miðvikudagur, júlí 09, 2008

Sólskin og heiðskýrt!

bara láta vita af okkur - við erum í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba.  Alveg yndislegt veður - sól og sumar og fuglasöngur! Enda við sonur orðin heldur brún og sæt.  Sonur með kútafar á handleggjum, bolafar á hálsi og rjóður í kinnum!!

myndir komnar á flikkrið okkar!!

Við erum komin með tjald og ætlum í útilegu næstu helgi.  Það er áætlað að fara á Bakkaflöt en eitthvað af ættingjum ætlar að hittast þar og tjalda.  Ef þau ætla að láta eins og í fyrra og færa sig eftir sólinni þá veit ég ekki alveg hvað við gerum en við ætlum í tjald einhverstaðar og mér er sossum alveg sama.  Það er alltaf gaman hjá okkur Gabríel.  En suður fer ég ekki aftur í útilegu.  Allt of langt að keyra svo nýkomin úr útilegu úr Fossatúni. 

Í dag fengum við frábæra heimsókn - Inga Hrund, Kári og Anna Valgerður mættu og stoppuðu hjá okkur smá! Var frábært að hitta þau! 

Og svo svona í tilkynningarrest:  Hafdís vinkona átti litla stelpu í gær!!! Til hamingju elsku vinkona og Jobbi og allir !!! Yndislega til hamingju og mikið hlakka ég til að hitta þessa litlu dömu !!!

Knús frá okkur úr sólinni!

ps: sjáið þið hvað það er heiðskýrt!!!DSC02448

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svo heiðskírt að það lítur út fyrir að vera gervi :)
kk
Solla