átti dásamlega helgi. Á laugardaginn fór sonur í afmæli úti á Þelamörk. Á meðan fór ég með vélina og rúntaði um nærliggjandi sveitir, skoðaði og tók myndir. Svo kom ég á Hjalteyri. Það var algjört logn, sólin skein og fuglarnir alveg á fullu í "vorverkum" og hávaðin í steggjunum þegar þeir voru að heilla kellur. Var yndislegt að fylgjast með. Hefði getað setið þarna allann daginn.
Kannski ekki vorlegt úti að líta, en sólin, hitin og fuglarnir voru alveg á öðru máli :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli