fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Kominn vetur

Halló dúllurnar mínar. Sorry hvað ég er hræðilega löt að skrifa, en það er bara nóg að gera hjá mér og þegar ég kem heim er dagurinn allt annað en búinn. Litli sonur minn, sem stækkar og stækkar á mig alla þegar ég kem heim og þar til hann fer að sofa, öðruvísi vildi ég ekki hafa það. Okkur líður annars mjög vel.
Það er bar komið ógisslegt veður úti, veturinn kominn með öllu sínu. En samt finnst mér þetta allt í lagi. Ef ég kemst ekki í sveitina á morgun, þá læt ég bara fara vel um mig heima og hengi upp jólaseríur og lýsi upp þetta myrkur sem umlykur allt í kringum mann þessa dagana, en þið kannski takið ekki eftir því að það er nánast alltaf dimmt núna. Maður tekur einhvernveginn meira eftir því þegar maður er svona úti á landi þar sem borgarljósin ná ekki til manns til að lýsa upp umhverfið. Maður þakkar fyrir stjörnurnar og þegar tunglið er fullt, þá er ekki alveg eins dimmt. En annars er alveg kolniðamyrkur. Hjölli ætlar að hjálpa mér að setja upp seríur á hæð 2- það verður skemmtileg breyting að sjá jólaljós þar uppi, í stað dimmrar og drungalegrar hæðar. Eins og litlu krakkarnir kölluðu Sunnuhvol "draugahúsið" eða "nornahúsið"
Svo já - to sum up - jólaseríur eru á leiðinni upp hjá mér...

Engin ummæli: