sunnudagur, apríl 29, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Sonur minn er yndislegur...
átti stórkostlegan morgun með honum í morgun. Málið er að sumir morgnar eru erfiðari en aðrir, og þessi gæti jafnvel talist einn af þeim. En það veltur alltaf á því hvernig litið er á málið. Í mínum augum var hann hrein snilld, sem sýnir hvað sonur minn er alltaf að verða sjálfstæður í hugsun, hvað hann getur verið skemmtilegur og uppátækjasamur. Og þegar maður hugsar um það þá eru flestir morgnar svipaðir þessum, nema hann finnur alltaf upp á einhverju nýju... ótrúlegur!
mánudagur, apríl 23, 2007
rugluð... kannski
sko ég fékk þá flugu að fara aftur í skóla. Og það sem heillar mig mest er lögfræðideildin á Bifröst... Og þá er náttla komið upp hjá manni.. "hvað er maður að spá..? " ég kæmist aldrei þar inn, og ef maður svo ótrúlega vildi til kæmist inn þar sem einhver í inntökudeildinni hafi verið í snilldargóðu skapi, hvað ætli maður eigi erindi í þessum geira? hefur maður gáfur til að klára svona pakka?? Nú er ótrúlegasta fólk að taka sálfræði (nei ekki þú dóa - þú ert snillingur) fólk sem maður hefði haldið að væri ekki í meðallagi gáfað. Svo maður fær smá örvandi púst með að maður gæti nú klórað sig í gegnum þetta - hef alltaf átt auðvelt með að læra.
Nú í bjartsýniskasti sótti ég um. Þæglegt aðgengi þar. Hugsaði sem svo að þetta væri kúl lausn á bráðabirgðartíndílausulofti stöðunni sem ég er í. Vinnan mín er ekki að virka, húsnæðið mitt er of dýrt, ég er sennilegast að fá magasár af stressi, svefn er eitthvað sem ég man ekki hvað er, og að borða holt (að borða yfir höfuð) er lúxus sem ég man eftir í blörrí minningu. (ekki misskilja - sonur er í góðu yfirlæti - ég passa það) Þessu öllu sópa ég undir teppi þegar ég hitti son minn sem er allt of sjaldan, spukulera í að hengja á hann mynd af mér til að minna hann á hvernig ég líti út. (það er partur af "vinnan er ekki að virka")
Þarna er skóli, húsnæði, leikskóli og ég ekki að vinna 24 tíma frá syni minum á daginn.
- er ég rugluð.... ?
laugardagur, apríl 21, 2007
í góðu yfirlæti
oki.. er búin að vera crappy undanfarið í skrifum. En vona að myndir hafi komið í staðinn :) Erum í sveitinni. Var að vinna í dag. Ekkert að gera.l
Búið að ganga upp og niður. Sumir dagar eru frábærir, aðrir crappy. Ég hata peninga, meira en allt annað. Þeir gera ekkert annað en að draga úr manni. Og maður er ekkert afskaplega í bloggstuði þegar maður hefur ekkert gott að segja. Þess vegna setur maður bara inn fallegar myndir af syninum sem er sólargeislinn í lífinu þegar maður hefur fátt annað. Og við eigum góðar stundir, eins og td á sumardaginn fyrsta, rosa gaman að fá sér ís, og hann mundi sko alveg hvernig það hafði verið að fá sér ís! Við hlógum mikið. Hann er það besta.
fimmtudagur, apríl 19, 2007
þriðjudagur, apríl 17, 2007
föstudagur, apríl 13, 2007
sunnudagur, apríl 08, 2007
laugardagur, apríl 07, 2007
þriðjudagur, apríl 03, 2007
mánudagur, apríl 02, 2007
sunnudagur, apríl 01, 2007
þriðjudagur, mars 27, 2007
same ol'
Átti yndislega helgi :o)
Við sonur fórum snemma í sveitina á föstudaginn og áttum svo góða og rólega helgi. Nutum þess að vera saman, og vera þar og gera ekki neitt. Fórum í fjárhúsin á laugardaginn, kubbuðum, sváfum lásum og átum :o)
Sonur svo glaður að vera kominn til afa og ömmu loksins að hann réð sér varla fyrir kæti og vildi gera allt í einu strax, svo glaður var hann. Athuga hvort allt væri ekki örugglega á sínum stað :o)
Hann og amma hans leyfðu mér svo að sofa á sunnudaginn. Afskaplega gott var það, að sofa út :) ekki oft sem það gerist á mínum bæ. Enda kann maður að meta það þegar það gefst færi á.
Svo er maður komin aftur í hið daglega amstur, og hugsar um næsta frí sem maður getur verið meira með litla kút. Mér finnst stundum frekar erfitt að vera að vinna svona langan dag frá honum. Við fáum ekki það mikinn tíma saman á virkum dögum. En njótum þess þó. Morgnarnir eru oft samt erfiðir. Sumir stuttir eru með skap og eru ekki alltaf til í að hlýða mömmu sinni. Og er oft skipst á skoðunum. En það er bara svoleiðis, en við förum aldrei ósátt út. Knúsumst alltaf áður en farið er af stað inn í daginn :o)
---
Gott að borða hjá afa !!!
föstudagur, mars 23, 2007
Afmæli í dag....
ég á afmæli í dag... 27+ :) en er alltaf jafn ung í anda !!!
----

Eigið góða helgi dúllurnar mínar !!!
fimmtudagur, mars 22, 2007
upp og niður vika
búin að eiga upp og niður daga í vikunni. Frábær helgi, Þórhalla systir og sonur hennar komu í heimsókn. Þau voru að keppa á Dalvík á skíðum og það styttir rúntinn þeirra þessa daga að gista hjá okkur. Og er nú búið að prufukeyra Tjarnarlundinn í gestastússi og kom þetta vel út allt saman.
Svo niðurdagur á mánudag þar sem sonur fékk í eyrað kvöldið áður. Sváfum ekkert um nóttina. Var kíkt í eyrað á mánudag og er það í lagi núna. Hann þarf ekki einu sinni sýklalyf hann er svo hress og hraustur að eðlisfari. Hristir þetta af sér. Ég náttla fékk samviskubit; hvar hef ég nú klikkað?? En læknirinn sagði mér að ég væri að gera allt rétt, þetta væri sýkill venjulega í hvers manns nebba, og hann hefði getað blómstrað bara við að strákurinn fengi flensuna þarna um daginn, eða einhver krakki á leikskólanum verið að bera þetta um.
Þriðjudagurinn var mjög fínn. Brynja saumó kom í vinnuferð norður og fengum við að fara út að borða saman á Greifanum í boði vinnunnar. Mjög gaman að hitta hana! Ég kláraði skattaskýrsluna og fékk veður af utanlandsferðinni sem verður árshátíðin okkar í haust. Sonur alltaf yndislegur.
Í gær var downdagur og nær hann að teygja sig yfir á daginn í dag. Stundum eru bara ljósupunktarnir í tilverunni svo afar langt í burtu að maður sér varla glitta í þá.
Málið er held ég að nú er ég búin að vera í brjálaðri keyrslu síðan í desember. Og svo margt búið að ganga á go eitt leitt af öðru. En núna eru 2 vikur sem bara hafa verið venjulegar. Og ég er ekki að ná að tjúnna mig niður aftur. Er yfirspennt, yfirstressuð, og er með áhyggjur af öllu mögulegu og næ ekki að slaka á. Ég er alltaf þreytt, sef ílla, vakna jafn þreytt og þegar ég fór að sofa. Hádegismaturinn fer í að hlaupa og gera það sem ég þarf að gera fyrir heimilið þar semég hef engan annann tíma til að td versla.
Ég hef hugsað um að fara aftur á þunglyndislyfin mín, á þau uppi í skáp. En þau halda bara svo djöfulli fast í aukakílóin. Og ég hreinlega langa ekki til að byrja að reykja aftur.
fimmtudagur, mars 15, 2007
Sýning sonarins
Vá - allt í einu kominn fimmtudagur ... aftur! Vikan að verða búin aftur.. Ekki mikið búið að gerast. Fór á danssýningu hjá syni mínum, sem var svo ekki mikil sýning þar sem fætur sonarins hættu að virka og vildi bara vera í fangi mömmu. En þetta var rosa gaman, sá vini hans, og fóstrur. Fengum veitingar sem börnin höfðu sjálf bakað og sonur minn var afar montinn af möffinsunum sem hann hafði átt þátt í að baka.

Annars er allt ágætis að frétta. Maður er dálítið þreyttur. Er mikið að fara skalann, upp og niður í skapinu, þar sem allt er að settlast og hin nýju daglegu vandamál eru að líta dagsins ljós. Og líka þar sem allt er að komast í fastar skorður hef ég meiri tíma til að hugsa, og þar sem ég hef ekki fellt eitt tár almennilega yfir því sem gerðist, finn ég núna fyrir að ég er viðkvæm, má við litlu. En ég samt næ að hrista það af mér og halda áfram :) Aðallega er ég fegin yfir öllu, en svo blossar upp reiðin.
Núna er maður farinn að hugsa um sumarið, og hvað maður eigi nú að gera af sér í þeim málum :) Einhverjar hugmyndir?
mánudagur, mars 12, 2007
Fín helgi að baki
með syni mínum og WoW. Hitti systur mína og son hennar sem voru hér að keppa í fótbolta. Kveikti í lifrapylsunni og blóðmörskeppunum sem ég var að sjóða á laugardag, og þurfti að kaupa úr búð... Og ég skammast mín ekkert að viðurkenna þetta, eldamennska er ekki mitt fag. Mitt helsta áhyggjuefni er daglega "hvað á ég að gefa syni mínum að borða í kvöld" Hann er svo svangur þegar dagurinn er liðinn því hann fær ekkert að borða milli 14:30 og 18:00 og hann er gjörsamlega hungurmorða greyið og ég er ekkert sátt við það.
Svo finn ég stundum fyrir blues... einmannablús. Og jafnvel sakna fjarðarins fyrir austan. Sakna hússins míns, og já hundsins sem ég átti bróðurpartinn af veru minni þar. Og ég fyllist reiði við manninn sem tók þetta allt af mér án þess að gefa mér tækifæri á að halda í það.
En ég er heppin að eiga gullmolann minn. Við leiruðum, kubbuðum, lituðum og pússluðum. Hlógum og lékum okkur. Hann átti mömmsuna sína alveg útaf fyrir sig og honum fannst það ekki leiðinlegt þessari elsku :o)
þar til næst - hafið það gott og farið vel með ykkur
föstudagur, mars 09, 2007
Þreytt á gamla
komin tími til að breyta smá til... þó það sé ekki nema útlit frá blogger sjálfum! En 12 mín í lokun, föstudagur, rólegheit framundan. Ætla að vera heima með syni mínum og hafa það notalegt.
Foreldrar mínir komu í heimsókn í hádeginu og buðu mér í mat á Greifanum, ohhh það var svo notalegt og svo gaman að hitta þau svona surprise!
Hafið það gott um helgina elskurnar mínar !