þriðjudagur, júní 08, 2010

sólríkir sumardagar

er búin að eiga dásemdar daga núna í dag og í gær.  Reyndar á ég yfirhöfuð nokkuð oftast dásemdar daga – þegar fólk böggar mig ekki of mikið hehe

en þessi yndislega sól er bara að gera dagana dásamlega ! Í gær fórum við Gabríel með Freydísi vinkonu og hennar börnum út í Kjarnaskóg.  Við grilluðum og krakkarnir óðu í læknum og urðu blaut og skítug.  Sonur minn allavega naut sín í botn. Strákagenið í honum alveg í essinu sínu þarna, með sorgarrendur á öllum 10 nöglum, skrápuð græn hné og rispaða fótleggi og svo grútskítugur frá toppi til táar.  Og hann einn sólskins bros.  Það gefur deginum bara gildi!

Í dag fórum við sonur í sund eftir vinnu/skóla.  Ég varð að leggja barnið í bleyti þar sem sturtan og skrúbbið mitt í gær dugði ekki til á grasgrænu hnén og sorgarrendurnar undir 10 nöglum.  Sem góð mamma setti ég hann samt í hreinum fötum í skólann, en málið er að þessir drengir ná að vera í hreinum fötum frá hurðinni heima og varla út að bíl á svona sumardögum…

Við grilluðum okkur hamborgara og sonur sofnaði hálf átta, búinn á því.  Og þessir dagar hafa þau áhrif á mig að ég hreinlega nenni ekki að vera í tölvuleikjum sjálf.  Er bara að njóta kvöldsins, les, horfi á góða sakamálaþætti og fer sjálf snemma, þreytt í bælið.  Kíki á veðurspánna fyrir morgundaginn; jú það á að vera gott veður á morgun líka :o)

Gabríel með grilluðu pylsuna og svalann Sætastur

Engin ummæli: