Hvaðan skildli barnið hafa það að vakna kl 6 !! Þó svo ég sé morgun hress þá er ég ekki alveg svooo hress að ég skvettist upp úr rúminu kl 6 og ráðist á daginn. Það þarf "ritual" þegar vaknað er svona snemma. Rumska og fara framúr, pissa með lokuð augun, passa að dagurinn nái ekki alveg að komast að fyrr en maður er kominn að kaffivélinni (enn með lokuð augun) og fá sér kaffi. Þá þarf maður að setjast niður og súpa heitt nýlagað kaffið, og átta sig á staðreyndum að maður er vaknaður og gera líkamanum það ljóst - ásamt heilanum að nú sé kominn tími til að fara að starfa. Sé þetta ekki gert svona er hætta á því að maður verði úríllur, geðvondur, pirraður og þreyttur allann daginn - aka "að hafa farið fram úr vitlausum megin"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli