já ég ákvað að breyta aðeins til og er bara býsna sátt við þetta :) Komment komu sjálfkrafa og ekkert vesen :o)
Og dagurinn í dag var afskaplega góður.
já ég ákvað að breyta aðeins til og er bara býsna sátt við þetta :) Komment komu sjálfkrafa og ekkert vesen :o)
Og dagurinn í dag var afskaplega góður.
já það er rosalega fallegur dagur úti. Sólin skín á fjallið sem er klætt snjóbreiðu yfir allt og skíðasvæðið virðist vera nánast tilbúið! Það virðist sem allt muni standast hjá þeim í Hlíðarfjalli og fólk geti farið þangað um helgina og gleymt óvissunni, áhyggjunum og daglegu amstri á þessum döpru, dimmu og leiðinlegu tímum.
Í dag finn ég hve heppin ég er. Ég vaknaði í morgun, sonur minn svaf vel og vaknaði glaður.
Ég næ alltaf að horfa á ljósu punktana. Í dag er ég kannski búin að missa vinnuna, en ég hef þó 3 mánuði til að finna aðra. Ég er bara með litla Euroskuld síðan ég þurfti að borga lögfræðingnum mínum í sumar til að losna undan gjaldþroti. Já ! ég náði því - og þar sem ég lenti í því að horfa framan í gjaldþrot þá var ég ekki að kaupa bíl eða íbúð og er því skuldlaus í dag. Ekkert sem hækkar í afborgunum þessa mánuði. Ég borga mína leigu og sem fylgir því, leikskólann, mitt net og stöð 2.
Ég er laus við hnútinn sem herjar örugglega á flesta í dag; hvernig stendur lánið eða lánin um næstu mánaðarmót? Gjaldeyrislán eða verðtryggðlán - skiptir ekki máli. Ég finn til með fólki sem var að missa vinnuna, sem er með miklar skuldbindingar, barnafólk og með ungling í framhaldi.
Ég er ekki reið lengur, en ég er döpur yfir hvernig er farið með allt saman og hvernig þetta á eftir að fara með fólkið í kringum okkur.
En það er fallegur dagur í dag og ég ætla að njóta hans!
já gott fólk - ég var ein af þessum 33 sem fékk reisupassann á þriðjudaginn var. Mér er nánast runnin reiðin, en það vottar smá eftir. Var lítið við í vinnunni sl viku. Naut samvista með syninum, snjór og snjóþota. Hugsaði minn gang, mitt mál, mína aðstöðu. Ég er jú eigna og skuldlaus þannig að það liggja allar leiðir opnar. Ég get í raun gert hvað sem mig langar til. Skólaganga er afskaplega freistandi, fyrir utan að það er nángast ógerlegt að lifa á LÍN láni á leigumarkaði. Og tala nú ekki um sem eina fyrirvinna heimilis. Svo skólar erlendis??
Ég er heilsuhraust og við bæði. Eigum góða að og erum ekki ein. Það var td alveg það sem ég þurfti að fara í sveitina um helgina og kúpla aðeins út. Smá rollustúss, og óveður. Þegar dagsverkum var lokið var afskaplega notalegt að þurfa ekki að fara út, og hugsa til þess að maður gæti alveg komist upp með að vera bara inni :o)
Þetta að missa vinnuna er ekki heimsendir þó svo að manni finnist það fyrstu dagana. Sérstaklega núna þar sem allt er svo óljóst varðandi fjármál og framtíðina í fjármálaheiminum. Og enginn virðist vera óhultur með vinnuna sína. Enginn veit hvað gerist á morgun eða eftir viku eða eftir áramót.
Ég hef lent í þessu áður. Og hingað til hefur þetta alltaf leitt til góðs. Í dag verð ég að trúa því að þetta geri það líka. Og muna að maður er ekki einn.
jámm við sonur erum bara kát. Áttum góða helgi, naut hennar í botn með syninum. Var strembin síðasta vika, og hann var ekki sáttur með þetta allt saman. Kom með mótþróa á mig. Honum finnst mjög gaman hjá pabba sínum, en hann er vanafastur, og 3 dagar í röð var ekki alveg samkvæmt hans uppskrift.
En ég sótti hann snemma á föstudag og við áttum æðislega helgi í sveitinni sem endaði með bíóferð á sunnudag. Og ég á svo yndislegan son sem er svo þægur og duglegur. Hann var til fyrirmyndar í bíó. Fékk sitt popp og kók. Fékk að velja sér smá nammi. Sat síðan límdur við myndina, svo sæll með þetta allt!
Og hann fór einmitt til tannlæknis í morgun. Skrifa vel um það á síðunni hans, nenni ekki að fara að skrifa það aftur hérna :o)
Annars já er ég bara sátt. Ég finn ekki fyrir þessum fjármálaveseni sem er að herja á allt. Nema það er allt ógisslega dýrt núna. Þakka fyrir hve sonur minn er duglegur að borða og er ekki matvandur. Bónus selur ódýra lifur og hjörtu, sem okkur þykir mjög góður matur - skemmir ekki að bera fram með sultu og sósu :o) Og svo hendi ég bara í skinkuostahorn og brauðbollur :o)
Þakka líka fyrir að vera á leigumarkaðinum, og vera eignalaus og skuldlaus. Hugsa rosalega mikið til þeirra sem eru erlendis í námi. Og hugsa alltaf "hjúkk besta vinkona mín er með aukavinnu sem reddar örugglega einhverju hjá henni svo hún sveltur ekki"
Jamm semst allt gott að frétta af okkur syninum :o)