Ég tók nokkrar myndir í brúðkaupi þeirra Jóhönnu og Jóa. Þetta var alveg hreint frábær stund.
mánudagur, maí 31, 2010
Dásemdar helgi
átti yndislega helgi. Fór suður á laugardag og var viðstödd giftinu góðrar vinkonu. Athöfn og veisla alveg snilldin ein! Er svo gaman að taka þátt í svona stórum dögum hjá þeim sem manni þykir vænt um. Var frábært veður og dagurinn alveg meiriháttar :o)
Fór svo upp í sveit þegar ég lenti á Akureyri í hádeginu í gær. Hjálpaði pabba að marka það sem var borið og allt sett út í góða veðrið.
Var lúin þegar ég kom heim í gær, pantaði mér pizzu og setti lappir upp í loft í Lazy boy og horfði á TV.
Mikið hlakka ég til að fá mömmu knúsið mitt á eftir :o)
fimmtudagur, maí 27, 2010
Hvítasunnuhelgin
var fín, vorum í sauðburði. Kíkti til AK á smá djamm með skvísunum og kom aftur í sveita sæluna á sunnudag. Gabríel með hjólið sitt, og það tók upp mestan áhugann hjá honum. Það var ekki fyrr en síðasta frídaginn (þriðjudaginn) sem hann vildi bara vera í afslappinu og horfa á barnaefnið. Annars var hann farinn út að hjóla eða með okkur upp í hús , svaka duglegur :o)
Tók Orlofsdaga þrið og mið til að aðstoða heima, bara fínt :o)
miðvikudagur, apríl 21, 2010
sumar á morgun.. ??
- nei ég held ekki…
Og ég er að kafna úr bloggleti. Enda ekkert mikið um að vera. Djammaði reyndar slatta um páskana – hrikalega gaman.
Fór á tónleika með Dikta 9. apríl með Önnu vinkonu, hrikalega gaman.
Náði mér svo í nokkradaga flensu – ekki svo mjög gaman…
annars er ekkert að frétta…
þriðjudagur, mars 30, 2010
Frábær helgi og páskar framundan
átti alveg snilldar helgi í borginni. Vinkona mín Eygló kom með mér og við skemmtum okkur snilldar vel. Mikið labbað, kjaftað og verslað. hjalpar til að tína veskinu sínu á djamminu – þá eyðir maður ekki eins miklu í brennivín, og ekki skemmir að finna veskið í óskilamunum á Broadway svo maður geti verslað almennilega í þynnkunni !
Og núna eru páskarnir. Sé frammá að vera heima. Slappa af ein heima. Sonur fer til pabba síns. Skutlast í sveitina í steik til mömmu og pabba. En það er nóg um að vera hérna á Ak.
Er svo fegin að pabbi Gabríels býr hérna á Ak núna. Já fyrir nokkrum árum (nánar tiltekið 3) þá hefði það ekki hvarflað að mér. En þegar ég flaug suður og heim aftur um helgina þá var meginhluti farþeganna börn yngri en 10 ára. Jafnvel kríli á aldur við son minn. Merkt í bak og fyrir með hálsböndum og flugfreyjurnar hafa varla undan við að passa krakkana. Öll áttu þau það þó sameiginlegt að þau voru til fyrirmyndar í vélinni, þæg og flott. Harður heimur fyrir þessi börn að hitta kannski annað foreldrið sjaldan og þurfa að fljúga landshorna á milli til þess. Gabríel gat hoppað yfir til pabba síns um helgina því ég þurfti úr bænum. það er ómetanlegt fyrir “skilnaðarbörnin” að geta hitt báða foreldrana án mikillar fyrirhafnar.
sunnudagur, mars 21, 2010
fimmtudagur, mars 18, 2010
.. and thanks for all the fish..
Þetta er skuggalega fljótt að líða ! kannski er það bara þessi árlega afmæliskrísa sem læðist upp að manni og “booo” þannig maður flörgrar upp af værum doða.. Á enn eftir tæpa viku í að verða alvöru fullorðin.. samt finnst mér ég ekki degi eldri en þegar ég átti soninn fyrir 5 árum síðan. Hann stækkar og þroskast en ég bara er ennþá í sömu sporum.. hmm…
mánudagur, mars 01, 2010
já já – og febrúar…
ok – það er bara nóg að gera og ekkert fréttnæmt – kannski nota ég facebook líka of mikið gætiverið.
En við erum hress og hraust og kát . Ekkert nýtt að frétta bara gaman að vera til :o)
núna er kominn mars semsagt, bjórinn á 21. árs afmæli í dag, nokkur önnur afmæli í mánuðinum, árshátíð í enda mánaðarins og svo páskar í byrjun aprí – þá fer sumarið alveg að koma :D
fimmtudagur, janúar 21, 2010
og janúar að verða búinn
var að fatta að það er kominn 21 janúar- fyrsti mánuður ársins að verða búinn. Þetta er að liða svo allt of hratt.
En okkur líður alltaf jafn vel. Sonur bara stækkar og stækkar. Búin að vera heldur róleg í janúar hvað varðar skemmtanir. Búin að njóta þess að vera heima og slappa af.
Og framundan er Þorrablót í Reykjadal. Ákvað að fara ekki á blótið í Mývó þar sem maður verður að halda utan um peningana sína heldur fast. Kannski líka ástæða þess að djammið hefur verið í minna lagi.
fimmtudagur, desember 24, 2009
miðvikudagur, desember 23, 2009
Þorláksmessa
og allt klárt :o)
Er í vinnunni í dag – en hætti snemma og sæki guttann og svo brunum við í sveitina :)
við áttum góða rólega helgi, héldum upp á afmælið hans á föstudag, Dóa kíkti á laugardag, vont veður á sunnudag, skreyttum tréð og vorum barad inni. Hann var eitthvað pirraður í eyranu svo ég hélt honum heima á mánudag en það varð ekkert úr veikindum hjá honum svo hann fór hress í skólann í gær.
við erum bæði svo spennt að komast upp í sveit, skreyta jólatréð og bíða eftir jólunum :o)
föstudagur, desember 18, 2009
6 dagar til jóla
og smá afmælisveisla í dag.
Við fórum í jólaklippingu í gær – ég stytti aðeins meira á hausnum á mér og sonur fékk fjólubláan hanakamb, veit ekki hvort okkar er montnara yfir hanakambinum…
fimmtudagur, desember 17, 2009
7 dagar til jóla …
búin að skreyta nema jólatréð- það fer ekki upp fyrr en eftir afmælisveislu Gabríels. Ég skreyti ekki mikið – mér finnst svo leiðinlegt að unskreyta, svo seríur, dúkar og jólastyttur hér og þar og íbúðin er obbosslega kósí :o)
Kakan bökuð, verður skreytt í dag eftir klippingar.. já við erum að fara bæði í klippingu og hann bað um grænan hanakamb…. ??
þriðjudagur, desember 15, 2009
mánudagur, desember 07, 2009
Jólahlaðborð og Frostrósir
já annasöm helgi. Fór út að borða með vinnunni á föstudag; jólahlaðborð á LaVita Bella (Bautinn) og það var bara snilldin ein. Maturinn góður og þjónustan framúrskarandi.
Fór svo á djammið með snillingunum; Eygló, Freydísi og Elísu. Við sungum, drukkum dönsuðum fram undir morgun – hrikalega gaman !
Fór upp í sveit eftir hádegi á laugardag, enda var sonur þar í góðu yfirlæti :o) Fórum og horfðum á jólasveinana fara í jólabaðið sitt í Lóninu. Gabríel f´ro ofaní með Þórhöllu og þeim og það var rosalega gaman að horfa á! Tók fullt af myndum sem koma á netið um leið og tækifæri gefst. Mamma og pabbi voru á leið á sitt jólahlaðborð í Selinu ásamt Þórhöllu systur og Lárusi. Hjörtur ætlaði að vera hjá okkur Gabríel og við þrjú áttum bara virkilega notalegt kvöld saman:o)
Sunnudagur var fullskipulagður og ekki mínúta til að slappa af; 07:00 vaknað, 08:00 lagt af stað í bæinn; Fótbolti kl 10 (æfing hjá GAH), subway í hádeginu, jólahúsið þar á eftir, Ketilshús kl 14(barnaskemmtun), afmæli kl 15(10 ára dóttir vinkonu minnar – góðar kökur), hittum ÞV og mömmu kl 16 (á Glerártorgi) og jólahús aftur kl 17, keila kl 18 og borða kl 18:30 og Frostrósir kl 19:30…
Tónleikarnir voru hreint snilld. gæsahúð á nýju levelli hjá mér og ég sat með þá gæsahúð allann tímann.. og já tárinn komu reglulega í krókana. Að sjá þessar dívur syngja er bara snilld, og ekki skemma Jóhann og Garðar Thor Cortes fyrir… Jafnvel Friðrik skoraði nokkur stig hjá mér líka… hann ætti bara að slaufa þessu Jógvan dæmi og fara að gera eitthvað almennilegt eins og þetta !
miðvikudagur, nóvember 25, 2009
Fallegur dagur
á Akureyri er slabb, rigning, slydda, dimmt og já frekar hráslagarlegt úti.
Við sonur vorum á leið í leikskólann, rúðuþurrkur á milljón, og slabbið gusaðist út um allt í kringum okkur.
þá heyrist úr aftursætinu “mamma í dag er fallegur dagur úti!”
- já svona er sonur minn alltaf jafn hamingjusamur og sér fallegu hlutina í öllu :o)
föstudagur, nóvember 20, 2009
föstudagur og kaffið komið í blóðið
vikan fljót að líða.
Fór í klippingu á föstudaginn og vá vá – það er geggjað ! Hann vissi alveg hvað ég var að leita eftir. Ég er semst með stutt hár – alveg stutt!
Fór á We Will Rock You sýningu VMA. Ágæt, gaman að sjá hana, nokkrir góðir söngvarar. Flottir búningar :o) Fór með Elísu vinkonu og við skelltum okkur aðeins á trúbbakvöld á Kaffi Ak eftir sýningu, en vorum svo bara rólegar og fórum snemma heim.
Þetta var semst róleg og notaleg helgi.
fer upp í sveit í dag. Gabríel er búin að hlakka svo til´. Sönglaði út í bíl í morgun “fer til afa og ömmu í dag” Voða kátur. Hraustur og hress.
Ég fór í flensusprautu, við svínó, og mér líður bara vel. Pantaði tíma handa Gabríel líka.
Hlakka til jóla. 34 dagar til jóla. Hlakka til að fá Dóu heim, hlakka til að fá kannski að sjá framan í Röggu í næstu viku, og fá að hitta litla gullmolann hennar hana Svövu. En þær mæðgur eru að koma í viku heimsókn á skerið. Vona bara svo innilega að þær nái að kíkja norður.
Mig reyndar langar líka agalega suður. …..
fimmtudagur, nóvember 12, 2009
Lífið er gott
já þessa dagana er lífið bara gott. Við sonur erum bæði hraust og kát. Var spurð að því um daginn “hvernig er það – veikist sonur þinn aldrei??” ég fór þá og flétti upp á blogginu hans og fyrir utan hlaupabólu í janúar og fótbrot í febrúar þá hefur hann ekki fengið pest síðan í desember – akkúrat dagana sem ég var í starfsviðtali vegna Orkusölunnar :o) – svo með sanni má segja að sonur minn sé þokkalega hraustur. Þrátt fyrir nokkrar hornasir og hósta stundum þá er hann aldrei lasinn með hita og slen.
Súbbinn okkar þurfti smá viðgerð hjá pabba um helgina. Þar sem pabbi minn er einn duglegasti maður sem ég þekki þá var hann ekkert að bíða með þetta og súbbinn var klár á þriðjudag :o) – og aldrei betri ! Takk elsku pabbi minn :o)
og Inspiron lappinn minn fór í viðgerð á mánudaginn 2 nóv, vegna móðurborðsins, eina ferðina enn… Og þessar elskur í EJS skiptu henni út fyrir mig, er núna með litla xps 1330 vél - sem er algjör draumur í dós !
Ég er nokkuð orðin klár á jólagjöfum og er jafnvel að spá í að klára dæmið bara um helgina – væri það nú ekki dásamtlegt að vera búin með jólagjafakaupin um miðjan nóvember…??
- já og btw – fer í klippingu á föstudag –stutttttt !!!!
Knús á línuna !
mánudagur, nóvember 09, 2009
átti snilldar helgi
Sonur kátur á fótboltaæfingu. Við áttum góða helgi í sveitinni. Róleg og notaleg. Var jú tölvulaus, en ég var með Lisbeth Salander í staðin.
Áttum svo notalegan sunnudag saman við mæðgin.