausverks! þetta er snilld.  Er enn samt með smá seiðing, en fróðar konur segja að það taki alltaf smá tíma að venjast nýjum gleraugum.  En hornin eru að fara :o)

mánudagur, október 26, 2009

Dale Carnegie

ég er enn að jafna mig eftir snilldar námskeið sem ég var á um helgina.  3 dagar í brjálaðri keyrslu.  Búin á því…

Er alveg við það að hætta að vinna í dag og fara að sækja son minn sem ég hef ekki séð síðan á föstudag.  Hlakka svo mikið til að fá mömmu knúsið mitt.

Og og og loksins lét ég verða að því að panta tíma hjá sjóntækjafræðing.  Vona að hann segji bara við mig “Guðrún  þú þarft að fá þér ný gleraugu…!

og ég mun ekki hugsa um pening heldur hlýða og segja “já”

á döfinni er svo út að borða á miðvikudag með Önnu minni, fara á “þjónn í súpunni” yndislega frænka mín Sylvía og hennar spúsa Áslaug ætla að passa soninn fyrir mig :o)

og ég var að skrá mig og Þórhöllu systur á Frostrósatónleika 6. desember – í boði starfsmannafélagsins ! það verður alveg hreint yndislegt! Mikið hlakka ég til að fara á tónleikana með yndislegu systur minni !

knús yfir til  ykkar allra

miðvikudagur, október 21, 2009

Foreldrakaffi í skólanum

hvað er betra að byrja daginn á en að fara og borða morgunmat með syninum í skólanum hans, kubba svo og pússla… ?? maður er alveg endurnærður á sálinni eftir svona skemmtilegar stundir !

Hringdi í pabba hans í gær og bauð honum með en hann er svo duglegur í skólanum að hann komst ekki.  Kemst vonandi bara næst, það myndi skipta Gabríel svo miklu að hafa okkur bæði með sér :o)

mánudagur, október 19, 2009

Bara róleg.

átti góða rólega helgi með syninum.   Hittumst í bíói, við Freydís með krakkana og svo hittum við Elísu á kaffihúsi á eftir.  Afskaplega notalegt eitthvað.  bakaði pizzu, horfði á videó, kubbaði, fór á fótboltaæfingu með tvo 4ára, átak. Straujaði lappann, hann var held ég stútfullur af vírusum, allavega er hann miklu sprækari núna.  Skúraði, eldaði hangikjöt. 

Vídeókvöldið okkar var yndislegt.  Eftir að við snæddum gómsæta heimatilbúna pizzu – sem sonur hjálpaði mér með, sátum við með popp og kók og horfðum á Leiftur McQueen Disney myndina, hún er alveg uppáhalds ennþá hjá mínum manni.  Svo þegar þessi elska er að fara að sofa – knúsar hann mig og þakkar mér fyrir vídeókvöldið, mamman þessi fékk smá tár í augun…

jámm bara svona sitt líti af hverju á annars afskaplega afslappaðri, rólegri notalegri helgi :o)

föstudagur, október 16, 2009

Alveg að koma helgarfrí..

og er að keyra á síðustu vinnuorkunni sem ég á.  Hlakka til að sækja soninn sem er örugglega í sjöunda himni eftir daginn því hann átti von á slökkviliðinu í heimsókn í dag.

Við sonur ætlum að baka pizzu í kvöld og hafa vídeókvöld.  Þá má hann vaka aðeins lengur.  Svo langt síðan við höfum átt svona quality stund bara við tvö.  Við erum svo oft á þeyting um allt.  Sem er gaman líka ! Alltaf nóg að gera hjá okkur !

Á morgun er planið að fara í bíó, og fara með Freydísi go Júlíusi líka – og vonandi kemur Elísa vinkona með líka.  Alltaf gaman í í bíó !

ég bara hlakka til helgarinnar…  vona að þið eigið góða daga líka !

mánudagur, október 12, 2009

Nóg að gera samt ekkert að frétta

bara svona ekta tíminn líður áfram – reyndar allt of hratt.   Allt of dimmt á morgnana, kalt, blautt. 

Jólin handan við hornið.  Kominn tími á að ath með hvað maður á að gefa hverjum í jólagjöf og finna úr því hvar maður finnur pening fyrir hverri jólagjöf fyrir sig.  En það reddast eins og öll hin jólin.

Síðan síðast er nóg búið að gerast.  Hélt upp á 30 afmæli vinkonu minnar – hrikalega gaman.  Átti langa helgi með syninum helgina á eftir, afskaplega notalegt ! Helgina þar á eftir voru tónleikar með ljótum hálfvitum og endaði óvart á djamminu sem var hrikalega gaman.  Sömu helgi fór ég að sjá myndina Stúlkan sem lék sér að eldinum, og endaði á djammi það kvöld líka, aftur hrikalega gaman ! Núna um helgina átti ég yndislega helgi með syni mínum og foreldrum í sveitinni. 

jámm svo eru það hinir dagarnir – þessir virku – sem eru bara ánægjulegir, ekker bögg, ekkert vesen.  Nóg að gera !

knús

73 dagar til jóla…

þarf að segja meira ….???

mánudagur, september 14, 2009

Dúndurfréttir og sjóstöng

þessi helgi var hreint yndisleg í alla staði.  Byrjaði á því að fara og hitta Önnu á Pinnanum og þar komu mamma og pabbi og tóku guttann minn með sér heim í sveitina.  Anna gisti hjá mér og við skelltum okkur á Dúndurfréttir á þeim Græna ásamt Toddu, og auðvitað klikkuðu þeir ekki.  Þetta átti að vera Zeppelin kvöld en þeir stálust til að taka þessi þrjú sem maður eiginlega kemur til að heyra; July Morning, Comfortably Numb og Child in Time.  Og alltaf fær maður jafn mikla gæsahúð við að heyra þetta.

Á laugardag var svo farið á sjóstöng í boði Rarik/Orkusölunnar.  Hermann mætti með okkur Önnu og það var snilldar gaman! Mikið veitt og mikið hlegið ! Anna fór á kostum við veiðarnar og sló öll met þegar hún veiddi á 3 öngla á meðan hún var að slaka línunni niður ! Dagurinn hefði ekki getað farið betur og veðrið var snilldin ein. 

Og svo tók minn yndislegasti sonur á móti mér þegar ég kom uppeftir seinnipart laugardags.   Og átti þar góðan rólegan sólarhring hjá pabba og mömmu; slappaði af, prjónaði og knúsaði drenginn minn.

Myndir frá sjóstöng eru hérna í slideshow formi: Sjóstöng.
í normal formi ef tenging er hæg: Sjóstöng

mánudagur, september 07, 2009

Bústaðarhelgi

það var alveg yndislegt í bústaðnum.  Þvílíkt hress hópur þarna á ferð ! Mikið hlegið og mikið skrafað og vel borðað af þvílíkt heilsusamlegum mat.  Og lærdómsríkt í matargerð.  Jafnvel lærdómsríkt í prjónaskap, en meira að segja ég er að spukulera að fjárfesta í prjón og spotta og byrja að prófa :) – gæti bara verið gaman að prufa að prjóna einn trefil og ath hvort ég flæki mig nokkuð svo mikið í honum he he he !

Potturinn var snilld og tímaskynið ekki neitt.  Að vakna og fara beint út í pott og vakna betur þar gerist ekki betra !

Kom heim með flugi í gær.  Afslöppuð og alsæl með ferðina.  Var sofnuð um ellefu :)

Nokkrar myndir komnar inn á flikkrið : Saumóbústaður

fimmtudagur, september 03, 2009

Linkin Park ft Chris Cornell - Crawling/HHH

Er gjörsamlega að missa mig yfir þessu lagi.. Þeir eru svo flottir saman á sviði...

miðvikudagur, september 02, 2009

Snjór í fjalli

blendnar tilfinningar við að sjá snjóinn. Mér finnst oft gaman þegar veturinn er að koma og nýr snjór kemur.  Þá er líka stutt í jólin, jólabarnið ég.

Veturinn mætti bara vera styttri..

hvitt_fjall_020909

mánudagur, ágúst 31, 2009

loks á meðal lifenda..

úff þetta er eitthvað sem ég vil ekki fá á næstunni aftur en þvílíka ógeðispest sem þetta var.  Lá rúmliggjandi alla sl viku! Heppin að eiga góða að en þær elskulegu Sylvía og Áslaug hjálpuðu mér með að sækja og sendast með Gabríel.  Ég get með sanni sagt að á föstudag var ég komin með ógéð á rúminu mínu.  Reyndar svo eftir að koma heim í gær – búin á því eftir réttir þá var rúmið mitt best í heimi !

En helgin var góð.  Á föstudag fann ég orku til að keyra í sveitina.  Skólinn hans Gabríels var lokaður vegna starfsdags svo við fórum bara snemma.  Fínt því mér leið alltaf best nývaknaðri.  Og ég fór ekkert úr húsi fyrr en á sunnudag (nema með nammidagsferð í búðina á laugardag auðvitað)

Réttir gengu vel, gott fólk að draga með okkur.  Gaman að hitta þær mæðgur Snjólaugu, Sunnefu og Eik :o) Sylvía og Áslaug voru eins og færibönd með kindurnar enda gekk þetta vel hjá okkur :o)

Fór svo í bíó með soninn í gær og við sáum myndina Upp en hún féll ekki alveg í kramið hjá þeim stutta.  Hann skildi hana ekki og var orðinn pirraður í lokin.  Kannski bara þreyta líka – langur dagur.  Honum fannst gott að koma heim blessuðum :o)

Réttarmyndir á flikkrinu : Reykjahliðarréttir

aslaug_gah_rettir

mánudagur, ágúst 17, 2009

smá sól !

þegar við vorum að fara út í bíl í morgun þá upplifði ég smá haust í loftinu… svona fyrsti morguninn sem ég finn fyrir þessu.  Semst sumarið er búið…

Átti snilldar helgi.  Rima vinkona kom í heimsókn í mývó á laugardag með börnin sín tvö.  Ég hafði td aldrei hitt litlu prinsessuna hennar hana Unnu Dís.  Þvílíka skvísan sú litla. Og Hartmann orðinn svo stór og flottur ! Við Rima þurftum mikið að tala og sem betur fer þá náðu guttarnir okkar vel saman og gátu leikið sér.

Ég er svo stolt af henni Rimu.  Hún er svo dugleg og ég vona að allt gangi upp hjá henni, því ef einhver á það skilið þá er það hún ! Það er margt sem við höfum gengið í gegnum. Og það er alltaf spurningin um hvernig við vinnum úr þeim hlutum, aðstæðum og tækifærum sem við fáum uppí hendurnarnar.  Ég er td afar ánægð með hvernig hlutirnir þróuðust hjá mér og er ánægð og sátt með hvernig lífið er í dag.  Er á minni hornhillu og bíð eftir fyrsta tækifæri að taka stökkið :o)  - þá er það efnahagsástandið sem stoppar helling.. en það er bara að brosa og þakka fyrir það sem maður hefur :o) og ég hef það gott !

knús

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

og jólin nálgast :o)

sumarið er búið, já ég er ekkert að fegra hlutina.  Það kom sumar í 3 vikur, heppin ég – það voru akkúrat þessar 3 vikur sem ég var í sumarfríi.  En síðan ég kom úr fríi er búið að vera rigning og súld hérna á Akureyri.  Mér er löngu hætt að finnast þetta sniðugt. 

Annars er bara gott að frétta af okkur mæðginum.  Lífið er komið í fastar skorður og jafnvel maður segi “sem betur fer”.  Eins og ég elska frí, sumarfrí, dútl og leti; þá á ég það til að verða þreytt í rótleysi og rútínuleysi. Sonur er líka kominn á sitt ról; dettur út af 20:11 nákvæmlega on the dot, og springur úr rúminu 06:56 á morgnana..

Og núna getur maður bara farið að huga að jólagjöfum, kortagerð (haha einmitt) og afmælisveislu.  Ég er sko byrjuð að huga að afmæli sonarins, ætla að halda honum alvöru barnaafmæli helgina fyrir jól :O) – já hver hefði trúað því fyrir ca 10 árum að ég ætti eftir að halda barnaafmæli… með dúkum, glösum, kertum, kökum (sem ég auðvitað baka sjálf – er miklu duglegri þar en í kortagerð) pökkum og söng… kaffi fyrir foreldra (aðallega mæðurnar sem við hittumst alltaf í veislum barna okkar – engin samskipti utan þeirra ha ha )

Ég er alveg hrikalega ligeglad þessa dagana.  Er bara ekkert að stressa mig á hlutunum, og þarf ekki einu sinni á Polly að halda lengur.  Hlutir eru svona status quo, sonur hraustur, vinnan skemmtileg, peningar duga, súbbi gengur, og ég kát :o)

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Allir að kjósa Halldóru

Halldóra litla frænka mín er að læra skóhönnun og er að gera virkilega flotta hluti.  Núna þarf hún okkar aðstoð með að kjósa hana áfram í verkefni VivaLaDiva sem gæti komið henni talsvert áfram á braut tækifæranna !

hún er þegar komin í 10 manna úrslit og þarf núna að fá aðstoð okkar.  Endilega smellið á slóðina : http://www.vivaladiva.com/shop/page?pageId=3027&cm_sp=vldfreeformat-_-Cordwainers-_-Halldora

og svo kjósa !!! 

VLD_logo

mánudagur, júlí 27, 2009

bloggleti…

já allt of mikil bloggleti í mér þessa dagana.  Meira að segja bara tölvuleti.  Ég kem úr vinnunni og ég td sleppi alveg WoW þessa dagana.  Er meira með bókina á nefinu, alveg dottin ofaní lestur. 

En sl vika var fín. Sonur var heldur þreyttur þar sem það tekur á að byrja aftur í skólanum.  En gekk vél.  Vikan var heldur tíðindalaus.   þannig engar fréttir góðar fréttir.  Er bara ekkert að gúddera þetta veður.  Mér finnst bara ekkert í lagi að 3 vikur séu það eina sem við fáum af sumarveðri.  Ég var heppin að vera í fríi akkúrat þá. 

Við fórum í Fellshlíð á föstudag.  Loksins fékk sonur að fara í Fellshlíð. Harpan var þar líka go var afskaplega gott að sjá hana.  Svo langt síðan ég hef fengið Hörpuknús ! Svo við áttum gott kvöld; mikið talað og mikið hlegið!

Sonur fékk svo að fara á Hálfvitatónleika á laugardagskvöld.  Hann skemmti sér vel blessaður; fannst þetta allt afar spennó – vaka lengur, tralla og horfa á fólkið og fá að borða úti fisk og franskar :o) Við Anna skemmtum okkur vel líka ! 

Ég er alveg andlaus…. (enda mánudagur)

gah_husavik

mánudagur, júlí 20, 2009

Nikulásarmót

Sonur minn kominn heim.  Mér leið afskaplega vel þegar ég var að fara að sofa í gær; allt eins og það á að vera ! Það síðasta sem ég geri áður en ég fer sjálf að sofa er að fara inn til hans og breiða betur yfir hann, ath hvort allt sé ekki örugglega allt í lagi og jafnvel taka dót sem tekur upp allt plássið í rúminu hans :o)

Við fórum á Nikulásarmótið á Ólafsfirði.  Rosalega gaman ! Vorum í tjaldbúðum Mývetninga og horfðum á fótbolta.  Gabríel var áhugasamur á laugardeginum en var heldur þreyttari á sunnudeginum :o) Þetta var mjög gaman og Hjörtur Smári og liðið hans urðu í 2. sæti í hans flokki! Rosalega duglegir krakkar þarna á ferð!

Afskaplega gott að koma heim í gær.  Gabríel var fljótur að tæta til allt dótið sitt og leika sér með allt.  Ég meira að segja fann fyrir smá spennufalli; sumarfrí búið, allt að komast í fastar skorður aftur.  Mér finnst ég gæti sofið í heila öld samt.  Skrýtið.  Það eru kannski bara eftirstöðvar að hafa sofið í tjaldi um helgina.  Hvíldist ekkert of vel.  Kannski ég fari bara fyrr að sofa í kvöld.  Sonurinn fékk spennufall í gær klárlega.  Hann var ekkert búinn að vera heima í tvær vikur og var kominn  með söknuð í dótið sitt.  Þegar hann var búinn að ath hvert einasta dót í herberginu þá spyr hann um hálf átta : “mamma má ég fara að sofa núna” og við burstum og ég les hálfa bók (disney sögustund) og hann er sofnaður klukkan átta.  Alveg búinn.   

Búin að setja inn myndir á flikkrið okkar: Nikulásarmót Ólafsfirði 18-19 júlí

gah_hjortur_sylvia_aslaug

föstudagur, júlí 17, 2009

Fyrsta vinnuvika eftir frí

er liðin :) eða næstum því – á klukkutíma og tuttugu mínútur eftir.  Búin að vera ein heima þessa vikuna.  Og bara búin að vinna, lesa, sofa og horfa á Chuck þegar allt annað bregst.  Sems búin að slappa 150% af!! Ekkert kvöld né næturbrölt á minni !

Fór á Harry Potter í gær með Þórhöllu systur og Hirti Smára. Mikið var ég ánægð með myndina – fannst hún snilld.  Bæði hló og táraðist. 

Núna er bíllinn kjaftfullur af dóti því við ætlum í útilegu á morgun.  Fer uppí sveit núna og gisti þar.  Svo förum við sonur á Ólafsfjörð í útilegu ! hlakka mikið til !

Eigið góða helgi. 

gah_goggi

mánudagur, júlí 13, 2009

fyrsti dagur í vinnu

jámm og ég er ekki frá því að ég hafi verið svolítið mygluð í morgun (og kannski er reyndar smá enn).  En auðvitað er maður kátur í dag! ég er svo ánægð með þessar 3 vikur sem ég fékk í frí.  Endurnærð og úthvld að ég get ekki nöldrað yfir að fríið sé búið.  Fékk mikið af sól, og mikið af hita.  Las mikið og fór oft í sund með syninum, sparkaði bolta með honum og rúntuðuðm.  Reyndi að vera eins mikið og ég gat úti við.  Sólarvörnin notuð mikið :o)

Strákurinn minn er núna hjá afa sínum og ömmu í sveitinni.  Við fórum þangað á laugardaginn.  Hann var hjá pabba sínum sl viku og ég fékk nokkra daga útaf fyrir mig.  þar á meðal fór ég í algjöra aflsöppun í Fellshlíð.  Naut svo veðurblíðunnar hérna heima á Ak.

gah_hoppikastali