Þrátt fyrir snjó, okur í Hagkaup og sannleikann um hve lítils virði maður er á markaðnum þegar maður er kominn með barn.
Ok - ég fer á fætur - allt hvítt. Skítakuldi og barnið er sett í kuldagallann aftur - og á morgun er 1. mai. Mér finnst þetta bara ekki sniðugt. Skoðaði Risaland í morgun og líst vel á. Þetta er minni deild, færri börn en sameinast Huldulandi í mat og kaffitíma. Hann mun fá að sofa daglúrinn sinn samt áfram á Undralandi þar sem Risaland er ekki með aðstöðu fyrir hans klukkutíma lúra á daginn. Það er víst eitthvað minna um að þau sofi svona mikið eftir hádegi þegar þau eru orðin þetta gömul... ekki minn litli maður - honum finnst gott að sofa. Aðlögunin byrjar semst ekki næsta mánudag heldur þarnæsta þe 12. mai.
Sonur minn er semst hættur með bleyjur á daginn. Notar þær á næturna og er svakalega montinn - enda má hann vera það. Ég fór í Hagkaup áðan og bakkaði eiginlega bara út. Þar eru bleyjurnar 40% dýrari en í Bónus!! Svo ég fór þangað og shoppaði bleyjur, kók, popp og nammi fyrir morgundagsletina fyrir sama verð og pakkinn kostaði í Hagkaup! Þess má geta að 6 pakka öllapopp í Bónus er ódýrara en 3 pakka í Hagkaup... Og kaffið... ok ætla ekki að byrja á því - gæti sko rætt um það endalaust!!
Nú svo komst ég að því að maður rýrnar í verðleikum á markaðinum við að eiga barn. Það ef menn geta ekki skilið að barnið mitt gengur fyrir, að ég á ekki til allan þann lausa tíma sem barnlaus kona hefur; þá eiga þeir ekkert erindi inn í mitt líf.
Barnið mitt er það besta sem fyrir mig hefur komið og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neitt í heiminum! Gæti hreinlega ekki hugsað mér lífið án hans!!
Jamm - annars er góður dagur í dag - ætla að eiga góðan rólegan dag á morgun með gullmolanum mínum, vera undir teppi með kakó, og gera sem minnst :)