föstudagur, nóvember 30, 2007

.... til umhugsunar..

- what doesn't kill you only makes you stronger...
þegar jákvæða viðhorfið er ekki alveg að nægja - þetta sem hefur haldið mér gangandi í ár - sama hvað á móti blæs - er ekki alveg að nægja í augnablikinu. Þá er ágætt að hugsa þetta þar sem þá er maður ekki alveg að brotna....
Að verða sterkari manneskja er jákvætt, og ég verð að halda í þá hugsun....

mánudagur, nóvember 26, 2007

Grasið grænna..

hjá sumum er grasið alltaf grænna hinum megin. Og þá skiptir ekki máli á hverjum þarf að troða til að komast þangað.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Finally friday.... :)

ekki misskilja mig - ég elska vinnuna mína og mér finnst ógurlega gaman að mæta og hlakka til að mæta. Fólkið skemmtilegt, vinnan krefjandi og skemmtileg. En það er bara svo gott þegar föstudagarnir koma og helgin er framundan. Þegar föstudagur rennur upp þá erum við sonur orðin frekar þreytt. Hann td lognast út af um hálf átta á fimmtudagskvöldum, og við sofum til að verða átta... Og á morgun mun hann taka sinn 4 tíma svefn eftir hád.

Sonur minn er farinn að segja sögur. Fékk sönnun á því í morgun þegar ég heyrði hann segja "sögu" - þá hafði bíllinn okkar bilað aftur. En það er ekkert satt. Ég fæ svoleiðis sögurnar á kvöldin. Eg spyr hann alltaf í kvöldmatnum hvað hann hafi svo gert í skólanum, og við spjöllum saman. Og oftar en ekki fæ ég fullt af action frá honum. Enda er litli maðurinn farinn að vera vel að sér í talandanum.

Helgin verður róleg. Kannski fæ ég Sylvíu og vinkonu hennar í pizzu í kvöld. Annars er ekkert planað. Hugsa við verðum heima - nema við fáum okkur rúnt á morgun. Mig langar til að sofa í svona ca 20 tíma straight.. kannski ég nappi líka á morgun með syninum :)

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

þögnin...

mikið afskaplega er þetta nú þægilegt að hafa svona þögn. Netið liggur einhverstaðar niðri, auk síma, navision, alls. Get sára lítið gert, navision er kannski ekki alveg niðri - er á bypass línu sem gerir mér kleift að blogga smá. En hver gjörð á navision tekur frekar langan tíma, svo ég handskrifa og sel út á eftir - hitt býður bara vitlausum innslætti heim og lengir þar með vinnsluna á sölunni.
En ég sit hérna ein í búðinni. Íris er fyrir austan og Alli heima hjá veiku kríli.
Það er eins og tíminn stoppi á svona dögum.

33 dagar til jóla...


og hér gengur lífið sitt vanagang. Ekkert mikið um að vera, vakna, vinna, sofa. Sonur er alltaf jafn yndislegur. Vorum heima sl helgi. Nutum þess í botn að vera bara tvö heima og hafa það gott. Vont veður, gerði bara hlutina meira kósí.

Styttist til jóla. Sem betur fer búin með jólagjafastússið - kláraði það í Búdapest, agalega þægileg tilhugsun að þurfa ekkert að stressa sig. Næsta helgi er plönuð undir jólakortaföndur. Síðasta helgi var piparkökuföndur.. sem heppnaðist ekkert afskaplega vel, nema það var rosalega gaman hjá okkur, en kökurnar eru óætar hahahahaa!!

Skúffukakan sem við bökuðum á mánudaginn var hins vegar miklu betri :) Já ég er að njóta þess að eldhúsið mitt er talsvert rýmra en það sem ég var í og er hægt að baka og elda þar - nóg pláss. Ekki kannski eins huge og eldhúsið mitt fyrir austan var en nóg fyrir okkur Gabríel :)

Ég setti myndir inn á netið frá þessum tveimur bökunnarviðburðum.

Eigið góðan dag elskurnar mínar, og þið í Hollandinu - sakna ykkar ógurlega !!!

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

"brrrrrrr"


kalt úti núna, og súbbinn rýkur í gang þessi elska!! Sá gaurana á neðri hæðinni á stuttermabolunum í morgun við að skafa af litla yarisnum þeirra og á leið í skólann. Greinilega nóg af ísvara í blóðinu þeirra eftir helgina.. Ég mun ekki vera kát ef leikurinn verður endurtekinn hjá þeim næstu helgi.

Sonur minn er alltaf jafn yndislegur. Hann var hjá Sylvíu sl mánudag þar sem Þórey var að lesa undir próf, Íris veik, og Stefán líka. Sylvía reddaði okkur alveg og Gabríel var svo sáttur við að vera hjá henni. Greinilega spennandi að fá að vera þarna með Sylvíu og vinkonu hennar uppi á vist.. Saddur af poppi var hann sáttur :)

Hann er reyndar agalegur mömmustrákur þessa dagana. Reynir hitt og þetta en er svo lítill í sér. Það var hreinræktuð óþægð í gangi í gær. Og enn sem fyrr komst hann ekki upp með það við mömmu sína. Kom heldur lúpulegur fram, og lofaði að vera góður. Sem hann auðvitað stóð svo við. Hann má eiga það þessi elska. Stendur við orð sín.

Okkur er farið að hlakka til helgarinnar. Ætlum að knúsast og kúrast og baka piparkökur, skreyta með glassúr, kannski setja upp eina jólaseríu, föndra jólakort og vera bara við tvö. Búið að vera svo mikið í gangi undanfarið að við höfum átt lítinn tíma saman, bara við tvö. Og ég finn það hjá honum að hann er alveg farinn að rukka mig.
Núna hlakkar manni bara til desember, jólasnjór, jólalög, jólakakó, fara í Vogafjósið og hitta jólasveina, skreyta, laufabrauð, kerti, svo margt margt margt :) - jólabarnið í mér alveg að fara hamförum, sonur á eftir að fíla þetta líka - jólabarnið sjálft :)

mánudagur, nóvember 12, 2007

Ömurlegt...

ég er gráti næst. Var að borga leigusala no 1 leigu fyrir nóvember... hann að sjálfsögðu lofar öllu fögru um að borga til baka ef hann fær leigjanda inn í mánuðinum, en þar sem hann er ekki einu sinni maður til að svara tölvupósti og símtölum frá manni þá treysti ég því nú ekki fyrr en ég sé það . bara því ég tilkynnti ekki flutning á pappír...
~ Munið það mýsnar mínar - hafa allt skriflegt ALLT!!!

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

"setja upp brosið og halda áfram"


já það er bara best að gera það. Þýðir nokkuð annað. Jú maður getur verið svo helvíti heimskur stundum, eða kannski bara of mikið að gera og of mikið álag til að maður hafi yfirsýn á allt. Allavega þá er ég í smá veseni með fyrrverandi leigusala. Veit ekki hvernig það fer, en vonandi á besta veg, svo allir megi sáttir una og geymt með hinu liðna.

SL helgi var hreint út sagt snilld. Fór á tónleika með Ljótu Hálfvitunum. Við Íris sem vinnur með mér skomberuðum niðureftir, og ætluðum nú að vera dulegar og fá okkur eina til tvær kollur, ekkert meir. Talning daginn eftir... En nei.. spakur maður sagði eitt sinn að bestu fylleríin væru þau óvæntu og óplönuðu. Ég er alveg sammála honum í því. Allavega hafði ég ekki sofið mikið þegar ég hringdi á taxa kl 8 laugardagsmorgun til að fara í vinnu og telja búðina mína.

þá um daginn var mikið um skipuleggingar því um kvölidð var haldið á Grímuball hjá Skvísunum. Skvísurnar eru grúbba af dagmömmum sem halda grímuball fyrir vini og vandamenn árlega. Ein þeirra er gift ejsingi og hann er alltaf svo umhugað um singleness okkar Írisar að hann heimtaði að við kæmum með og auðvitað viljum við ekki valda manninum vonbrigðum. Enda eru þau hjónin með eindæmum hress og skemmtileg. Gunni hafði keypt fyrir mig bleika vænig og fiðrildaspöng. Íris fór sem Ali G inda House. Við vorum flottar!
En samt ekkert gert af sér það kvöldið ;)

Svo tók súbbinn minn upp á því að deyja, ónýtur startari. Neitaði að fara í gang í gærmorgun. Fékk Sigga tæknimann með mér í lið að draga hann í gang í gær eftir vinnu og brenndum við Gabríel í sveitina. Mamma lánaði mér sinn bíl á meðan.
Takk elsku mamma, og takk elsku pabbi!!

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

tíminn flýgur...

og það er barasta aftur að koma helgi... Jú okkur líður stórvel í nýju íbúðinni okkar. Gabríel er hæst ánægður með þetta allt saman - kemur öllu dótinu fyrir, bílum, kubbum, böngsum og fleiri bílum ásamt bílateppi og svo miklu meira dóti - þetta barn á svo mikið af dóti.
Auk þess sem það fylgdi sófi með - og miklu flottara glerborð í stofunna. Svo núna er hægt að fá gesti skammlaust - hægt að bjóða til sætis :) - (hint hint)
Nágrannar eru fyrirferðameiri en í Tjarnarlundinum. Kannski er bara hlóðbærara í þessari blokk, hún er talsvert þreyttari en hin.
Ég er búin að þrífa tjarnarlundinn, og ganga frá þar. Búið að vera mikið að gera - maður hefur varla slappað af síðan einhvern tímann fyrir Búdapest og er ég alveg að finna fyrir því núna, útkeyrð, og það er bara fimmtudagur.
Auk þess sem það er talning á laugardag... mæting 8...