miðvikudagur, október 10, 2007

Sonur í sveit..

var að koma inn.. grenjandi rigning úti - var með rúðuþurrkurnar á no 2 alla leið. Sonur var með 38° þegar hann vaknaði í dag svo það var útilokað að hann færi í skólann á morgun og ég hreinlega er ekki með samvisku í að vera meira heima. Þó svo að auðvitað á ég ekki að hugsa þannig en ég er bara svona gerð. Hann er líka alltaf velkominn í sveitina. Það er ómetanlegt að eiga góða að þegar svona ber að. Vona bara að ahann hressist og komi heim á morgun. Sakna hans strax...

1 ummæli:

Solla sagði...

Vonandi er honum batnað litla greyinu, það er erfitt að vera lítill og lasinn.

Kveðja
Solla