kalt úti núna, og súbbinn rýkur í gang þessi elska!! Sá gaurana á neðri hæðinni á stuttermabolunum í morgun við að skafa af litla yarisnum þeirra og á leið í skólann. Greinilega nóg af ísvara í blóðinu þeirra eftir helgina.. Ég mun ekki vera kát ef leikurinn verður endurtekinn hjá þeim næstu helgi.
Sonur minn er alltaf jafn yndislegur. Hann var hjá Sylvíu sl mánudag þar sem Þórey var að lesa undir próf, Íris veik, og Stefán líka. Sylvía reddaði okkur alveg og Gabríel var svo sáttur við að vera hjá henni. Greinilega spennandi að fá að vera þarna með Sylvíu og vinkonu hennar uppi á vist.. Saddur af poppi var hann sáttur :)
Hann er reyndar agalegur mömmustrákur þessa dagana. Reynir hitt og þetta en er svo lítill í sér. Það var hreinræktuð óþægð í gangi í gær. Og enn sem fyrr komst hann ekki upp með það við mömmu sína. Kom heldur lúpulegur fram, og lofaði að vera góður. Sem hann auðvitað stóð svo við. Hann má eiga það þessi elska. Stendur við orð sín.
Okkur er farið að hlakka til helgarinnar. Ætlum að knúsast og kúrast og baka piparkökur, skreyta með glassúr, kannski setja upp eina jólaseríu, föndra jólakort og vera bara við tvö. Búið að vera svo mikið í gangi undanfarið að við höfum átt lítinn tíma saman, bara við tvö. Og ég finn það hjá honum að hann er alveg farinn að rukka mig.
Núna hlakkar manni bara til desember, jólasnjór, jólalög, jólakakó, fara í Vogafjósið og hitta jólasveina, skreyta, laufabrauð, kerti, svo margt margt margt :) - jólabarnið í mér alveg að fara hamförum, sonur á eftir að fíla þetta líka - jólabarnið sjálft :)