laugardagur, október 27, 2007

Góðan daginn


Við erum að pakka - flytjum á morgun!

föstudagur, október 26, 2007

Búdapest.


Jæja er ekki kominn tími á smá blogg. Ég er ekki að ná að finna tíma til að setjast niður segja frá. En ferðin gekk vel í alla staði.

Fengum reyndar sms og hringingar og tölvupósta frá strákunum þess eðlis að það hafi ekki verið selt áfengi um borð í vélinni sem flaug út á fimmtudaginn (fyrra hollið) og við skildum endilega birgja okkur upp af áfengi og bjór fyrir þetta 4 tíma flug. Auk þess sem það væri matur, en ekki bara samlokur eins og áður hafði komið fram í undirbúningi ferðarinnar.

Nú við eins og sannir íslendingar birgðum okkur upp af bjór og rauðu. Nú er leið á ferðina voru EJS'ingar orðnir frekar málglaðir og hressir. Okkur Írisi þótti nú heldur slæmt að drekka rautt af stútt svo við báðum um glas.. nú hin breska flugfreyja brást heldur íll við og sagði að það væri hægt að handtaka okkur fyrir að drekka um borð í vélinni.. Við Íris urðum heldur hvumsa og reyndum að skýra mál okkar.. sú breska var rokin, í fússi, pirruð og farin að langa til að komast heim.

Síðar í fluginu þá kemur í hátalaranum "I don't know where you got the information that we didn't serve alcohol on board this aircraft but I assure you we got plenty, and you are not allowed to drink your own, that could lead to your arrest"

Það sprakk allt úr hlátri..

Bjarni sölustjóri tók þann pólinn að ef einhver ætti að verða handtekinn þá yrði það hann fyrir hönd starfsmanna EJS - mjög göfugmannlegt af honum.

Nú er við komum út, hress og fersk þá biðu Akureyringarnir eftir okkur hinum norðanfólkinu á hótelinu okkar. Þau voru orðin syngjandi full í orðsins fyllstu enda stóðu í kringum píanóið í lobbýinu og sungu íslensk drykkjulög og ýmis Sálarlög..

Var haldið á írskan pöbb í framhaldi af því - geggjað gaman og þokkalega tekið á því!!

Árshátíðin var STÓRKOSTLEG! Ekkert annað hægt að segja. Haldin í sögulegu húsi við Hetjutorgið og var stórglæsileg. Ungverjarnir héldu okkur þessa þvílíku veislu. Allt var frábært í alla staði. Flugeldasýning, frábær matur, lifandi tónlist, bæði við borðhald og dans á eftir.

Búdapest er frábær borg. Margt svo gamalt og borgin falleg. Gengum um gamla bæinn, göngugötuna, niður að Dóná bæði sunnudaginn og mánudaginn. Rosalega fallegt útsýni og falleg borg!
Tók nokkuð af myndum, setti þær inn á flickr síðuna mína.

mánudagur, október 22, 2007

Búdapest var snilld


Nú er bara að hrökklast heim í bíl en sem beturfer ekki að keyra!

föstudagur, október 19, 2007

Sætasti strákur í heimi


Og er svo duglegur í passi meðan mamma fer til Búdapest. :-)

miðvikudagur, október 17, 2007

Búdapest nálgast !!!


jámmm - Loksins er þetta að koma hjá okkur!!! Sonur var í sveitinni út vikuna sl og ég fór uppeftir á föstudeginum. Var í hreinni afslöppun. Ekkert að hanga á netinu eða vaka eitthvað frameftir, bara hafa það náðugt.

Hlakka svo til þegar rollur koma í hús - til að geta farið og gefið, verið innan um skepnurnar, hefur svo góð áhrif á mann.

Nú - á morgun fer ég svo með soninn aftur í sveitina. Hann fær frí á leikskólanum á föstudaginn. Við Íris ætlum að brenna suður á morgun. Gistum á hótel loftleiðum - íris á svo góða vildarpunkta - ég borga í víni til baka.
En við skvísurnar verðum á EJS Auris. Getum leikið okkur í bænum og farið í rólegheitunum upp á völl.

Flogið út á föstudag - seinna holl EJS. Árshátíð laugardag. Verslað sunnudag :p - jólagjafir bebí!!! og heim á mánudagskvöldið.

þetta verður bara snilld!!!!
sendi kannski mms myndir á bloggið so stay tuned!!!

miðvikudagur, október 10, 2007

Sonur í sveit..

var að koma inn.. grenjandi rigning úti - var með rúðuþurrkurnar á no 2 alla leið. Sonur var með 38° þegar hann vaknaði í dag svo það var útilokað að hann færi í skólann á morgun og ég hreinlega er ekki með samvisku í að vera meira heima. Þó svo að auðvitað á ég ekki að hugsa þannig en ég er bara svona gerð. Hann er líka alltaf velkominn í sveitina. Það er ómetanlegt að eiga góða að þegar svona ber að. Vona bara að ahann hressist og komi heim á morgun. Sakna hans strax...

ekki allt með sældinni tekið...

sonur var með 38°gráður í gær ... ég var ekkert rosalega ánægð við að sjá það. Við vöknuðum 7 í morgun, mældum og þá hitalaus.. vona núna að þetta haldist svona. Reyndar er einhver bölvuð útferð úr augunum hans í dag, sem ég hef ekki hugmynd um hvað er og af hverju er að koma núna.
Fór í vinnuna milli 5 og 6 í gær. Var fínt að komast aðeins út. Nóg að gera.
Og núna er ég að drekka það bragðlausasta kaffi ever.. hvernig gat ég klikkað í morgun brugginu í dag??

þriðjudagur, október 09, 2007

Nokkuð til í þessu:

Mömmur:
4 ára = Mamma mín getur allt.
8 ára = Mamma mín veit heilmikið.
12 ára = Mamma mín skilur ekki neitt.
14 ára = Að sjálfsögðu veit mamma mín ekki neitt um þetta frekar en annað.
16 ára = Mamma mín er ótrúlega gamaldags.
18 ára = Mamma mín er orðin svo gömul að hún veit ekkert um hvað lífið snýst í raunog veru.
25 ára = Mamma gæti nú vitað hvað ég ætti að gera.......
35 ára = Við skulum tala við mömmu áður en við ákveðum hvað við gerum.
45 ára = Hvað ætli mömmu finnist um þetta?
65 ára = Ég vildi óska að ég gæti rætt um þetta við mömmu......

4 kommur og bleyjulaus

jæja - þá vona ég að þetta sé síðasta skiptið í veikindum í bili. Hæsi og hiti er búið að vera að bögga litla manninn minn og erum við heima..
Við áttum snilldar helgi hreint út sagt. Gistum í Fellshlíð í góðu yfirlæti á laugardagskvöldinu. Alltaf gott að koma þangað. Gabríel alveg fílar sig í botn þar. Blíða er hins vegar ekki alveg hrifin af honum, finnst hann bara leiðinlegur. hehe - hann er á ærslaaldrinum.
Við eldra fólkið létum fara vel um okkur þegar hann var sofnaður með rautt og bjór. Við Anna böbluðum frameftir og þegar Cornellinn var settur í þá lét Hermann sig hverfa.. I wonder why..
Þar sem Dóan okkar var fjarri öllu gamni þá hringdi hún í okkur - og við fórum að hlakka mikið til jólanna þegar við allar ætlum að hittast í Fellshlíð. Þá er einmitt spurning um hvort ég fái ekki bara gistingu handa syninum í afahúsum.
Sunnudagurinn var góður. Fórum í sveitina og sonur tók miðdegislúrinn sinn þar. Hann varð hissa þegar hann vaknaði og sá langömmu sína og langafa. Hann dró langömmu sína inn í herbergi og lokaði. Vildi eiga hana alveg einn útaf fyrir sig. Sýndi henni dótið sitt go bækurnar. Hann fór með afa sínum í "afabíla", og þeir fóru í búðina. Honum finnst rosa gaman að fara bara einn með afa sínum. Og kom heim með bíla..
Núna er hann í stofunni - bleyjulaus. Hann lofar öllu fögru um að láta mig vita þegar hann þarf að pissa. það verður bara að koma í ljós. En hann tók frumkvæðið í að fara í brók og sleppa bleyju !
óskið okkur góðs gengis :)
Steik hjá pabba - alltaf gott að borða þar :)

laugardagur, október 06, 2007

Skál



"þið eruð klikkaðar"




Skál Dóa



fimmtudagur, október 04, 2007

Vikan liðin..

allt í einu kominn fimmtudagur. Og lífið er bara yndislegt. Í fyrsta skipti síðan ég skildi settist ég áhyggjulaus fyrir framan heimabankann og borgaði reikiningana mína með brosi á vör. Þetta var góð tilfinning. En þessi áfangi hefði aldrei náðst án elskulegra foreldra minna og afa og ömmu. Þau eru búin að vera mér svo mikil stoð og stytta. Gleymi nú ekki syni mínum, hef alltaf sagt að hlutirnir gengu aldrei svona vel hef hann væri ekki svona duglegur og yndislegur.