föstudagur, september 09, 2005

Opnun Fáskrúðsfjarðargangna í dag!

Já loksins í dag verða þau opnuð þessi langþráðu göng. Það er eitthvað húllumhæ í kringum þetta en mér er alveg sama um það - hlakka bara til að fara að nota þau.
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!

Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.

Hafið það gott um helgina djásnin mín.

Engin ummæli: