mánudagur, mars 12, 2007

Fín helgi að baki

með syni mínum og WoW. Hitti systur mína og son hennar sem voru hér að keppa í fótbolta. Kveikti í lifrapylsunni og blóðmörskeppunum sem ég var að sjóða á laugardag, og þurfti að kaupa úr búð... Og ég skammast mín ekkert að viðurkenna þetta, eldamennska er ekki mitt fag. Mitt helsta áhyggjuefni er daglega "hvað á ég að gefa syni mínum að borða í kvöld" Hann er svo svangur þegar dagurinn er liðinn því hann fær ekkert að borða milli 14:30 og 18:00 og hann er gjörsamlega hungurmorða greyið og ég er ekkert sátt við það.
Svo finn ég stundum fyrir blues... einmannablús. Og jafnvel sakna fjarðarins fyrir austan. Sakna hússins míns, og já hundsins sem ég átti bróðurpartinn af veru minni þar. Og ég fyllist reiði við manninn sem tók þetta allt af mér án þess að gefa mér tækifæri á að halda í það.
En ég er heppin að eiga gullmolann minn. Við leiruðum, kubbuðum, lituðum og pússluðum. Hlógum og lékum okkur. Hann átti mömmsuna sína alveg útaf fyrir sig og honum fannst það ekki leiðinlegt þessari elsku :o)
þar til næst - hafið það gott og farið vel með ykkur

1 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Ég bræddi snuð í potti á gamlárskvöld, með tengdafjölskylduna í stofunni :)
Var annars búin að standa mig mjög vel síðan ég sauð eggin of lengi fyrir nokkrum árum !