miðvikudagur, janúar 31, 2007

So true...

"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"
þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Þorrablót og fl

fór á snilldar þorrablót í Reykjadal um helgina!! það var bara gaman! Reykdælingar eru klikk segi ég nú bara. Það var dulítið skondið að sjá gömlu kennarana af Laugum reyndar :o) Anna og Hermann eru nú alltaf jafn miklar perlur þessar elskur! Og það var etið að góðum sið mikið og vel af skemmdum jafnt sem ferskum mat! Allavega var ánægjulegt að borða hákarl með fólki sem finnst hann jafn góður og mér (smbr Védís; mamma Önnu, og Hermann).
Gabríel var í passi hjá mömmu og pabba og var þokkalega ánægður með það allt saman. Fer alltaf vel um hann þar! Honum finnst alltaf jafn gaman að fara þangað, og ég er alltaf jafn hrædd um að hann vilji svo ekki fara heim aftur. En hann er líka jafn kátur að fara heim og á sunnudag sönglaði hann í bílum "heim hjóla heim hjóla" og hlakkaði til að komast í hjólið sitt heima.
Já okkur líður rosalega vel.
Gaman í vinnunni. Hresst fólk sem ég vinn með, og gaman að koma í vinnu á morgnana, sem skiptir jú miklu máli. Dagarnir eru langir reyndar, en svona er þetta bara þegar maður er "sjálfstætt" foreldri. Þetta virkar, Gabríel er ánægður og það er fyrir öllu :)
/knús :o)

laugardagur, janúar 20, 2007

föstudagur, janúar 12, 2007

Gleðifréttir!


Ég fékk vinnu hjá EJS! Og í gær fórum við Gabríel á Glerártorg og héldum upp á það á viðeigandi máta!

Fyrsta freyðibaðið mitt


og kominn tími til!

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gjafakort í Eymundsson


færði mér 2 seríur af uppáhaldinu mínu NCIS!!