fimmtudagur, júní 16, 2005

Allt við hið sama

og ekkert að gerast. Gabríel alltaf jafn rólegur og yndislegur. Hann er svakalega duglegur þessi elska, næstum farinn að sitja sjálfur. Skoðar allt, talar við alla, rosalega hress og hraustur. Ég bíð svoooo spennt eftir litla bumbubúa hjá Eddu vinkonu. Hlakka til að hitta hann/hana.
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló
Hvað er að frétta? Allt gott hérna í bænum, sól og fínt um helgina. Bíð bara eftir að komast í sumarfrí sem verður ekki fyrr en um miðjan júlí. Reikna með að skella mér beint austur og hafa það gott. Jú og keyra eitthvað um. Verðið þið heima seinni partinn í júlí? Grunar sterklega að ég nái jafnvel að fá mér bíltúr austur á firði. Verðum í bandi, kveðja Vilborg