átti dásamlega helgi. Á laugardaginn fór sonur í afmæli úti á Þelamörk. Á meðan fór ég með vélina og rúntaði um nærliggjandi sveitir, skoðaði og tók myndir. Svo kom ég á Hjalteyri. Það var algjört logn, sólin skein og fuglarnir alveg á fullu í "vorverkum" og hávaðin í steggjunum þegar þeir voru að heilla kellur. Var yndislegt að fylgjast með. Hefði getað setið þarna allann daginn.
Kannski ekki vorlegt úti að líta, en sólin, hitin og fuglarnir voru alveg á öðru máli :)
sunnudagur, apríl 15, 2012
eftirmiddagur á Hjalteyri
þriðjudagur, apríl 10, 2012
Gleðilega páska
Við sonur áttum dásemdar páska. Fórum í sveitina fallegu og áttum þar rólega og notalega daga. Fórum út að hjóla, í sund, spiluðum og skröfuðum.
Hitti Önnu mína og Hermann og fórum í 7 ára afmæli Júlíusar (sonur Freydísar) hittum kappana í Skálmöld og borðuðum súkkulaði.
Er að taka þátt í 30 daga myndaáskorun með ÁLFkonum og það er bara snilld. Núna er ég með vélina mína hvert sem ég fer. Ótrúlega þægilegt. Og ég bara smelli af, stundum koma flottar myndir en stundum eru þær ekkert spes. En það er gaman að fá þessar sem takast því áður hefði ég misst af þeim. Það eru þegar nokkrar myndir komnar hjá sumum sem ég þekki sem ég hef oft sagt við sjálfa mig "verð að ná þessu á mynd" en fresta því alltaf, og svo birtist myndin mín.. eftir annann.. ótrúlega leiðinlegt. Þess vegna heitir Blibbið mitt "now or never" - taka myndina núna eða bara sleppa því og hætta að hugsa um það !
Þessi mynd var notuð á sunnudaginn þegar ég átti að taka mynd af eggi. Mátti vera hvað sem var út frá hugmyndinni Egg.. ég átti þessa stund á sunnudaginn. Með jólagrýlukanil kaffi - ilmandi og svo ljúffengt með páskaeggjum, svo ljúf stund, svo róleg og notaleg. Myndin á að sýna það, sem ég held hún geri . Hún er alveg til að lýsa hve notalegir páskarnir mínir voru :)
þriðjudagur, apríl 03, 2012
vor ?
Tuesday 3 April 2012: 30 day challenge; day 3 - In my neighbourhood, a photo by Guðrún K. on Flickr.
ég er alveg komin með nóg af vetrinum. Reyndar hefur hann verið þokkalegur þetta árið. En komin með nóg samt :)