mánudagur, júní 27, 2005
fimmtudagur, júní 16, 2005
Allt við hið sama
og ekkert að gerast. Gabríel alltaf jafn rólegur og yndislegur. Hann er svakalega duglegur þessi elska, næstum farinn að sitja sjálfur. Skoðar allt, talar við alla, rosalega hress og hraustur. Ég bíð svoooo spennt eftir litla bumbubúa hjá Eddu vinkonu. Hlakka til að hitta hann/hana.
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.
miðvikudagur, júní 08, 2005
Lítil (stór) prinsessa komin í heiminn!
Hrund vinkona eignaðist prinsessu í gær 7. júni. Heilsast þeim vel og gekk ágætlega. sú stutta (langa) er 16,5merkur og 54cm!!
Til hamingju elsku hjartans Hrund og fjölskylda!!!
Til hamingju elsku hjartans Hrund og fjölskylda!!!
Molla
það er molla úti, búið að vera molla undanfarna daga. Sem betur fer þá er viftan sem Hjölli setti upp í holinu alveg að virka og standa sig. Skruppum til Akureyrar á mánudaginn. Tilgangur fararinnar voru gleraugnakaup. Og náðum við hjónaleysin að versla okkur bæði ágætis gleraugu. Þau koma í pósti síðar í vikunni, hlakka klikkað til.
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......
sunnudagur, júní 05, 2005
Afmælisbarn dagsins
Anna Geirlaug. Hún er 30. ára í dag - velkomin í hóp hinna fullorðinna krumpudýra!!! Takk aftur fyrir dásemdarkvöld! Ástarkveðja Guðrún
laugardagur, júní 04, 2005
Velti sér
Í dag velti Gabríel sér í fyrsta skipti!! Hann varð ekkert smá hissa þegar hann endaði á bakinu, en ég náttla hoppaði um af kæti og sagði öllum á WoW servernum frá því.....