föstudagur, september 30, 2005

Klukk....

ég var klukkuð af henni Dóu minni - þarf að finna 5 vitagagnlausar staðreyndir um mig.... og það er nú ekki það auðveldasta sem ég hef gert um ævina.
  1. Þegar ég var lítil þá var ég (og reyndar er) afskaplega hrifin af hestum, og þar sem foreldrar mínir álíta að þeir séu best geymdir í tunnu þá fékk ég ekki einn slíkan svo ég bjó mér til hest úr tveimur eldhússtólum og lék mér þannig.
  2. Ég dýrkaði Madonnu á mínum yngri árum
  3. Ég elska að labba úti í hlýrri dembu (sem gerist aldrei hérlendis)
  4. Ég komst upp með að brjóta fallegu skálarnar hennar mömmu því ég var svo "róleg" - þær bara óvart "duttu"
  5. Ég átti bangsa sem hét Misja - í höfuðið á rússneskum bangsa í teiknimyndasögu sem ég horfði á þegar ég var lítil. Bangsinn er enn til, uppi í skáp hjá mömmu, hann fékk ég þegar ég fæddist frá systur minni elskulegu sem gerði götin í eyrun á mér.
Þar hafið þið það dúllurnar mínar! Ég skora á Vilborgu vinkonu til að setja upp blogg og koma með næstu 5 vitaganglausar staðreyndir um sjálfa sig.

fimmtudagur, september 29, 2005

Frosin

Sit hér við gluggann í tölvuherberginu mínu og er frosin. Gabríel sefur úti og ég verð að hafa gluggann opinn til að heyra í honum ef hann skildi vakna.
Reykjavík var frábær, en gott að koma heim. Náði að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta, en svona er þetta bara.
Kom heim á nýjum bíl, hinn er á Akureyri og verður hann húsbóndabíll þegar Hjölli fær prófið. Minn er 98 módel subaru impresa - rosa flott og æðisleg.
Verslaði fullt og meira í bænum, fékk algjört kast í barnafatabúðum. Finn soldið til í veskinu, en hey - ég á ekki eftir að gera þetta aftur á næstunni.
Setti inn myndir úr ferðínni á síðu sonarins sem þið getið nálgast hér og séð hvað ég á laaang fallegasta barnið í heiminum!!!

þriðjudagur, september 13, 2005

kem í bæinn á morgun

að 15:55 staðartíma, verð á bílaleigubíl þar sem ég er alls ekki að nenna að keyra þá splæsti ég á mig flugi.

á faraldsfæti enn einu sinni

jæja dúllurnar minar. Nú fer að koma að því að við komum í bæinn. Erum að reyna að finna íbúð í viku en það gegnur ekki nógu vel þar sem þetta er með dulítið stuttum fyrirvara. Hjölli er þegar farinn suður. Málið er bróður Hjölla líður ekki allt of vel. Og fór Hjölli suður til að hitta hann áður en áætluð ferð til Finnlands hefst hjá Nonna (bró) en þar eru áætlaðar fleiri aðgerðir.
Okkur langar til að vera í viku, svo ef einhver veit um einhverja íbúð sem við getum fengið leigða (með búnaði) þá væru það vel þegnar ábendingar.

Annað - göngin eru bara snilld!! Fór til Reyðarfjarðar í gær - til að versla - og ég var bara klukkutíma í burtu - með akstri fram og til baka (dúllaðist í búðinni) Maður er núna bara korter til Reyðarfjarðar í stað 40-50 mín og auk þess sem allt er núna á sniiiildar vegi!!

föstudagur, september 09, 2005

Opnun Fáskrúðsfjarðargangna í dag!

Já loksins í dag verða þau opnuð þessi langþráðu göng. Það er eitthvað húllumhæ í kringum þetta en mér er alveg sama um það - hlakka bara til að fara að nota þau.
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!

Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.

Hafið það gott um helgina djásnin mín.

miðvikudagur, september 07, 2005

Mygluð....

Hvaðan skildli barnið hafa það að vakna kl 6 !! Þó svo ég sé morgun hress þá er ég ekki alveg svooo hress að ég skvettist upp úr rúminu kl 6 og ráðist á daginn. Það þarf "ritual" þegar vaknað er svona snemma. Rumska og fara framúr, pissa með lokuð augun, passa að dagurinn nái ekki alveg að komast að fyrr en maður er kominn að kaffivélinni (enn með lokuð augun) og fá sér kaffi. Þá þarf maður að setjast niður og súpa heitt nýlagað kaffið, og átta sig á staðreyndum að maður er vaknaður og gera líkamanum það ljóst - ásamt heilanum að nú sé kominn tími til að fara að starfa. Sé þetta ekki gert svona er hætta á því að maður verði úríllur, geðvondur, pirraður og þreyttur allann daginn - aka "að hafa farið fram úr vitlausum megin"