miðvikudagur, júní 08, 2005

Molla

það er molla úti, búið að vera molla undanfarna daga. Sem betur fer þá er viftan sem Hjölli setti upp í holinu alveg að virka og standa sig. Skruppum til Akureyrar á mánudaginn. Tilgangur fararinnar voru gleraugnakaup. Og náðum við hjónaleysin að versla okkur bæði ágætis gleraugu. Þau koma í pósti síðar í vikunni, hlakka klikkað til.
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......

Engin ummæli: