Átti yndislega helgi :o)
Við sonur fórum snemma í sveitina á föstudaginn og áttum svo góða og rólega helgi. Nutum þess að vera saman, og vera þar og gera ekki neitt. Fórum í fjárhúsin á laugardaginn, kubbuðum, sváfum lásum og átum :o)
Sonur svo glaður að vera kominn til afa og ömmu loksins að hann réð sér varla fyrir kæti og vildi gera allt í einu strax, svo glaður var hann. Athuga hvort allt væri ekki örugglega á sínum stað :o)
Hann og amma hans leyfðu mér svo að sofa á sunnudaginn. Afskaplega gott var það, að sofa út :) ekki oft sem það gerist á mínum bæ. Enda kann maður að meta það þegar það gefst færi á.
Svo er maður komin aftur í hið daglega amstur, og hugsar um næsta frí sem maður getur verið meira með litla kút. Mér finnst stundum frekar erfitt að vera að vinna svona langan dag frá honum. Við fáum ekki það mikinn tíma saman á virkum dögum. En njótum þess þó. Morgnarnir eru oft samt erfiðir. Sumir stuttir eru með skap og eru ekki alltaf til í að hlýða mömmu sinni. Og er oft skipst á skoðunum. En það er bara svoleiðis, en við förum aldrei ósátt út. Knúsumst alltaf áður en farið er af stað inn í daginn :o)
---
Gott að borða hjá afa !!!