miðvikudagur, nóvember 23, 2011

veturinn..

mér finnst svo afskaplega dimmt núna. Og í morgun var snjór. Sonurinn agalega glaður.

Í gær hlustuðum við á jólalög, sungum og dönsuðum, var svo notalegt hjá okkur. Jólin eru bara eftir mánuð, svo rosalega fljótur að líða tíminn.

Mér gengur vel á Bjargi. Þar tek ég einn dag í einu, held í jákvæða hugsun, því jú ef maður hugsar jákvætt þá gerast jákvæðir hlutir. Mér meira að segja er farið að finnast þetta gaman. Og ég fann það þegar ég fór til Dublin og fór ekki í heila viku þá leið mér ekki vel. þannig þetta er allt af hinu góða :)

Ég sagði við vinkonu mína um daginn að ég væri stressuð yfir hlutunum. Jú það var eitt ákveðið að angra mig, en ég hef fundið lausn á því. En svo það að allt er í lagi, það stressar mig. Það gengur allt upp, ekkert sem er vesen, og ég hreinlega kann ekki á svoleiðis. Kann ekki að njóta stundarinnar þegar ekkert er að..

Þannig núna er það verkefnið mitt (ásamt Bjargi) að læra að njóta líðandi stundar :)

Engin ummæli: