þriðjudagur, júní 05, 2007

Afmæli!!!


Til hamingju með afmælin elsku dúllurnar mínar - Anna og Ragga !!!!


Það er annars allt gott að frétta héðan. Sonur hress og skemmtilegur eins og alltaf! Vorum í sveitinni um helgina, reka rollur og hafa það gott. Reyndar fórum við ekki fyrr en á laugardag, því ég fann það svo hjá syni mínum að hann vildi vera heima meira. Þar af leiðandi ætlum við ekki af bæ næstu helgi :) Hann vill vakna heima, fara með sængina fram, njóta þess að vera bara á náttfötunum, leggjast í smá hvílu uppi í mömmubóli og horfa á barnaefnið þar.

Næstu helgi ætlum við einmitt að reyna að hitta á Hafdísi vinkonu og fara í skóginn, grilla og næs - leyfa þessum gaurum að hlaupa um eins og þeim lystir!! Það er eitthvað sem þeir hafa svo gott af.

Ég reiddist í morgun. Las á bloggi fyrrverandi ýmislegt sem ég bara átti ekki orð yfir. Máluð grýla á netinu. Og það sem stakk mig mest að fólk skuli dæma án þess að heyra hinar hliðar líka. Fólk sem hann umgengst sem veit ekkert hvernig þetta var í byrjun desember þegar ég stóð allt í einu uppi alein með barn. Og hafði ekki hugmynd um hvar maðurinn sem ég bjó með væri, lífs, liðinn, hvort hann kæmi yfir höfuð aftur til baka... Og að krítisera mig fyrir að taka meirihlutann af búslóðinni !!

En ég veit betur - aumingja fólkið sem lifir í blekkingu og þröngsýni. Ég hef það ágætt - peningamálin mín eru ekki alveg að ná saman enn en ég vona að það greiðst úr því fljótlega. þakka fyrir að eiga góða að!

Svo hér sit ég með hornös. Er ekki í dilemma lengur, en ekki orðið opinbert enn hvað ég geri.

....to be continued...

2 ummæli:

Solla sagði...

Haltu áfram að vera sterkt Guðrún mín, ég veit að þú ert í erfiðri stöðu, það er ekki auðvelt að vera sjálfstæð móðir.

Ég er stolt af þér.

Solla
P.s. aldrei að vita nema ég sjái þig eftir 2 vikur, ég er að koma heim og Norður vegna MA hátíðar.

Inga Hrund sagði...

Knús!