miðvikudagur, september 22, 2010

93 dagar til jóla

og 29 dagar til Riga ferðarinnar og bara 17 dagar í Rocky Horror sýninguna…

Nóg um að vera það vantar ekki.  En ég er voðalega andlaus eitthvað.  Maður bara vaknar, fer á fætur, í vinnu og svo heim.. gæti verið út af því að það er búið að vera “pastavika” allann mánuðinn ?

Sonurinn er alltaf jafn kátur.  Duglegur í skólanum, labbar sjálfur og er alltaf kátur þegar ég sæki hann.  Lífgar upp á tilveruna þessi elska.

Það er skítakuldi, snjóslæður yfir fjöllum og heiðum í kringum mig.  Mig langar ekkert til að fá vetur og myrkur… kannski er bara það sem er að bögga mig ?

En ég finn alltaf ljósu hliðarnar; fyrst að skammdegið er að skríða yfir með kulda og vetri þá eru bara 93 dagar til jóla (9 sunnudagar í það að maður geti sett upp jólaseríur), 29 dagar til Riga og 17 dagar í Rocky Horror ! :)

Lífið er snilld :)

Engin ummæli: