- Þegar ég var lítil þá var ég (og reyndar er) afskaplega hrifin af hestum, og þar sem foreldrar mínir álíta að þeir séu best geymdir í tunnu þá fékk ég ekki einn slíkan svo ég bjó mér til hest úr tveimur eldhússtólum og lék mér þannig.
- Ég dýrkaði Madonnu á mínum yngri árum
- Ég elska að labba úti í hlýrri dembu (sem gerist aldrei hérlendis)
- Ég komst upp með að brjóta fallegu skálarnar hennar mömmu því ég var svo "róleg" - þær bara óvart "duttu"
- Ég átti bangsa sem hét Misja - í höfuðið á rússneskum bangsa í teiknimyndasögu sem ég horfði á þegar ég var lítil. Bangsinn er enn til, uppi í skáp hjá mömmu, hann fékk ég þegar ég fæddist frá systur minni elskulegu sem gerði götin í eyrun á mér.
Þar hafið þið það dúllurnar mínar! Ég skora á Vilborgu vinkonu til að setja upp blogg og koma með næstu 5 vitaganglausar staðreyndir um sjálfa sig.